Lausnin er úti á landi Guðmundur Gunnarsson skrifar 11. apríl 2021 09:01 Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein. Þessi grein er skrifuð út frá öðru sjónarhorni. Með augum landsbyggðatúttu sem hefur takmarkaðan áhuga á að færa allt í fyrra horf. Þessi grein fjallar um vannýttu tækifærin úti á landi. Þið vitið, svæðið sem nær yfir bróðurpart landsins og hýsir okkar fámennustu, en jafnframt öflugustu, samfélög. Svæðið sem við ranglega tölum um í eintölu en ættum auðvitað alltaf að vísa til í fleirtölu. Vegna stærðar og mikilvægis. Mitt innlegg er að við breytum viðhorfi okkar til landsbyggðanna. Þá aðallega, viðhorfi okkar til opinberra framkvæmda á landsbyggðunum. Hefjum okkur upp úr því afdankaða viðhorfi að fjárfestingar hins opinbera úti á landi séu einhver ölmusa. Eins og þeirra eini tilgangur sé að seinka hinu óumflýjanlega og gera nógu lítið til að halda í horfinu. Hið rétta er að það er einmitt á þessum svæðum sem okkar stærstu ónýttu tækifæri lúra. Okkar allra mestu verðmæti. Í fólkinu, fyrirtækjunum og umhverfinu. Ég er að tala um fjárfestingu sem endurspeglar raunverulega trú á samfélögin. Áætlun sem nærir æðakerfið í dreifbýlinu. Í þorpunum. Þar sem viðspyrnan býr. Tökum Árneshrepp sem dæmi. Algjört jaðardæmi. Svæði sem hefur verið haldið í einangrun frá grunnkerfum samfélagsins frá upphafi. Þar býr enn fólk sem berst á hæl og hnakka við að halda hreppnum í byggð. Skapar sín eigin tækifæri þrátt fyrir endalaust andstreymi. Skýrt dæmi um kraftinn sem kraumar í þeim samfélögum þar sem sjálf lífsbaráttan er barningur. Og við erum bara að tala um að veita þeim sambærileg tækifæri og við hin njótum. Þjónustu sem þau eiga rétt á. Án tillits til búsetu. Ég vil að við nálgumst uppbyggingu í dreifbýlinu eins og hverja aðra metnaðarfulla opinbera fjárfestingu. Eins og að byggja spítala, flugvöll eða þjóðarleikvang. Og nei, ég er ekki að tala um að eitt útiloki annað eða stilla dreifbýlinu upp andspænis borginni. Ég er að tala um að koma þessum löngu tímabæru áformum á kortið, stilla upp heildstæðu plani sem tekur til uppbyggingar allra grunnkerfa. Veita landsbyggðunum sömu tækifæri, sömu þjónustu, sambærilegt öryggi. Það er lang arðbærasta fjárfestingin sem þjóð, umvafin auðlindum, getur ráðist í. Gott dæmi um slíka nálgun er til dæmis að finna í boðuðum breytingum á þjónustu í þágu farsældar barna. Það er framtíðarsýnin og metnaðurinn sem ég vil sjá fyrir landsbyggðirnar. Allar okkar fyrri áætlanir fyrir landsbyggðirnar eiga það sameiginlegt að skorta þrótt og hugrekki. Þær skortir nægilegt eldsneyti til að leysa kraftinn úti á landi úr læðingi. Ég er að kalla eftir áformum sem endurspegla framtíðarsýnina sem landsbyggðirnar verðskulda. Við munum öll hagnast á því. Svo snýst þetta líka á endanum um réttlæti. Að við einsetjum okku að jafna aðgengi að opinberri þjónustu og grunnkerfum um allt land. Eins og okkur ber að gera. Getan til að skjóta efnahag landsins aftur upp eins og korktappa býr nefnilega í þorpunum. Við eigum að að hafa kjarkinn til að veðja á þau. Þótt fyrr hefði verið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Vinnumarkaður Guðmundur Gunnarsson Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein. Þessi grein er skrifuð út frá öðru sjónarhorni. Með augum landsbyggðatúttu sem hefur takmarkaðan áhuga á að færa allt í fyrra horf. Þessi grein fjallar um vannýttu tækifærin úti á landi. Þið vitið, svæðið sem nær yfir bróðurpart landsins og hýsir okkar fámennustu, en jafnframt öflugustu, samfélög. Svæðið sem við ranglega tölum um í eintölu en ættum auðvitað alltaf að vísa til í fleirtölu. Vegna stærðar og mikilvægis. Mitt innlegg er að við breytum viðhorfi okkar til landsbyggðanna. Þá aðallega, viðhorfi okkar til opinberra framkvæmda á landsbyggðunum. Hefjum okkur upp úr því afdankaða viðhorfi að fjárfestingar hins opinbera úti á landi séu einhver ölmusa. Eins og þeirra eini tilgangur sé að seinka hinu óumflýjanlega og gera nógu lítið til að halda í horfinu. Hið rétta er að það er einmitt á þessum svæðum sem okkar stærstu ónýttu tækifæri lúra. Okkar allra mestu verðmæti. Í fólkinu, fyrirtækjunum og umhverfinu. Ég er að tala um fjárfestingu sem endurspeglar raunverulega trú á samfélögin. Áætlun sem nærir æðakerfið í dreifbýlinu. Í þorpunum. Þar sem viðspyrnan býr. Tökum Árneshrepp sem dæmi. Algjört jaðardæmi. Svæði sem hefur verið haldið í einangrun frá grunnkerfum samfélagsins frá upphafi. Þar býr enn fólk sem berst á hæl og hnakka við að halda hreppnum í byggð. Skapar sín eigin tækifæri þrátt fyrir endalaust andstreymi. Skýrt dæmi um kraftinn sem kraumar í þeim samfélögum þar sem sjálf lífsbaráttan er barningur. Og við erum bara að tala um að veita þeim sambærileg tækifæri og við hin njótum. Þjónustu sem þau eiga rétt á. Án tillits til búsetu. Ég vil að við nálgumst uppbyggingu í dreifbýlinu eins og hverja aðra metnaðarfulla opinbera fjárfestingu. Eins og að byggja spítala, flugvöll eða þjóðarleikvang. Og nei, ég er ekki að tala um að eitt útiloki annað eða stilla dreifbýlinu upp andspænis borginni. Ég er að tala um að koma þessum löngu tímabæru áformum á kortið, stilla upp heildstæðu plani sem tekur til uppbyggingar allra grunnkerfa. Veita landsbyggðunum sömu tækifæri, sömu þjónustu, sambærilegt öryggi. Það er lang arðbærasta fjárfestingin sem þjóð, umvafin auðlindum, getur ráðist í. Gott dæmi um slíka nálgun er til dæmis að finna í boðuðum breytingum á þjónustu í þágu farsældar barna. Það er framtíðarsýnin og metnaðurinn sem ég vil sjá fyrir landsbyggðirnar. Allar okkar fyrri áætlanir fyrir landsbyggðirnar eiga það sameiginlegt að skorta þrótt og hugrekki. Þær skortir nægilegt eldsneyti til að leysa kraftinn úti á landi úr læðingi. Ég er að kalla eftir áformum sem endurspegla framtíðarsýnina sem landsbyggðirnar verðskulda. Við munum öll hagnast á því. Svo snýst þetta líka á endanum um réttlæti. Að við einsetjum okku að jafna aðgengi að opinberri þjónustu og grunnkerfum um allt land. Eins og okkur ber að gera. Getan til að skjóta efnahag landsins aftur upp eins og korktappa býr nefnilega í þorpunum. Við eigum að að hafa kjarkinn til að veðja á þau. Þótt fyrr hefði verið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun