Langamma veit best Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. febrúar 2021 10:09 Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Alþingi Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hallfríður langamma mín fæddist um miðja þar síðustu öld og dó í hárri elli á stríðsárunum um miðja þá síðustu, þegar hún átti nokkra daga í nírætt. Hún lifði því mikla breytingatíma; frá vakningu sveitanna á tímum sjálfstæðisbaráttu, kaupfélaga, ungmennafélaga og kvenfélaga í gegnum iðnbyltingu sjávarbyggðanna, mótun bæjarfélaga með almennum kosningarétti, alþýðuhúsum, verkalýðsfélögum, stúkum, félagslífi, fjölmiðlum og uppbyggingu almenns skólakerfis, heilbrigðisþjónustu og fæðingu velferðarkerfis. Þessu fylgdi tæknibreytingar; vatnsveita, rafmagnsveita, hitaveita o.s.frv. Einhverju sinni kveikti Hallfríður langamma mín undir katlinum á Rafha-eldavélinni í Hafnarfirði þar sem hún bjó síðustu árin á heimili dóttur sinnar. Hún átti rúm í herbergiskitru innan af eldhúsinu, eins og algengt var með gamlar konur í þá daga. Gestkomandi maður horfði á þessa gömlu konu á peysufötunum við Rafha-eldavélina og fannst sem þarna mættust andstæður hins gamla tíma og þess nýja, og spurði: Finnst þér ekki undarlegt frú Hallfríður að þú getir snúið einum takka á þessari eldavél og hitað með því vatnið í katlinum? Nei, svaraði Hallfríður, það finnst mér ekki. Skárra væri það nú ef engar væru framfarirnar. Stundum verður mér hugsað til langömmu minnar, sem ég aldrei sá, en lifir í frásögnum móður minnar. Sérstaklega þegar mér finnst alþýða manna krefjast of lítils og óska sér of smárra framfara, réttinda og lífskjarabóta. Í raun er sköpunarkraftur mannfélagsins nánast óendanlegur. Hann getur magnað upp slæmt samfélag og hefur sterkan eyðileggingarmátt; getur brotið niður árangur fyrri kynslóða á skömmum tíma. En hann hefur líka lífskraft sem getur gert líf hinna fátækustu og vinnulúnustu, hinna valdaminnstu og kúguðustu, svo miklu miklu auðveldara, öruggara og gjöfulla. Stundum er vandinn sá að við tölum ekki um nógu stóra drauma og stefnum því ekki nógu hátt.Eigum við að byggja réttlátt samfélag af jöfnuði og virðingu fyrir öllu fólki? Þar sem lífsbaráttan er ekki þrúgandi og fólk óttast ekki um afkomu sína og framtíð? Eigum við að stefna að góðu samfélagi fyrir alla? Eigum við að velja hið góða? Það hefði hún langamma mín kosið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar