Fótbolti

Kvenna­lands­liðið fellur um eitt sæti á nýjum heims­lista FIFA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Ítalíu á dögunum. Annar tapaðist 0-1 en hinum lauk með 1-1 jafntefli.
Íslenska landsliðið lék tvo vináttulandsleiki við Ítalíu á dögunum. Annar tapaðist 0-1 en hinum lauk með 1-1 jafntefli. Matteo Ciambelli/Getty Images

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fellur um eitt sæti á nýjasta heimslista FIFA. Liðið situr nú í 17. sæti listans.

„Meðalstaða íslenska liðsins á listanum frá upphafi er 18. sæti og hæst hefur liðið farið upp í 15. sæti,“ segir í tilkynningu KSÍ.

Ísland er í 17. sæti en síðasti mótherji íslenska liðsins, Ítalía, er í 15. sæti.

Sem fyrr eru Bandaríkin á toppi listans og þar á eftir kemur Þýskaland. Holland er svo komið upp í 3. sæti á meðan Frakkland situr í 4. sætinu.

Norður-Írland tryggðu sér eftirminnilega sæti á EM nýverið er í 48. sæti listans, einu sæti fyrir neðan Papúa Nýju-Gíneu.

Listann má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×