Hver leggur valdhöfum línurnar - fulltrúi Guðs eða við? Eva Hauksdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar