Ólíklegt að sprungan nái til sjávar með tilheyrandi öskugosi Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 14:47 Vísbendingar eru um að syðsti endi kvikugangsins liggi nú við dalinn Nátthaga, suður af Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að gossprunga sem opnast suður af Fagradalsfjalli nái til sjávar ef horft er til gossögunnar og jarðfræðirannsókna á svæðinu. Eins og staðan er núna er því ósennilegt að það gjósi neðansjávar með tilheyrandi öskugosi, að sögn vísindaráðs almannavarna. Skjálftavirkni nær nú upp af dalnum Nátthaga suður af Fagradalsfjalli sem gefur vísbendingar um að þar liggi syðsti endi kvikugangsins. Þetta kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Gögn sýna að kvikugangurinn heldur áfram að stækka en nokkur óvissa er um hversu hratt kvikuflæðið er. Síðustu daga hafa gögn bent til þess að kvikugangurinn hafi verið að færast í átt að suðurströndinni en nýjustu mælingar benda ekki til að gangurinn hafi færst að ráði síðasta sólarhringinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Líkt og fram hefur komið þarf að gera ráð fyrir því að það geti gosið á svæðinu á meðan kvikugangurinn heldur áfram að stækka. „Eftir því sem núverandi ástand varir lengur aukast líkur á gosi.“ Hafa bætt við mælistöðvum vegna mögulegrar gasmengunar Mikil skjálftavirkni hefur verið upp af dalnum Nátthaga frá miðnætti og klukkan 7.43 í morgun mældist skjálfti á svæðinu sem var 5,0 að stærð. Farið var yfir mögulega gasmengun ef kemur til goss á fundi vísindaráðs Almannavarna. Fór Umhverfisstofnun yfir þau mælitæki sem komið hefur verið fyrir til að fylgjast með mögulegri gasmengun, sem væri til dæmis í formi brennisteinsdíoxíðs (SO2). Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst.Vísir „Áður en þessar hræringar hófust var aðeins ein mælistöð á Reykjanesskaga sem mældi SO2 en það var stöð HS Orku í Grindavík. Umhverfisstofnun hefur sett upp tvo mæla til viðbótar, einn í Vogum og annan í Njarðvík og unnið er að því að fjölga enn frekar mælum í Reykjanesbæ til að fylgjast með styrk SO2,“ segir í tilkynningu. Þá hefur Veðurstofan sett upp dreifilíkan sem spáir fyrir um dreifingu gasmengunar út frá veðurspá hverju sinni. Með mælingum og dreifilíkaninu er hægt að meta áhrif mengunar af völdum mögulegs goss á íbúa á svæðinu og senda í framhaldinu út tilkynningar með skilaboðum um viðeigandi viðbrögð. Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. 11. mars 2021 18:48 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. 11. mars 2021 18:31 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Skjálftavirkni nær nú upp af dalnum Nátthaga suður af Fagradalsfjalli sem gefur vísbendingar um að þar liggi syðsti endi kvikugangsins. Þetta kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Gögn sýna að kvikugangurinn heldur áfram að stækka en nokkur óvissa er um hversu hratt kvikuflæðið er. Síðustu daga hafa gögn bent til þess að kvikugangurinn hafi verið að færast í átt að suðurströndinni en nýjustu mælingar benda ekki til að gangurinn hafi færst að ráði síðasta sólarhringinn, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum. Líkt og fram hefur komið þarf að gera ráð fyrir því að það geti gosið á svæðinu á meðan kvikugangurinn heldur áfram að stækka. „Eftir því sem núverandi ástand varir lengur aukast líkur á gosi.“ Hafa bætt við mælistöðvum vegna mögulegrar gasmengunar Mikil skjálftavirkni hefur verið upp af dalnum Nátthaga frá miðnætti og klukkan 7.43 í morgun mældist skjálfti á svæðinu sem var 5,0 að stærð. Farið var yfir mögulega gasmengun ef kemur til goss á fundi vísindaráðs Almannavarna. Fór Umhverfisstofnun yfir þau mælitæki sem komið hefur verið fyrir til að fylgjast með mögulegri gasmengun, sem væri til dæmis í formi brennisteinsdíoxíðs (SO2). Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst.Vísir „Áður en þessar hræringar hófust var aðeins ein mælistöð á Reykjanesskaga sem mældi SO2 en það var stöð HS Orku í Grindavík. Umhverfisstofnun hefur sett upp tvo mæla til viðbótar, einn í Vogum og annan í Njarðvík og unnið er að því að fjölga enn frekar mælum í Reykjanesbæ til að fylgjast með styrk SO2,“ segir í tilkynningu. Þá hefur Veðurstofan sett upp dreifilíkan sem spáir fyrir um dreifingu gasmengunar út frá veðurspá hverju sinni. Með mælingum og dreifilíkaninu er hægt að meta áhrif mengunar af völdum mögulegs goss á íbúa á svæðinu og senda í framhaldinu út tilkynningar með skilaboðum um viðeigandi viðbrögð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. 11. mars 2021 18:48 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. 11. mars 2021 18:31 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Bein útsending af Fagradalsfjalli Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur kvika brotið sér leið í átt að yfirborði jarðar. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu þar sem hægt er fylgjast með óróasvæðinu. 11. mars 2021 18:48
Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. 11. mars 2021 18:31