Hagkvæmur geðvandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. febrúar 2021 07:01 Að spara í geðheilbrigðismálum er ekki ólíkt því að spara með því að sleppa skoðun á vinnubíl. Vandamálin sem eru til staðar eru áfram til staðar, þú veist bara ekki af þeim fyrr en vélin bræðir úr sér. Ef bíllinn er ekki ónýtur verður umtalsverður kostnaður við að gera við hann auk vinnutaps. Góðar líkur eru á að það hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta kostnaðarins og vinnutapsins með því að grípa fyrr inn í. Sömu sögu má segja með mannfólk. Það er samfélaginu dýrt að bregðast of seint við geðvandamálum og missa fólk af vinnumarkaðnum eða að missa það alfarið. Svo ekki sé minnst á þá lífsgæðaskerðingu og sársauka sem fylgir því að einstaklingar fái ekki viðeigandi aðstoð. Efnahagslegur ávinningur Þrjátíu og níu. Það er meðalfjöldi árlegra sjálfsvíga á Íslandi síðast liðinn áratug (1). Árlega láta svo að meðaltali tuttugu og átta lífið vegna lyfjaeitrunar, en tæplega þriðjungur þeirra eru sjálfsvíg. Rúmlega helmingur þeirra sem láta lífið vegna lyfjaeitrunar falla undir óhappaeitranir (2). Vafalaust er hluti óhappaeitrananna vegna ofskömmtunar vímuefna, en helmingur þeirra sem sem haldnir eru fíknivanda glímir einnig við annan geðheilbrigðisvanda (3). Af framangreindu má sjá að við missum hátt í sextíu manns árlega vegna sjálfsvíga og lyfjaeitranna. Án þess að setja fram ákveðna tölu er óhætt að segja að mjög stór hluti þeirra eiga rætur sínar að rekja til geðvanda. Setjum þessar tölur nú í efnahagslegt samhengi. Meðallaun Íslendinga voru rétt undir 600 þ.kr árið 2019 en miðgildi launa var rétt undir 500 þ.kr (4). Ef við miðum við laun upp á 500 þ.kr þá eru mánaðarlegar skattgreiðslur tæpar 110 þ.kr og því um rúmar 1,3 m.kr á ári. Af þeim karlmönnum sem frömdu sjálfsvíg síðastliðinn áratug voru flestir á aldrinum 30-44 ára, en karlmenn fremja sjálfsvíg í um 4:1 hlutfalli á við konur1. Með tilliti til framangreinds má með hóflegu mati ráðgera að samfélagið verði af tuttugu starfsárum við hvert slíkt dauðsfall og um tuttugu og sex milljónum í tapaðan tekjuskatt. Þá er ótalinn allur virðisaukaskattur og önnur gjöld sem falla til ríkisins af starfi og lífi viðkomandi, allur mannauður sem tapast með einstaklingnum, örvun viðskipta og atvinnusköpun og allt það sem einstaklingurinn leggur til samfélagsins og er fjárhagslegs eðlis. En það er einnig mikill efnahagslegur skaði af öðrum afleiðingum geðvanda. Einstaklingur sem dettur af vinnumarkaðnum sökum geðvanda skapar samfélaginu ekki tekjur á meðan. Því til viðbótar þarf hann hjálparhönd úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins sem er kostnaðarsamt. Þessu tengt má nefna að af Norðurlöndunum hefur Ísland hæðsta hlutfall öryrkja (8,6%) og einnig hæðsta hlutfall ungra öryrkja, en 29% íslenskra öryrkja eru á aldrinum 18-39 ára og eru geðraskanir helsta orsök örorku þessa hóps (5). Hér má svo einnig benda á að ómeðhöndlaður geðvandi kann að hafa í för með sér önnur afleiðu áhrif, svo sem skerta getu einstaklings til þess að sækja sér menntun og skapa samfélaginu mannauð, skerta getu barna einstaklings með ómeðhöndlaðan geðvanda til að sækja sér menntun og fleira. Eyðum krónu í dag og spörum fúlgu á morgun Af ofangreindu má sjá að jafnvel þó að við lítum ekki á neitt nema krónurnar þá er ljóst að Íslenska ríkið og íslenskt samfélag getur hagnast verulega með því að auka fjárútlát til geðheilbrigðismála. Hreinar skatttekjur sem við missum af sökum sjálfsvíga og andláta vegna lyfjaeitrunar hleypur á yfir milljarði árlega, mögulega milljörðum. Stærsta vandamál ungra öryrkja, sem fara að slaga í 10.000 manns fljótlega, er geðvandi. Jafnvel þó ekki væri hægt að ná 1/10 þeirra út á vinnumarkaðinn væri það gríðarleg tekjusköpun og kostnaðarhagræðing fyrir ríkið. Og það er hópur sem á langa starfsævi framundan. Það er því marg milljarða svigrúm sem ríkið hefur til þess að setja í geðheilbrigðismál áður en það fer að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif. Allt útlit er fyrir að við græðum stórlega efnahagslega séð sem og aukum lífsánægju með því að auka slík fjárútlát. Ég tel því, út frá efnahagslegum og skaðaminnkunar sjónarmiðum, að það sé öllum Íslendingum til hagsbóta að við aukum fjárframlög til geðheilbrigðismála og grípum fyrr, oftar og betur inn í. Af tengdri umræðu þá styð ég lögleiðingu vímuefna út frá efnahagslegum, skaðaminnkunar og persónufrelsis sjónarmiðum. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. 1 https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/sjalfsvig/ 2 https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/lyfjatengdandlat/ 3 https://www.althingi.is/altext/149/s/0430.html 4 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/07/09/medaltekjur_573_thusund_a_manudi/ 5 https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/N%C3%BDtt%20kerfi%20starfsendurh%C3%A6fingar%20og%20mats%20%C3%A1%20starfsgetu.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að spara í geðheilbrigðismálum er ekki ólíkt því að spara með því að sleppa skoðun á vinnubíl. Vandamálin sem eru til staðar eru áfram til staðar, þú veist bara ekki af þeim fyrr en vélin bræðir úr sér. Ef bíllinn er ekki ónýtur verður umtalsverður kostnaður við að gera við hann auk vinnutaps. Góðar líkur eru á að það hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta kostnaðarins og vinnutapsins með því að grípa fyrr inn í. Sömu sögu má segja með mannfólk. Það er samfélaginu dýrt að bregðast of seint við geðvandamálum og missa fólk af vinnumarkaðnum eða að missa það alfarið. Svo ekki sé minnst á þá lífsgæðaskerðingu og sársauka sem fylgir því að einstaklingar fái ekki viðeigandi aðstoð. Efnahagslegur ávinningur Þrjátíu og níu. Það er meðalfjöldi árlegra sjálfsvíga á Íslandi síðast liðinn áratug (1). Árlega láta svo að meðaltali tuttugu og átta lífið vegna lyfjaeitrunar, en tæplega þriðjungur þeirra eru sjálfsvíg. Rúmlega helmingur þeirra sem láta lífið vegna lyfjaeitrunar falla undir óhappaeitranir (2). Vafalaust er hluti óhappaeitrananna vegna ofskömmtunar vímuefna, en helmingur þeirra sem sem haldnir eru fíknivanda glímir einnig við annan geðheilbrigðisvanda (3). Af framangreindu má sjá að við missum hátt í sextíu manns árlega vegna sjálfsvíga og lyfjaeitranna. Án þess að setja fram ákveðna tölu er óhætt að segja að mjög stór hluti þeirra eiga rætur sínar að rekja til geðvanda. Setjum þessar tölur nú í efnahagslegt samhengi. Meðallaun Íslendinga voru rétt undir 600 þ.kr árið 2019 en miðgildi launa var rétt undir 500 þ.kr (4). Ef við miðum við laun upp á 500 þ.kr þá eru mánaðarlegar skattgreiðslur tæpar 110 þ.kr og því um rúmar 1,3 m.kr á ári. Af þeim karlmönnum sem frömdu sjálfsvíg síðastliðinn áratug voru flestir á aldrinum 30-44 ára, en karlmenn fremja sjálfsvíg í um 4:1 hlutfalli á við konur1. Með tilliti til framangreinds má með hóflegu mati ráðgera að samfélagið verði af tuttugu starfsárum við hvert slíkt dauðsfall og um tuttugu og sex milljónum í tapaðan tekjuskatt. Þá er ótalinn allur virðisaukaskattur og önnur gjöld sem falla til ríkisins af starfi og lífi viðkomandi, allur mannauður sem tapast með einstaklingnum, örvun viðskipta og atvinnusköpun og allt það sem einstaklingurinn leggur til samfélagsins og er fjárhagslegs eðlis. En það er einnig mikill efnahagslegur skaði af öðrum afleiðingum geðvanda. Einstaklingur sem dettur af vinnumarkaðnum sökum geðvanda skapar samfélaginu ekki tekjur á meðan. Því til viðbótar þarf hann hjálparhönd úr sameiginlegum sjóðum samfélagsins sem er kostnaðarsamt. Þessu tengt má nefna að af Norðurlöndunum hefur Ísland hæðsta hlutfall öryrkja (8,6%) og einnig hæðsta hlutfall ungra öryrkja, en 29% íslenskra öryrkja eru á aldrinum 18-39 ára og eru geðraskanir helsta orsök örorku þessa hóps (5). Hér má svo einnig benda á að ómeðhöndlaður geðvandi kann að hafa í för með sér önnur afleiðu áhrif, svo sem skerta getu einstaklings til þess að sækja sér menntun og skapa samfélaginu mannauð, skerta getu barna einstaklings með ómeðhöndlaðan geðvanda til að sækja sér menntun og fleira. Eyðum krónu í dag og spörum fúlgu á morgun Af ofangreindu má sjá að jafnvel þó að við lítum ekki á neitt nema krónurnar þá er ljóst að Íslenska ríkið og íslenskt samfélag getur hagnast verulega með því að auka fjárútlát til geðheilbrigðismála. Hreinar skatttekjur sem við missum af sökum sjálfsvíga og andláta vegna lyfjaeitrunar hleypur á yfir milljarði árlega, mögulega milljörðum. Stærsta vandamál ungra öryrkja, sem fara að slaga í 10.000 manns fljótlega, er geðvandi. Jafnvel þó ekki væri hægt að ná 1/10 þeirra út á vinnumarkaðinn væri það gríðarleg tekjusköpun og kostnaðarhagræðing fyrir ríkið. Og það er hópur sem á langa starfsævi framundan. Það er því marg milljarða svigrúm sem ríkið hefur til þess að setja í geðheilbrigðismál áður en það fer að hafa neikvæð fjárhagsleg áhrif. Allt útlit er fyrir að við græðum stórlega efnahagslega séð sem og aukum lífsánægju með því að auka slík fjárútlát. Ég tel því, út frá efnahagslegum og skaðaminnkunar sjónarmiðum, að það sé öllum Íslendingum til hagsbóta að við aukum fjárframlög til geðheilbrigðismála og grípum fyrr, oftar og betur inn í. Af tengdri umræðu þá styð ég lögleiðingu vímuefna út frá efnahagslegum, skaðaminnkunar og persónufrelsis sjónarmiðum. Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. 1 https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/sjalfsvig/ 2 https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/danarorsakir/lyfjatengdandlat/ 3 https://www.althingi.is/altext/149/s/0430.html 4 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/07/09/medaltekjur_573_thusund_a_manudi/ 5 https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Felagsmalaraduneytid/N%C3%BDtt%20kerfi%20starfsendurh%C3%A6fingar%20og%20mats%20%C3%A1%20starfsgetu.pdf
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar