Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 14:00 Nikolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. Tvö ár af þremur eru skilorðsbundin. Samkvæmt frétt France24 er ólíklegt að Sarkozy muni sitja í fangelsi vegna dómsins. Það gerist sjaldan í Frakklandi nema fangar séu dæmdir til minnst tveggja ára fangelsisvistar. Forsetinn fyrrverandi á rétt á því að biðja um að afplána dóm sinn í stofufangelsi. Auk Sarkozy fengu lögmaðurinn Thierry Herzog og dómarinn Gilbert Azibert sama dóm. Sarkozy og Herzog voru fundnir sekir um að að múta Azibert, sem sendi þeim upplýsingar um rannsókn á greiðslum sem framboðs Sarkozy fékk frá hinni auðugu Liliane Bettencourt, erfingja franska L'Oréal veldisins. Málið byggði á upptökum af samtölum Sarkozy og Herzog. Á einni upptöku sagðist Sarkozy ætla að útvega Azibert starf í Mónakó, sem hann gerði að vísu aldrei. Frönsk lög gera samt ekki greinarmun á tilraun til mútugreiðslna og mútugreiðslum. Sarkozy, sem var forseti frá 2007 til 2012, hefur þvertekið fyrir ásakanirnar og segist vera fórnarlamb nornaveiða saksóknara, samkvæmt frétt fréttaveitunnar Reuters. Hann hefur tíu daga til að áfrýja niðurstöðunni. Sarkozy er annar fyrrverandi forseti Frakklands sem er dæmdur fyrir spillingu á undanförnum árum. Jacques Chirac var dæmdur árið 2011. Rannsókn leiddi að endingu í ljós að Sarkozy hefði ekki brotið lög varðandi greiðslurnar frá Bettencourt. Hann er þó enn til rannsóknar vegna greiðslna sem hann er sakður um að hafa þegið frá Muamma Gaddafí, fyrrverandi einræðisherra Líbíu. Frakkland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Tvö ár af þremur eru skilorðsbundin. Samkvæmt frétt France24 er ólíklegt að Sarkozy muni sitja í fangelsi vegna dómsins. Það gerist sjaldan í Frakklandi nema fangar séu dæmdir til minnst tveggja ára fangelsisvistar. Forsetinn fyrrverandi á rétt á því að biðja um að afplána dóm sinn í stofufangelsi. Auk Sarkozy fengu lögmaðurinn Thierry Herzog og dómarinn Gilbert Azibert sama dóm. Sarkozy og Herzog voru fundnir sekir um að að múta Azibert, sem sendi þeim upplýsingar um rannsókn á greiðslum sem framboðs Sarkozy fékk frá hinni auðugu Liliane Bettencourt, erfingja franska L'Oréal veldisins. Málið byggði á upptökum af samtölum Sarkozy og Herzog. Á einni upptöku sagðist Sarkozy ætla að útvega Azibert starf í Mónakó, sem hann gerði að vísu aldrei. Frönsk lög gera samt ekki greinarmun á tilraun til mútugreiðslna og mútugreiðslum. Sarkozy, sem var forseti frá 2007 til 2012, hefur þvertekið fyrir ásakanirnar og segist vera fórnarlamb nornaveiða saksóknara, samkvæmt frétt fréttaveitunnar Reuters. Hann hefur tíu daga til að áfrýja niðurstöðunni. Sarkozy er annar fyrrverandi forseti Frakklands sem er dæmdur fyrir spillingu á undanförnum árum. Jacques Chirac var dæmdur árið 2011. Rannsókn leiddi að endingu í ljós að Sarkozy hefði ekki brotið lög varðandi greiðslurnar frá Bettencourt. Hann er þó enn til rannsóknar vegna greiðslna sem hann er sakður um að hafa þegið frá Muamma Gaddafí, fyrrverandi einræðisherra Líbíu.
Frakkland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira