Fótbolti

Inter rúllaði yfir Ben­e­vento og eltir AC eins og skugginn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Inter fagnar fjórða marki sínu í kvöld.
Inter fagnar fjórða marki sínu í kvöld. Emilio Andreoli/Getty

Inter er tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í AC Milan, sem eru á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar, eftir 4-0 sigur Inter á Benevento í kvöld.

Riccardo Improta skoraði sjálfsmark á sjöundu mínútu en Christian Eriksen fékk tækifæri í byrjunarliði Inter eftir aukaspyrnumarkið gegn AC Milan í bikarnum í vikunni.

Í síðari hálfleik opnuðust hins vegar flóðgáttir. Lautaro Martinez skoraði annað marki á 57. mínútu og Romelu Lukaku gerði þriðja markið tíu mínútum síar.

Lukaku skoraði annað mark sitt og fjórða mark Inter ellefu mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning Alexis Sanchez og þar við sat. Lokatölur 4-0.

Inter eins og áður segir í öðru sætinu, tveimur stigum frá toppnum, en Benevento er í tólfta sætinu.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×