„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 06:44 Talið er að þúsundir hafi lagt leið sína á gosstöðvarnar um helgina. Myndin er tekin í gærdag en í gærkvöldi fór veður mjög að versna á svæðinu og þurftu björgunarsveitarmenn að aðstoða fjölda fólks sem lenti í miklum vandræðum. Vísir/Vilhelm Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira