Geðheilbrigðismál í forgangi Svandís Svavarsdóttir og Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifa 5. mars 2021 07:00 Við höfum góða geðheilsu ef okkur líður yfirleitt vel, þekkjum eigin styrk- og veikleika og getum nýtt þá til að ná fram því besta í okkur sjálfum. Ef geðheilsa okkar er góð erum við betur í stakk búin til að takast á við hversdaginn og ráðum betur við krefjandi aðstæður og erfiðleika. Í umræðu um geðheilbrigðisþjónustu vill gjarnan gleymast að langflestir glíma við geðrænan vanda einhvern tímann á lífsleiðinni; hvort sem um tímabundna vanlíðan ræðir eða langvarandi veikindi. Talið er að um 24% Íslendinga muni upplifa einhvers konar geðröskun á ævinni. Fordómar gagnvart geðsjúkdómum og þekkingarleysi á einkennum og afleiðingum þeirra er því miður enn of algengt í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að í heilbrigðiskerfinu okkar sé í boði viðeigandi þjónusta fyrir þau sem glíma við geðheilsuvanda, og að við aukum fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra til að draga úr fordómum. Útrýmum jaðarsetningu Fólk með geðrænan vanda mætir of oft skilningsleysi af hálfu samfélagsins. Slíkt skilningsleysi getur skilað sér í því að þau sem glíma við slíkan vanda verða fyrir aðkasti og fordómum, eiga í erfiðleikum með að fá vinnu og eru jafnvel talin hættulegri en annað fólk, svo dæmi séu nefnd. Fordómar geta líka haft þau áhrif að fólk leitar sér síður hjálpar. Jaðarsetning fólks sem glímir við geðrænan vanda er veruleiki sem þarf að útrýma. Við þurfum að passa betur upp á hvert annað og vinna markvisst að því að eyða fordómum fyrir geðsjúkdómum úr samfélaginu. Til að því megi koma við þarf markvisst að auka fræðslu og forvarnir, hætta að skilgreina fólk út frá veikindum og breyta markvisst neikvæðri orðræðu um geðsjúkdóma. Þannig tryggjum við að þau sem þarfnast geðheilbrigðisþjónustu njóti sömu virðingar og þau sem glíma við líkamleg veikindi. Efling geðheilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði í þessu samhengi. Margt hefur gerst í geðheilbrigðismálum á kjörtímabilinu Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið efld mikið á kjörtímabilinu og aðgengi að henni bætt um allt land. Í fyrsta lagi má nefna að á kjörtímabilinu hefur fjárveiting til geðþjónustu innan heilsugæslunnar stóraukist, en aukningin nemur rúmlega 800 milljónum króna. Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 og á fjárlögum 2021 var samþykkt 540 milljóna króna viðbótarfjárveiting á hvoru ári vegna Covid-19 til að efla þverfaglegra geðheilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóreflt um land allt. Til dæmis hefur sálfræðingum í heilsugæslunni fjölgað úr 33 upp í um 66 á kjörtímabilinu. Geðheilsuteymi um land allt hafa verið fjármögnuð og hafa tekið til starfa en árið 2020 sinntu teymin rúmlega 2600 manns. Sérstakt geðheilsuteymi fyrir fanga hefur tekið til starfa, sérstakt geðheilsuteymi fyrir fjölskyldur og annað teymi fyrir fólk með þroskahömlum og skyldar raskanir. Til að bregðast sérstaklega við aðstæðum tengdum Covid-19 var í apríl 2020 sett á fót geðráð sem hefur það hlutverk að tryggja samhæfða upplýsingagjöf til notenda geðheilbrigðisþjónustu. Einnig sem viðbragð við Covid-19 faraldrinum hafa tveir stýrihópar verið stofnaðir, annars vegar til að vakta geðheilsu þjóðarinnar og hins vegar til að vakta lýðheilsu þjóðarinnar á tímum heimsfaraldurs. Í lok árs 2020 var boðað til geðheilbrigðisþings um stefnumótun og framtíðarsýn og nú er unnið að heildarstefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 í heilbrigðisráðuneytinu. Stefnan verður byggð á heilbrigðisstefnu. Hvert stefnir Vinstrihreyfingin – grænt framboð? Mikilvægt er að halda áfram að byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur í geðheilbrigðismálum á síðastliðnu kjörtímabili. Í velferðarstefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er meðal annars lögð áhersla á öfluga geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni og öflugar forvarnir þegar kemur að geðheilbrigði. Öllum þarf að gefast kostur á þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem þau þarfnast og hafa rétt á, óháð búsetu, fjárhag og félagslegum aðstæðum. Með því að tryggja og efla þjónustuna drögum við líka úr fordómum. Ekki má gleymast að geðrænn vandi hefur ekki eingöngu áhrif á þau sem við hann glíma heldur umhverfi þeirra, aðstandendur og samfélagið í heild. Án fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu glatast dýrmætur mannauður og því er hagur allra að setja geðheilbrigðismálin í forgang. Það viljum við gera áfram. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Helga Margrét Jóhannesdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðismál Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Við höfum góða geðheilsu ef okkur líður yfirleitt vel, þekkjum eigin styrk- og veikleika og getum nýtt þá til að ná fram því besta í okkur sjálfum. Ef geðheilsa okkar er góð erum við betur í stakk búin til að takast á við hversdaginn og ráðum betur við krefjandi aðstæður og erfiðleika. Í umræðu um geðheilbrigðisþjónustu vill gjarnan gleymast að langflestir glíma við geðrænan vanda einhvern tímann á lífsleiðinni; hvort sem um tímabundna vanlíðan ræðir eða langvarandi veikindi. Talið er að um 24% Íslendinga muni upplifa einhvers konar geðröskun á ævinni. Fordómar gagnvart geðsjúkdómum og þekkingarleysi á einkennum og afleiðingum þeirra er því miður enn of algengt í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að í heilbrigðiskerfinu okkar sé í boði viðeigandi þjónusta fyrir þau sem glíma við geðheilsuvanda, og að við aukum fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra til að draga úr fordómum. Útrýmum jaðarsetningu Fólk með geðrænan vanda mætir of oft skilningsleysi af hálfu samfélagsins. Slíkt skilningsleysi getur skilað sér í því að þau sem glíma við slíkan vanda verða fyrir aðkasti og fordómum, eiga í erfiðleikum með að fá vinnu og eru jafnvel talin hættulegri en annað fólk, svo dæmi séu nefnd. Fordómar geta líka haft þau áhrif að fólk leitar sér síður hjálpar. Jaðarsetning fólks sem glímir við geðrænan vanda er veruleiki sem þarf að útrýma. Við þurfum að passa betur upp á hvert annað og vinna markvisst að því að eyða fordómum fyrir geðsjúkdómum úr samfélaginu. Til að því megi koma við þarf markvisst að auka fræðslu og forvarnir, hætta að skilgreina fólk út frá veikindum og breyta markvisst neikvæðri orðræðu um geðsjúkdóma. Þannig tryggjum við að þau sem þarfnast geðheilbrigðisþjónustu njóti sömu virðingar og þau sem glíma við líkamleg veikindi. Efling geðheilbrigðisþjónustunnar er grundvallaratriði í þessu samhengi. Margt hefur gerst í geðheilbrigðismálum á kjörtímabilinu Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið efld mikið á kjörtímabilinu og aðgengi að henni bætt um allt land. Í fyrsta lagi má nefna að á kjörtímabilinu hefur fjárveiting til geðþjónustu innan heilsugæslunnar stóraukist, en aukningin nemur rúmlega 800 milljónum króna. Í fjáraukalögum fyrir árið 2020 og á fjárlögum 2021 var samþykkt 540 milljóna króna viðbótarfjárveiting á hvoru ári vegna Covid-19 til að efla þverfaglegra geðheilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið stóreflt um land allt. Til dæmis hefur sálfræðingum í heilsugæslunni fjölgað úr 33 upp í um 66 á kjörtímabilinu. Geðheilsuteymi um land allt hafa verið fjármögnuð og hafa tekið til starfa en árið 2020 sinntu teymin rúmlega 2600 manns. Sérstakt geðheilsuteymi fyrir fanga hefur tekið til starfa, sérstakt geðheilsuteymi fyrir fjölskyldur og annað teymi fyrir fólk með þroskahömlum og skyldar raskanir. Til að bregðast sérstaklega við aðstæðum tengdum Covid-19 var í apríl 2020 sett á fót geðráð sem hefur það hlutverk að tryggja samhæfða upplýsingagjöf til notenda geðheilbrigðisþjónustu. Einnig sem viðbragð við Covid-19 faraldrinum hafa tveir stýrihópar verið stofnaðir, annars vegar til að vakta geðheilsu þjóðarinnar og hins vegar til að vakta lýðheilsu þjóðarinnar á tímum heimsfaraldurs. Í lok árs 2020 var boðað til geðheilbrigðisþings um stefnumótun og framtíðarsýn og nú er unnið að heildarstefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 í heilbrigðisráðuneytinu. Stefnan verður byggð á heilbrigðisstefnu. Hvert stefnir Vinstrihreyfingin – grænt framboð? Mikilvægt er að halda áfram að byggja ofan á þann árangur sem náðst hefur í geðheilbrigðismálum á síðastliðnu kjörtímabili. Í velferðarstefnu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er meðal annars lögð áhersla á öfluga geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni og öflugar forvarnir þegar kemur að geðheilbrigði. Öllum þarf að gefast kostur á þeirri geðheilbrigðisþjónustu sem þau þarfnast og hafa rétt á, óháð búsetu, fjárhag og félagslegum aðstæðum. Með því að tryggja og efla þjónustuna drögum við líka úr fordómum. Ekki má gleymast að geðrænn vandi hefur ekki eingöngu áhrif á þau sem við hann glíma heldur umhverfi þeirra, aðstandendur og samfélagið í heild. Án fullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu glatast dýrmætur mannauður og því er hagur allra að setja geðheilbrigðismálin í forgang. Það viljum við gera áfram. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Helga Margrét Jóhannesdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun