Öflugri sem ein heild Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 24. mars 2021 09:38 Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina. Þvert á móti hugmyndir margra, þá vilja ekkert allir búa á höfuðborgarsvæðinu og þannig viljum við líka ekki hafa byggðina í landinu. Við viljum eiga þann kost á að geta dreift byggð og átt sterka og öfluga kjarna í fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Gæðunum er misskipt og það veldur togstreitu á milli suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar. Norðurslóðamál á Norðurlandi – galin pæling? Norðurslóðastofnanir eru fjölmargar á Norðurlandi og flestar eru þær á Akureyri. Enda skildi það teljast eðlilegt að norðurslóðamálefni eigi heima á norðurlandi. Samt sem áður var það ekki fyrsti og eini augljósi kosturinn þegar velja átti “höfuðstað norðurslóðamála” á Íslandi. Eitthvað sem landsbyggðarbúum er augljóst þarf ekki að vera augljóst fyrir augum höfuðborgarbúa. Menning á sér líka stað á landsbyggðinni Það virðist einnig ekki vera tekið eftir því hversu öflugt menningarlíf er á landsbyggðinni. Samt virðist menningarmálaráðherra það nær ómögulegt að viðurkenna menningu hér út á landi til jafns við menningu á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegri jöfnun á grundvelli íbúafjölda er synjað. Áhugaleysið fyrir menningu á landsbyggðinni virðist vera algjört. Við þurfum að jafna metin Staðreyndin er sú að það er gríðarleg verðmætasköpun á landsbyggðinni sem hefur bætt lífskjör allra landsmanna. Sjávarútvegurinn, raforkan og auðlindirnar eru gæðin sem eru á víð og dreif um landið. Fjármagni til innviðauppbyggingar er þó ekki jafn vel skipt og gæðunum. Landsbyggðin þarfnast öflugra og áberandi þingmanna sem vekja stöðugt athygli á þessum atriðum. Vandamálið við „landsbyggðargleraugun“ er að gleraugun er hægt að taka niður. Málefni landsbyggðarinnar eiga ekki að vera þess eðlis að hægt sé að klæða sig í og úr þeim eftir hentisemi. Það þarf einna helst að fara að líta á málin á heildstæðan máta og jafna þannig leikinn. Ég vona að með skrifum mínum sé ég ekki að telja þér trú um að ég hafi einhverja óvild í garð höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti er það raunin. Ég trúi því hins vegar að landbyggðina verði að styrkja til að standa á móti öflugu og sterku höfuðborgarsvæðinu. Þannig bætum við lífsgæði allra. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Byggðamál Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina. Þvert á móti hugmyndir margra, þá vilja ekkert allir búa á höfuðborgarsvæðinu og þannig viljum við líka ekki hafa byggðina í landinu. Við viljum eiga þann kost á að geta dreift byggð og átt sterka og öfluga kjarna í fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Gæðunum er misskipt og það veldur togstreitu á milli suðvesturhornsins og landsbyggðarinnar. Norðurslóðamál á Norðurlandi – galin pæling? Norðurslóðastofnanir eru fjölmargar á Norðurlandi og flestar eru þær á Akureyri. Enda skildi það teljast eðlilegt að norðurslóðamálefni eigi heima á norðurlandi. Samt sem áður var það ekki fyrsti og eini augljósi kosturinn þegar velja átti “höfuðstað norðurslóðamála” á Íslandi. Eitthvað sem landsbyggðarbúum er augljóst þarf ekki að vera augljóst fyrir augum höfuðborgarbúa. Menning á sér líka stað á landsbyggðinni Það virðist einnig ekki vera tekið eftir því hversu öflugt menningarlíf er á landsbyggðinni. Samt virðist menningarmálaráðherra það nær ómögulegt að viðurkenna menningu hér út á landi til jafns við menningu á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslegri jöfnun á grundvelli íbúafjölda er synjað. Áhugaleysið fyrir menningu á landsbyggðinni virðist vera algjört. Við þurfum að jafna metin Staðreyndin er sú að það er gríðarleg verðmætasköpun á landsbyggðinni sem hefur bætt lífskjör allra landsmanna. Sjávarútvegurinn, raforkan og auðlindirnar eru gæðin sem eru á víð og dreif um landið. Fjármagni til innviðauppbyggingar er þó ekki jafn vel skipt og gæðunum. Landsbyggðin þarfnast öflugra og áberandi þingmanna sem vekja stöðugt athygli á þessum atriðum. Vandamálið við „landsbyggðargleraugun“ er að gleraugun er hægt að taka niður. Málefni landsbyggðarinnar eiga ekki að vera þess eðlis að hægt sé að klæða sig í og úr þeim eftir hentisemi. Það þarf einna helst að fara að líta á málin á heildstæðan máta og jafna þannig leikinn. Ég vona að með skrifum mínum sé ég ekki að telja þér trú um að ég hafi einhverja óvild í garð höfuðborgarsvæðisins. Þvert á móti er það raunin. Ég trúi því hins vegar að landbyggðina verði að styrkja til að standa á móti öflugu og sterku höfuðborgarsvæðinu. Þannig bætum við lífsgæði allra. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar