Fótbolti

Za­ba­leta segir City vera full­kominn stað fyrir Messi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi lék við hvurn sinn fingur í gærkvöldi er Börsungar rúlluðu yfir Deportivo Alaves 5-1.
Messi lék við hvurn sinn fingur í gærkvöldi er Börsungar rúlluðu yfir Deportivo Alaves 5-1. vísir/Getty

Pablo Zabaleta, fyrrum varnarmaður Mancheser City, hvetur Lionel Messi til þess að ganga í raðir Manchester City ákveði hann að yfirgefa Barcelona.

Samningur Messi við Barcelona rennur út í sumar og Manchester City og PSG eru talin á höttunum eftir Argentínumanninum magnaða.

Zabaleta - sem spilaði með Messi í argentínska landsliðinu - segir að Messi þurfi að prufa það að spila í ensku úrvalsdeildinni áður en hann hættir að spila.

„Ef Messi ákveður að yfirgefa Barcelona og vill spila í bestu deildinni þá verður hann að prufa ensku úrvalsdeildina,“ sagði Zabaleta í samtali við Mirror.

„Það er eitthvað sem mun hrífa hann því allir spyrja mig hvernig það er að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið á Spáni í mörg ár og ég held að það heilli hann að spila í enska boltanum.“

„Manchester City væri fullkominn staður fyrir hann. Hann þekkir Pep, þekkir yfirmann knattspyrnumála og einnig Aguero. Það væri þó stór ákvörðun að yfirgefa Barcelona og þegar þú hefur verið svo lengi á sama stað gæti það verið skrýtið að fara eitthvað annað,“ bætti Zabaleta við.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×