Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir heimamenn því Callum Paterson kom Miðvikudagsmönnum yfir snemma leiks. Millwall náði að jafna fyrir leikhlé og var staðan því jöfn, 1-1 í leikhléi.
Millwall setti í annan gír þegar hálftími lifði leiks og skoraði þrjú mörk á 22 mínútna kafla.
Jón Daði lagði upp eitt markanna áður en honum var skipt af velli á 86.mínútu en öruggur 4-1 sigur Millwall staðreynd.