Byggjum nýtt geðsjúkrahús Karl Reynir Einarsson skrifar 17. mars 2021 07:30 Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2010 var opinbera hlutafélagið Nýr Landspítali stofnað á grundvelli laga nr. 64/2010 um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Nú er áætlað að nýr meðferðarkjarni verði tekinn í notkun árið 2025 eða 2026, eða rétt um 15 árum eftir að verkefnið fór formleg af stað. Hafi einhverjir borið þá von í brjósti að þessi stóra og metnaðarfulla framkvæmd myndi leysa húsnæðismál Landspítala, þá er það því miður ekki rétt. Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna. Dimmir, þröngir gangar einkenna húsnæðið og það hefur yfir sér sterkan stofnanablæ og viðhald ekki verið gott. Sumir þurfa að deila herbergi með öðrum. Hvaða áhrif ætli svona aðstæður hafi á líðan og bata þeirra þeirra leggjast inn á geðdeild á sínum erfiðustu stundum? Svarið liggur í augum uppi. Fleiri hús geðdeildar eru orðin úrelt. Starfsemi í húsnæðinu á Kleppi við Elliðaárvog, sem nú hýsir endurhæfingar-, öryggis-, og réttargeðdeild, hófst árið 1907, fyrir rúmri öld, þegar allt önnur viðhorf voru til geðraskana og meðferðarmöguleikar takmarkaðir. Húsnæðið ber þess glöggt merki. Að auki hefur komið fram að salernismál séu ekki í takt við kröfur nútímans og að loftræstikerfið sé ófullkomið, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef upp kemur bráð loftborin sýking líkt og COVID-19. Nýjar geðdeildir á Norðurlöndunum, þeim löndum sem við helst viljum bera okkur saman við, bera vitni um breytt hugarfar og stefnu í hönnun geðdeilda. Sem dæmi má t.d. nefna nýja geðdeild í Vejle í Danmörku, sem var verðlaunuð fyrir hönnun árið 2018 (European Healthcare Design Awards). Sú deild endurspeglar nýja hugmyndafræði. Byggingin er lágreist og allt rými og umhverfið hannað með sjúklinginn og líðan hans í huga. Vítt er til veggja og og hátt til lofts, birtan er góð og gert ráð fyrir að auðvelt sé að fara út og hreyfa sig í heilsusamlegu og aðlaðandi umhverfi. Þetta er mikilvægara en margir átta sig á, því það hefur endurtekið komið fram að einungis með því að breyta aðstöðunni á þennan hátt fækkar þeim tilfellum þar sem sjúklingar eru beittir nauðung. Þrátt fyrir að augljóst sé að húsnæðisvandi Landspítala verði ekki leystur nema með nýju húsnæði liggur ekki fyrir hvenær eða hvar á að byggja nýja geðdeild. Þetta er áhyggjuefni því reynslan sýnir að það getur tekið langan tíma frá því ákvörðun er tekin um uppbyggingu þar til framkvæmdum er lokið. Það er því fagnaðarefni að nú sé komin fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur fagfólks og hagsmunaaðila, sem leggi fram tillögur að byggingu nýs geðsjúkrahúss. Þetta er löngu tímabært og erfitt að sjá að hægt sé að vera á móti svona góðu málefni. Þingsályktunin kemur hins vegar frá þingmönnum eins stjórnarandstöðuflokkanna og það þarf því ekki mikla þekkingu á stjórnmálum til að spá fyrir um hver líklegustu örlög málsins verða. Það sem vekur hins vegar ákveðna bjartsýni að þingmenn allra flokka hafa sýnt geðheilbrigðismálum mikinn skilning og velvilja í umræðum um málaflokkinn. Nú er tækifæri til að sýna það í verki. Vel verður fylgst með afdrifum þessa máls. Ef menn telja einhverja tæknilega annmarka á þeirri þingsályktun, sem nú hefur verið sett fram, þá skora ég á fulltrúa allra flokka að setjast niður og koma sér saman um farsæla lausn. Ég neita að trúa því að það geti verið pólitískur ágreiningur um málið. Hefjum undirbúning nýrrar geðdeildar strax á þessu ári. Við megum ekki meiri tíma missa. Höfundur er formaður Geðlæknafélags Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun