Málsvörn fimmmenninganna: Opið bréf til Kára Stefánssonar Úlfur Atli Stefaníuson skrifar 23. febrúar 2021 15:30 Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sæll Kári. Ég vil hefja þessa grein á því að þakka þér fyrir gott framlag gegn veirunni, sem og fyrir vinnuna sem fór í að kanna möguleikann á rannsókn með Pfizer. Persónulega, eins og margir aðrir, var ég fyrst og fremst upptekinn af því að rannsóknin yrði að veruleika, enda mikil spenna og væntingar í samfélaginu á tímabili. Fyrir mitt leyti, þá gerði þessi grein fimmmenninganna mér kleift að sjá hlutina í aðeins víðara samhengi. Vissulega varð ekkert úr rannsókninni, en það skaðar þó aldrei neinn að velta fyrir sér hlutunum út frá fersku sjónarhorni. Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin nú þegar komnir í þessar pælingar en það er kostur þegar almenningur fær tækifæri til þess að vera með í þeim. Þessi grein heimspekinganna var því ágætis innlegg í umræðuna rétt eins og ýmsir pistlar þínir. Ég ætla ekki að leggja í þá vegferð að vega og meta kosti röksemdanna sem búa þar að baki, mig langar fremur til þess að grípa þennan bolta og koma með mínar eigin vangaveltur um samfélagsumræðuna nú til dags. Sem samfélag í heild þá held ég að við ættum að passa okkur á því að tala ekki niður fólk sem nálgast hlutina út frá öðruvísi sjónarhorni en við sjálf. Samfélagið þrífst nefnilega best þegar við leggjum okkur fram við að vera málefnaleg og erum opin fyrir því að taka skoðanir annarra til vangaveltu. Munum að það er eitt af hlutverkum heimspekinga að velta steinum, spyrja erfiðra spurninga um framtíðina og gera sitt besta til þess að bjóða öðru fólki með í þær vangaveltur. Í þessu samhengi getum við einnig talað um „heimspekinga“ í mun víðara samhengi en einungis prófessora í háskólum. Það er öllum frjálst að tileinka sér heimspekilegt hugarfar og ég held að við gerum það flest ómeðvitað að einhverju leyti. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort við sem samfélag hefðum ekki gott af því ef þessi metingur á milli raunvísinda, félagsvísinda og hugvísinda myndi lúta í lægra haldi fyrir jákvæðri umræðu um samvinnuflöt þessara þriggja víðu sviða. Boltinn er hjá ykkur kæra samfélag. Höfundur er nemandi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar