Alþjóðahugverkadagurinn 2021: Frá hugmynd að verðmætum Borghildur Erlingsdóttir skrifar 26. apríl 2021 08:00 Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Lítil og meðalstór fyrirtæki eru burðarás íslensks efnahags, nýsköpunar og verðmætasköpunar. Það er því ánægjulegt að á alþjóðahugverkadeginum, World IP Day, sem haldinn er 26. apríl ár hvert, er í ár sérstaklega horft til hins mikilvæga hlutverks lítilla og meðalstórra fyrirtækja í samfélaginu og hvernig þau geta nýtt hugverkaréttindi til að koma hugmynd sinni á markað. Í þessu samhengi er litið til þess hvernig hugverkaréttindi geta hjálpað slíkum fyrirtækjum að byggja upp sterkari og samkeppnishæfari rekstur. Nú þegar sér til lands í baráttunni við heimsfaraldur horfum við fram á við og rýnum hvernig veita má fyrirtækjum innspýtingu til framtíðar. Íslensk fyrirtæki eru auðug af hugmyndum og hugviti sem hafa alla burði til að verða að verðmætri vöru eða þjónustu. Hér gegna hugverkaréttindi lykilhlutverki enda er vernd hugverka ómissandi hluti af því að góð nýsköpunarhugmynd verði að veruleika, komist á markað og skapi verðmæti. Tengingin á milli hugverkaréttinda og árangurs fyrirtækja er skýr. Í nýlegri rannsókn Hugverkastofu Evrópusambandsins (EUIPO) kemur fram að fyrirtæki sem vernda hugverkin sín skapa að meðaltali 20,2% hærri tekjur á starfsmann og greiða að meðaltali 19,3% hærri laun. Séu aðeins skoðuð lítil og meðalstór fyrirtæki eru tekjurnar að meðaltali 68% hærri hjá fyrirtækjum sem vernda hugverkin sín. Rannsóknir sýna einnig að fyrirtæki sem nota hugverkaréttindi eru betur í stakk búin til að þola áföll og ná fram hröðum vexti. Það er algengur misskilningur að hugverkaréttindi séu aðeins fyrir stærri og rótgrónari fyrirtæki. Sannleikurinn er sá að það eru ekki bara stór fyrirtæki sem vernda hugverk, en fyrirtæki eru miklu líklegri til að verða stór ef þau vernda hugverkin sín. Það er því gleðiefni að sjá þá miklu nýsköpun og hugmyndaauðgi sem er að finna meðal íslenskra lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í tölfræði Hugverkastofunnar frá árinu 2020 má merkja aukningu á fjölda umsókna íslenskra aðila um skráningu vörumerkja og einkaleyfa. Það eru því jákvæð teikn á lofti. Nýsköpun lítilla og meðalstórra fyrirtækja getur, með aðstoð hugverkaréttinda, verið undirstaða verðmæta- og atvinnusköpunar þegar Ísland stígur út úr skugga COVID-19. Hugverkastofan veitir þá þjónustu sem þarf til að aðstoða íslensk fyrirtæki við að vernda og hagnýta hugverk sín þannig að þau vaxi og dafni. Það er okkur öllum til hagsbóta. Gleðilegan alþjóðahugverkadag! Höfundur er forstjóri Hugverkastofunnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun