Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29 | Heimamenn lögðu botnliðið og fóru tímabundið á toppinn Andri Már Eggertsson skrifar 18. febrúar 2021 21:00 FH Haukar Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson FH-ingar unnu botnlið ÍR með fimm marka mun er liðin mættust í Kaplakrika í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur leiksins 34-29 og ÍR því sem fyrr án stiga á botni deildarinnar. FH komst aftur á beinu brautina eftir að hafa gert jafntefli í seinustu umferð á móti grönnum sínum úr Hafnarfirði. Leikurinn endaði 34 - 29 og var leikurinn aldrei spennandi eftir að FH komst yfir snemma leiks. FH setti tóninn strax í upphafi leiks og sýndu úr hverju þeir eru gerðir. FH skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins sem leiddi þá síðan í 5 -1 forystu sem endaði á því að Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR tók leikhlé. Sóknarleikur ÍR var mjög slakur til að byrja með í leiknum og áttu þeir erfitt með að leysa varnarleik FH sem var mjög góður og stóð vaktina vel. Eftir að rúmlega korter var liðið af leiknum var ÍR aðeins búið að skora 4 mörk. Birgir Már Birgisson átti glimrandi fyrri hálfleik í hægra horni FH. Birgir var snöggur fram í hraðahlaupunum jafnt sem pottþéttur í horninu, Birgir endaði fyrri hálfleikinn með 8 mörk úr 9 skotum. ÍR rifu sig hraustlega í gang í seinni hálfleik og áttu frábæran kafla til að byrja með. ÍR skoraði fjögur mörk á stuttum tíma á meðan FH gerði aðeins eitt sem endaði á að Sigursteinn Ardal þjálfari FH tók leikhlé. Ólafur Haukur Matthíasson var vítamín sprautan sem ÍR þurfti, Ólafur kom inná í vinstra hornið eftir að hafa setið á bekknum allan fyrri hálfleik. Ólafur reyndi hvað hann gat að minnka bilið og skilaði hann 9 mörkum. Þó seinni hálfleikur FH var ekki eins góður og sá fyrri náðu þeir upp góðum varnarleik þegar á þurfti sem skilaði þeim hraðahlaupum og gerðu þeir endanlega út um leikinn sem endaði með 34 -29 sigri heimamanna. Af hverju vann FH? Góður fyrri hálfleikur FH var það sem skildi liðin af, FH var 9 mörkum yfir í hálfleik og einkenndist góðar 30 mínútur liðsins á hraðahlaupum og þéttri vörn. Þó FH hafi ekki spilað seinni hálfleikinn eins vel hleyptu þeir ÍR aldrei inn í leikinn og gátu þeir rúllað vel á hópnum enda eru þeir að spila 3 leiki á 7 dögum. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Már Birgisson fór á kostum í hægra horni FH í fyrri hálfleik. Birgir gerði 8 mörk á 30 mínútum og klikkaði hann aðeins einu skoti. Ólafur Haukur Matthiasson var ljósi punkturinn í leik ÍR. Ólafur spilaði aðeins seinni hálfleikinn og gerði mjög vel í vinstra horni ÍR þar sem hann gerði 9 mörk. Hvað gekk illa? FH gengu frá ÍR strax í upphafi leiks. FH skoraði 3 mörk á rúmlega 90 sekúndum og var liðið fljótt komið í 5-1 stöðu sem var alltof mikið fyrir ÍR sem eru enn í leit af sínum fyrstu stigum. ÍR virtist spila best þegar leikurinn var nánast tapaður og liðin mörgum mörkum undir þar sem liðið átti margar góðar sóknir og skoraði fullt af góðum mörkum en um leið og þetta gat mögulega orðið að leik þar sem þeir minnkuðu leikinn í 4 mörk hrökklaðist liðið í skelina sína og kastaði leiknum aftur frá sér. Hvað gerist næst? FH leikur sinn þriðja leik á sjö dögum þar sem liðið fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV á sunnudaginn klukkan 13:30 í beinni á Stöð 2 Sport. ÍR fær Hauka í heimsókn í Austurbergið á mánudeginum næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal: Vorum bara góðir í 30 mínútur í kvöld „ FH er komið aftur á sigurbrautina og eru stigin tvö alltaf það jákvæðasta úr öllum leikjum sem við spilum,” sagði Steini Arndal þjálfari FH eftir leik. Fyrri og seinni hálfleikur hjá Fimleikafélaginu var alveg svart og hvítt, þeir áttu frábæran fyrri hálfleik sem kláraði leikinn en mættu ekki alveg með sama takt í þann seinni. „Það vantaði mikið upp á liðs frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem við vorum alls ekki að spila einsog við hefðum viljað en ég endurtek að sigurinn er það mikilvægasta.” FH spilaði á mörgum mönnum í kvöld og gat þjálfari FH leyfti sér að horfa á allan bekkinn og notað sem flesta leikmenn enda mikið leikjaálag í deildinni þessa stundina. „Við erum með góða breidd og var það planið í kvöld að spila á breiddinni sem var það sem við gerðum. Phil Döhler var að glíma við örlítil meiðsli en er í toppstandi og verður hann klár í næsta leik eins og Egill Magnússon sem spilaði ekkert í kvöld.” Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍR Handbolti Íslenski handboltinn
FH-ingar unnu botnlið ÍR með fimm marka mun er liðin mættust í Kaplakrika í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur leiksins 34-29 og ÍR því sem fyrr án stiga á botni deildarinnar. FH komst aftur á beinu brautina eftir að hafa gert jafntefli í seinustu umferð á móti grönnum sínum úr Hafnarfirði. Leikurinn endaði 34 - 29 og var leikurinn aldrei spennandi eftir að FH komst yfir snemma leiks. FH setti tóninn strax í upphafi leiks og sýndu úr hverju þeir eru gerðir. FH skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins sem leiddi þá síðan í 5 -1 forystu sem endaði á því að Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR tók leikhlé. Sóknarleikur ÍR var mjög slakur til að byrja með í leiknum og áttu þeir erfitt með að leysa varnarleik FH sem var mjög góður og stóð vaktina vel. Eftir að rúmlega korter var liðið af leiknum var ÍR aðeins búið að skora 4 mörk. Birgir Már Birgisson átti glimrandi fyrri hálfleik í hægra horni FH. Birgir var snöggur fram í hraðahlaupunum jafnt sem pottþéttur í horninu, Birgir endaði fyrri hálfleikinn með 8 mörk úr 9 skotum. ÍR rifu sig hraustlega í gang í seinni hálfleik og áttu frábæran kafla til að byrja með. ÍR skoraði fjögur mörk á stuttum tíma á meðan FH gerði aðeins eitt sem endaði á að Sigursteinn Ardal þjálfari FH tók leikhlé. Ólafur Haukur Matthíasson var vítamín sprautan sem ÍR þurfti, Ólafur kom inná í vinstra hornið eftir að hafa setið á bekknum allan fyrri hálfleik. Ólafur reyndi hvað hann gat að minnka bilið og skilaði hann 9 mörkum. Þó seinni hálfleikur FH var ekki eins góður og sá fyrri náðu þeir upp góðum varnarleik þegar á þurfti sem skilaði þeim hraðahlaupum og gerðu þeir endanlega út um leikinn sem endaði með 34 -29 sigri heimamanna. Af hverju vann FH? Góður fyrri hálfleikur FH var það sem skildi liðin af, FH var 9 mörkum yfir í hálfleik og einkenndist góðar 30 mínútur liðsins á hraðahlaupum og þéttri vörn. Þó FH hafi ekki spilað seinni hálfleikinn eins vel hleyptu þeir ÍR aldrei inn í leikinn og gátu þeir rúllað vel á hópnum enda eru þeir að spila 3 leiki á 7 dögum. Hverjir stóðu upp úr? Birgir Már Birgisson fór á kostum í hægra horni FH í fyrri hálfleik. Birgir gerði 8 mörk á 30 mínútum og klikkaði hann aðeins einu skoti. Ólafur Haukur Matthiasson var ljósi punkturinn í leik ÍR. Ólafur spilaði aðeins seinni hálfleikinn og gerði mjög vel í vinstra horni ÍR þar sem hann gerði 9 mörk. Hvað gekk illa? FH gengu frá ÍR strax í upphafi leiks. FH skoraði 3 mörk á rúmlega 90 sekúndum og var liðið fljótt komið í 5-1 stöðu sem var alltof mikið fyrir ÍR sem eru enn í leit af sínum fyrstu stigum. ÍR virtist spila best þegar leikurinn var nánast tapaður og liðin mörgum mörkum undir þar sem liðið átti margar góðar sóknir og skoraði fullt af góðum mörkum en um leið og þetta gat mögulega orðið að leik þar sem þeir minnkuðu leikinn í 4 mörk hrökklaðist liðið í skelina sína og kastaði leiknum aftur frá sér. Hvað gerist næst? FH leikur sinn þriðja leik á sjö dögum þar sem liðið fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV á sunnudaginn klukkan 13:30 í beinni á Stöð 2 Sport. ÍR fær Hauka í heimsókn í Austurbergið á mánudeginum næstkomandi. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH.Vísir/Vilhelm Sigursteinn Arndal: Vorum bara góðir í 30 mínútur í kvöld „ FH er komið aftur á sigurbrautina og eru stigin tvö alltaf það jákvæðasta úr öllum leikjum sem við spilum,” sagði Steini Arndal þjálfari FH eftir leik. Fyrri og seinni hálfleikur hjá Fimleikafélaginu var alveg svart og hvítt, þeir áttu frábæran fyrri hálfleik sem kláraði leikinn en mættu ekki alveg með sama takt í þann seinni. „Það vantaði mikið upp á liðs frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem við vorum alls ekki að spila einsog við hefðum viljað en ég endurtek að sigurinn er það mikilvægasta.” FH spilaði á mörgum mönnum í kvöld og gat þjálfari FH leyfti sér að horfa á allan bekkinn og notað sem flesta leikmenn enda mikið leikjaálag í deildinni þessa stundina. „Við erum með góða breidd og var það planið í kvöld að spila á breiddinni sem var það sem við gerðum. Phil Döhler var að glíma við örlítil meiðsli en er í toppstandi og verður hann klár í næsta leik eins og Egill Magnússon sem spilaði ekkert í kvöld.” Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti