Fótbolti

Messi hefur ekki sett sig í samband við City eða PSG og ætlar að bíða fram á sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi og félagar komust áfram í bikarnum í vikunni eftir framlengingu. Ástandið í Katalóníu hefur þó oft verið betra.
Messi og félagar komust áfram í bikarnum í vikunni eftir framlengingu. Ástandið í Katalóníu hefur þó oft verið betra. Fran Santiago/Getty Images

Síðasta sumar var mikið rætt um hvar Lionel Messi myndi spila á leiktíðinni sem nú er í gangi. Útlit er fyrir það að næsta sumar verði svipað og í ár; mikið rætt og ritað um framtíð Argentínumannsins.

Messi fór ekki í felur með óánægju sína í sumar. Hann óskaði eftir því að komast burt frá félaginu og olli það miklu fjaðrafoki. Forsetinn Josep Bartomeu sagði af sér en eftir japl, jaml og fuður ákvað Messi að vera áfram hjá félaginu.

Nú rennur samningur hans hins vegar bráðum út. Það eru einungis fimm mánuðir þangað til að rosalegur samningur hans rennur út en honum var einmitt leikið fyrr í vikunni.

Messi hefur verið orðaður við bæði Man. City og PSG en samkvæmt heimildum Goal þá hefur sá argentínski ekki rætt við félögin um möguleg félagaskipti í sumar.

Það verða væntanlega nokkur félög, þau sem eiga efni á Messi, á eftir honum í sumar en Messi sjálfur er sagður þreyttur á sögusögnunum og ætlar að bíða fram á sumar með að tilkynna hvað verði hjá þessum mikla snillingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×