Heimsfaraldur - hvað tekur við? Valgerður Árnadóttir skrifar 22. febrúar 2021 17:31 Heimsfaraldur vs. loftslagsvá Nú þegar við erum komin með bóluefni fyrir covid-19 þá ríkir von um að við séum að sigrast á þessum heimsfaraldri í eitt skipti fyrir öll. Við vonum öll að önnur bylgja heimsfaraldurs skelli ekki á okkur en það er þó önnur bylgja sem við verðum að tækla, sem er óumflýjanleg að sigrast á, til að líf okkar geti haldið áfram. Það sem af er þá hafa 29 látist af völdum covid-19 á Íslandi en árlega deyja hér um 120 manns vegna svifryksmengunar. Hvers vegna er ekki tekið á þeim vanda? Það er von mín að við tæklum loftslagsbreytingar af sömu staðfestu og af jafnmikilli alvöru og við gerðum með covid -19. Ef það er eitthvað sem undanfarið ár hefur kennt okkur þá var það að hlusta á vísindamenn og að afneita ekki alvarleika várinnar sem við stóðum frammi fyrir. Við höfum lært að sýna samstöðu og breyta okkar lifnaðarháttum burtséð frá pólítískri afstöðu okkar og sérhagsmunum og það þurfum við líka að gera til að takast á við loftslagsvána. Aðgerðir vegna loftslagsbreytinga er okkar stærsta verkefni og við þurfum að treysta á vísindamenn og grípa til markvissra aðgerða sem ráðast ekki af hagsmunatengslum og pólitík. Þegar aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hvatti til þess að ríki heims gripu til róttækari loftslagsaðgerða og lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum (að loknum leiðtogafundi G7-ríkjanna í Biarritz í Frakklandi í ágúst 2019 ) þá sendu helstu náttúruverndarsamtök Íslands áskorun á forsætisráðherra að verða við þessu og lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Við Píratar tókum undir þá áskorun og samþykktum í kosningakerfi okkar ályktun varðandi neyðarástand í loftslagsmálum. Því miður þá fór allur fókus þjóðfélagsins nokkrum mánuðum síðar á að tækla Covid-19 og alveg óvart minnkaði losun gróðurhúsaloftegunda um 5-6% á heimsvísu vegna faraldursins. Lítið var um flugsamgöngur og framleiðni minnkaði sem hafði jákvæð áhrif á loftslagið, en betur má ef duga skal! Uppbygging efnahags Það er ljóst að okkar bíður það verkefni að byggja upp efnahag okkar eftir faraldurinn. Ég er hrædd um miðað við þær aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn fór í að styrkja mengandi stórfyrirtæki og arðbær ferðaþjónustufyrirtæki, að fókus þeirra verði áfram á röngum stað. Við höfum nú tækifæri til að byggja þjóðfélag okkar upp og þá verðum við að vera raunsæ. Faraldurinn hefur haft slæm efnahagsleg áhrif á alla heimsbyggðina og ferðamenn munu ekki taka að streyma hingað í sama mæli og áður í náinni framtíð, við getum ekki sett öll eggin okkar í körfu ferðaþjónustunnar. Allar okkar aðgerðir þurfa að miðast við að við uppfyllum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsáttmálanum þar sem þolmörk jarðar nálgast það að hafa óafturkræfar afleiðingar fyrir allt líf á jörðinni. Velsældarhagkerfið og hringrásarhagkerfið Við þurfum að byggja upp efnahagskerfi sem styrkir innviði okkar og hlúir að velferð okkar um leið og við drögum úr loftslagsbreytingum. Það gerum við með mótvægisaðgerðum samhliða því að skipuleggja og hefja aðlögun sem dregur úr óumflýjanlegum afleiðingum hlýnunar. Við þurfum að byggja efnahagskerfið upp með mið af velsældarhagkerfi og hringrásarhagkerfi fremur en að einblína á skammtímalausnir sem stríða gegn markmiðum okkar í loftslagsaðgerðum. Við getum ekki leyft íhaldssömum stjórnmálamönnum að halda þeirri orðræðu á lofti lengur að kapítalismi sé náttúrulögmál, hann er það ekki. Píratar eru með greinargóða Loftslagsaðlögunarstefnu til að tækla þennan vanda. Við viljum efla nýsköpun og tækifæri í sjálfbærri framleiðslu, nýta okkar hreinu orku og umbylta landbúnaðarkerfinu svo að fólki gefist aukin tækifæri til sjálfbærrar ræktunar, skynsamlegrar nýtingu lands, skógræktar og endurheimt votlendis. Fólksflótti og borgaralaun Heimsbyggðin öll þjáist vegna loftslagsbreytinga og Covid-19 og aldrei hafa jafn margir flóttamenn verið á vergangi vegna uppskerubrests og stríðsástands. Við Píratar höfum frá upphafi bent á mikilvægi borgaralauna (universal basic income) og hefur sú lausn nú náð svo langt að Francis páfi lagði til að við tökum ábyrgð á því að neysla okkar vestrænu þjóða hefur ollið þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir og að þennan vanda eigi að tækla með borgaralaunum fyrir alla heimsbyggðina. Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Þó að við séum lítil í stóra samhenginu þá þurfum við að byrja á okkur sjálfum. Fórn eða blessun Þær fórnir sem við þurfum að færa til að takast á við loftslagsvána hafa í raun minni áhrif á okkar daglega líf en þær sem við höfum í gegnum heimsfaraldur þurft að færa. Við höfum virt samkomutakmarkanir, haldið okkur heima og ekki getað hitt eða faðmað okkar nánustu fjölskyldu, ekki getað haldið afmælisveislur, brúðkaup eða farið á tónleika. Fórnir okkar vegna Covid-19 ýtti undir einmanaleika og almennt vonleysi og leiða, en hann gaf líka foreldrum meiri tíma með börnum sínum, við eyddum minna í óþarfa og minni tíma í umferðinni. Til að takast á við loftslagsbreytingar þá þurfum við öll að taka ábyrgð en það inniber ekki að einangra sig félagslega, þvert á móti. Við getum þrátt fyrir loftslagsvá nefnilega faðmast eins og við viljum og lifað lífinu svipað og fyrir kófið, en við þurfum að minnka óþarfa neyslu á mengandi afurðum, endurnýta og rækta mat, keyra minna og nota almenningssamgöngur og ganga/hjóla frekar. Vinna oftar heima ef við viljum/getum, styrkja nærumhverfi okkar og bera virðingu fyrir okkur sjálfum og náttúrunni. Það hljómar ekki svo skelflega er það? Fyrst við gátum tæklað heimsfaraldur þá getum við tæklað loftslagsvána, við getum þetta saman! Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík til alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Valgerður Árnadóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsfaraldur vs. loftslagsvá Nú þegar við erum komin með bóluefni fyrir covid-19 þá ríkir von um að við séum að sigrast á þessum heimsfaraldri í eitt skipti fyrir öll. Við vonum öll að önnur bylgja heimsfaraldurs skelli ekki á okkur en það er þó önnur bylgja sem við verðum að tækla, sem er óumflýjanleg að sigrast á, til að líf okkar geti haldið áfram. Það sem af er þá hafa 29 látist af völdum covid-19 á Íslandi en árlega deyja hér um 120 manns vegna svifryksmengunar. Hvers vegna er ekki tekið á þeim vanda? Það er von mín að við tæklum loftslagsbreytingar af sömu staðfestu og af jafnmikilli alvöru og við gerðum með covid -19. Ef það er eitthvað sem undanfarið ár hefur kennt okkur þá var það að hlusta á vísindamenn og að afneita ekki alvarleika várinnar sem við stóðum frammi fyrir. Við höfum lært að sýna samstöðu og breyta okkar lifnaðarháttum burtséð frá pólítískri afstöðu okkar og sérhagsmunum og það þurfum við líka að gera til að takast á við loftslagsvána. Aðgerðir vegna loftslagsbreytinga er okkar stærsta verkefni og við þurfum að treysta á vísindamenn og grípa til markvissra aðgerða sem ráðast ekki af hagsmunatengslum og pólitík. Þegar aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hvatti til þess að ríki heims gripu til róttækari loftslagsaðgerða og lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum (að loknum leiðtogafundi G7-ríkjanna í Biarritz í Frakklandi í ágúst 2019 ) þá sendu helstu náttúruverndarsamtök Íslands áskorun á forsætisráðherra að verða við þessu og lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Við Píratar tókum undir þá áskorun og samþykktum í kosningakerfi okkar ályktun varðandi neyðarástand í loftslagsmálum. Því miður þá fór allur fókus þjóðfélagsins nokkrum mánuðum síðar á að tækla Covid-19 og alveg óvart minnkaði losun gróðurhúsaloftegunda um 5-6% á heimsvísu vegna faraldursins. Lítið var um flugsamgöngur og framleiðni minnkaði sem hafði jákvæð áhrif á loftslagið, en betur má ef duga skal! Uppbygging efnahags Það er ljóst að okkar bíður það verkefni að byggja upp efnahag okkar eftir faraldurinn. Ég er hrædd um miðað við þær aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn fór í að styrkja mengandi stórfyrirtæki og arðbær ferðaþjónustufyrirtæki, að fókus þeirra verði áfram á röngum stað. Við höfum nú tækifæri til að byggja þjóðfélag okkar upp og þá verðum við að vera raunsæ. Faraldurinn hefur haft slæm efnahagsleg áhrif á alla heimsbyggðina og ferðamenn munu ekki taka að streyma hingað í sama mæli og áður í náinni framtíð, við getum ekki sett öll eggin okkar í körfu ferðaþjónustunnar. Allar okkar aðgerðir þurfa að miðast við að við uppfyllum skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsáttmálanum þar sem þolmörk jarðar nálgast það að hafa óafturkræfar afleiðingar fyrir allt líf á jörðinni. Velsældarhagkerfið og hringrásarhagkerfið Við þurfum að byggja upp efnahagskerfi sem styrkir innviði okkar og hlúir að velferð okkar um leið og við drögum úr loftslagsbreytingum. Það gerum við með mótvægisaðgerðum samhliða því að skipuleggja og hefja aðlögun sem dregur úr óumflýjanlegum afleiðingum hlýnunar. Við þurfum að byggja efnahagskerfið upp með mið af velsældarhagkerfi og hringrásarhagkerfi fremur en að einblína á skammtímalausnir sem stríða gegn markmiðum okkar í loftslagsaðgerðum. Við getum ekki leyft íhaldssömum stjórnmálamönnum að halda þeirri orðræðu á lofti lengur að kapítalismi sé náttúrulögmál, hann er það ekki. Píratar eru með greinargóða Loftslagsaðlögunarstefnu til að tækla þennan vanda. Við viljum efla nýsköpun og tækifæri í sjálfbærri framleiðslu, nýta okkar hreinu orku og umbylta landbúnaðarkerfinu svo að fólki gefist aukin tækifæri til sjálfbærrar ræktunar, skynsamlegrar nýtingu lands, skógræktar og endurheimt votlendis. Fólksflótti og borgaralaun Heimsbyggðin öll þjáist vegna loftslagsbreytinga og Covid-19 og aldrei hafa jafn margir flóttamenn verið á vergangi vegna uppskerubrests og stríðsástands. Við Píratar höfum frá upphafi bent á mikilvægi borgaralauna (universal basic income) og hefur sú lausn nú náð svo langt að Francis páfi lagði til að við tökum ábyrgð á því að neysla okkar vestrænu þjóða hefur ollið þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir og að þennan vanda eigi að tækla með borgaralaunum fyrir alla heimsbyggðina. Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Þó að við séum lítil í stóra samhenginu þá þurfum við að byrja á okkur sjálfum. Fórn eða blessun Þær fórnir sem við þurfum að færa til að takast á við loftslagsvána hafa í raun minni áhrif á okkar daglega líf en þær sem við höfum í gegnum heimsfaraldur þurft að færa. Við höfum virt samkomutakmarkanir, haldið okkur heima og ekki getað hitt eða faðmað okkar nánustu fjölskyldu, ekki getað haldið afmælisveislur, brúðkaup eða farið á tónleika. Fórnir okkar vegna Covid-19 ýtti undir einmanaleika og almennt vonleysi og leiða, en hann gaf líka foreldrum meiri tíma með börnum sínum, við eyddum minna í óþarfa og minni tíma í umferðinni. Til að takast á við loftslagsbreytingar þá þurfum við öll að taka ábyrgð en það inniber ekki að einangra sig félagslega, þvert á móti. Við getum þrátt fyrir loftslagsvá nefnilega faðmast eins og við viljum og lifað lífinu svipað og fyrir kófið, en við þurfum að minnka óþarfa neyslu á mengandi afurðum, endurnýta og rækta mat, keyra minna og nota almenningssamgöngur og ganga/hjóla frekar. Vinna oftar heima ef við viljum/getum, styrkja nærumhverfi okkar og bera virðingu fyrir okkur sjálfum og náttúrunni. Það hljómar ekki svo skelflega er það? Fyrst við gátum tæklað heimsfaraldur þá getum við tæklað loftslagsvána, við getum þetta saman! Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík til alþingiskosninga 2021.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun