Á að banna þjóðsönginn, dagatalið og þjóðfánann? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 18. mars 2021 09:30 Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun