Átt þú von á barni? Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Býrðu á landsbyggðinni? Katrín Sif Sigurgeirsdóttir skrifar 18. mars 2021 15:00 Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Aðgangur að heilbrigðisþjónustu Það er mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi að fólk hafi raunverulegt val um búsetu. Val um búsetu byggir á fjölmörgum áhrifaþáttum og þá fyrst og fremst framfærslumöguleikum og öryggi. Í því felst til að mynda öruggt húsnæði og öruggir atvinnumöguleikar. Öruggt vaxandi samfélag sem býður upp á trausta innviði svo sem raforku, hitaveitu, samgöngur og öruggt aðgengi að menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á undanförnum árum höfum við á miklum hraða færst nær menntun og störfum án staðsetningar. Þannig hefur til að mynda yfirstandandi heimsfaraldur fært okkur hratt fram í þeirri þróun og gert það að verkum að val fólks til búsetu þarf ekki að einskorðast við störf og menntun á staðnum að jafn miklu leyti og áður. En það byggir þá meðal annars á því að traust fjarskipti séu aðgengileg á staðnum. Það er sem betur fer víðast hvar en ekki á öllum stöðum og því þarft að róa að því öllum árum að tryggja að svo sé. Þarfir og áherslur sveitafélaga á Íslandi eru eins ólíkar og þau eru mörg og sveitafélögin eru best í stakk búin til að stýra þeim og anna sjálf. Það eru þó fjölmargar sameiginlegar áherslur sem flestum er miðstýrt. Mig langar þar helst að nefna jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þar á landsbyggðin verulega undir högg að sækja. Mikið hefur verið skorið niður og þrengt að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni á undanförnum tveimur áratugum og erfitt að sjá að það hafi verið til hagsbóta fyrir neinn, ekki einu sinni ríkiskassann. Þegar heildarmyndin er skoðuð þá hlýtur það að vera bæði farsælla og hagsælla að bjóða upp á víðtækari heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni en nú er gert. Má í því skyni nefna barneignarþjónustu og geðheilbrigðisþjónustu. Átt þú von á barni? Það hafa því miður ekki allar konur á Íslandi jafn gott aðgengi að meðgönguvernd og þjónustu ljósmóður á meðgöngu. Aðgengið fer algjörlega eftir búsetu. Þar af leiðandi búa ekki allar konur við sama öryggi á barneignatímanum – sem er óásættanlegt. Þegar kemur svo að fæðingu þurfa mjög margar konur búsettar á landsbyggðinni að vera fjarri heimili sínu og jafnvel fjölskyldu svo vikum skiptir þar sem þær bíða eftir komu barnsins nærri fæðingastað. Þetta fyrirkomulag hefur gjarnan í för með sér langar fjarvistir. Þetta útheimtir mikinn kostnað fyrir verðandi foreldra sem og ríkiskassann, svo sem ferðakostnað, dvalarkostnað og vinnutap. Þetta fyrirkomulag hefur alla jafna mikil áhrif á fjölskylduna alla og þá sérstaklega hina þunguðu konu, andlega, líkamlega og félagslega. Við sem störfum með konum í barneign vitum að andleg og líkamleg líðan konu hefur gríðarlega mikið að segja um framgang fæðingar og heilbrigða tengslamyndun móður og barns. Slæm líðan konunnar og aðskilnaður foreldra í lok meðgöngu getur einnig haft neikvæð áhrif á tengslamyndun hins foreldris barnsins við barnið. Þarna eru miklir og augljósir hagsmunir í húfi. Það skiptir miklu máli að vel sé hlúð að verðandi- og nýbökuðum foreldrum. Þetta væri hægt að bæta að stórum hluta með því að bjóða upp á meiri þjónustu í eða nærri heimabyggð. Það mætti til dæmis gera með tilkomu umdæmisljósmæðra og þannig veita þeim konum sem eru heilbrigðar og í eðlilegri meðgöngu val um að fæða í eða nærri heimabyggð með möguleika á flutningi á sjúkrahús með hærra þjónustustig ef og þegar þörf er á. Og þannig væri einnig hægt að auka jafnara aðgengi að ljósmæðraþjónustu, það er meðgönguvernd og svo stuðningi og eftirliti eftir fæðingu fyrir konur á landsbyggðinni. Hefur þú þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu? Varðandi geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni þá þarf sárlega að bæta og efla aðgengið að slíkri þjónustu í eða sem næst heimabyggð. Það er mikilvægt að byggja upp og styrkja geðheilsuúrræði á landsbyggðinni og má í því skyni meðal annars nýta svokallaða fjarheilbrigðisþjónustu. Einnig væri ráð að búa svo um að, líkt og með umdæmisljósmæður, væru starfandi umdæmissálfræðingar og -geðlæknar sem héldu utan um geðheilbrigðisteymi á staðnum, helst þverfaglegt. Það skiptir miklu máli að fólk með geðrænan vanda geti sótt faglega grunnþjónustu og stuðningsmeðferð í nærumhverfi sínu. Í betri aðgangi að þessum þjónustuliðum í eða nærri heimabyggð er fólgið aukið öryggi skjólstæðinga sem, jafnrétti og langtímasparnaður. Höfundur er hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og fyrrum formaður kjaranefndar- og stjórnarmaður í Ljósmæðrafélags Íslands og nú í framboði í Norðvesturkjördæmi fyrir Pírata.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar