Kærleikurinn er svarið Gunnar Smári Egilsson skrifar 27. apríl 2021 15:17 Við ættum að leyfa okkur að tala um stærri hugmyndir í samfélagsumræðunni, endurlífga hana með kröfum um að kærleikurinn verði grunnstef alls þess sem stjórnmálin og hið formlega samfélag snýst um. Til hvers ættum við annars að stefna? Hættan er sú að ef við stefnum ekki að samkennd, samhjálp og mannvirðingu þá muni samfélag okkar markast af grimmd og öllu því sem henni fylgir. Tölum um þetta; kærleika og grimmd. Við búum yfir hvoru tveggja sem einstaklingar. Ef við fæðumst ekki með þetta innbyggt í huga okkar og anda, þá er þetta nokkuð sem við lærum með því að lifa innan mannfélagsins, samfélags breyskra. Og það sem er líklegast til að gera okkur að kærleiksríkum manneskjum er að lifa í kærleiksríku samfélagi. Og auðvitað er það svo að grimmdin innra með okkur nærist ef við sitjum föst í samfélagi grimmdar. Og slíkt samfélag ýtir undir mannlega bresti á borð við snobb, hræsni, svik og mannhatur, sem aftur næra grimmdina. Við erum þannig óaðskiljanlegur hluti af samfélaginu sem við lifum innan. Við getum reynt að einangra okkur frá samneyti við annað fólk, en við erum bæði svo háð samfélaginu efnahagslega að við getum það aldrei fullkomlega, fæst sem reyna ná því að nokkru ráði; og svo erum við félagsverur og stærsti hluti manneskjunnar er samspil hennar við annað fólk í samfélaginu. Þetta var helsta erindi Jesú Krists á sínum tíma, en hann var mikill talsmaður kærleikans; að við stækkum í samskiptum við annað fólk og mest þegar við þjónum þeim sem eru hjálpar þurfi. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, sagði Páll lærisveinn Jesú og lagði áhersluna á að við gætum ekki stólað á neitt annað sem grunn undir samfélag okkar. Við getum smíðað alls kyns stofnanir, reglur og kerfi en ef þetta þjónar ekki kærleikanum munu þessi kerfi snúast gegn okkur. Svona mikilvægur er kærleikurinn. Ef hann er ekki leiðarljósið þá rötum við í ógöngur. Þið þekkið það örugglega úr eigin lífi að þegar við erum föst í hópi sem ekki hefur háleit markmið, þá getur sá hópur ýtt undir alls kyns mannlega bresti. Það er eins og við þurfum háleit markmið til að hefja okkur upp úr brestunum. Ef við missum sjónar af þessum markmiðum, dofnar viljinn til að sækja fram og upp, og innan tíðar markast hópurinn af innri átökum, af klíkumyndun, af útilokun, kúgun og grimmd. Samfélag sem ekki byggir á kærleika sekkur niður í grimmd. Og erum við á þeirra leið? Erum við sem samfélag á leið til kærleika, samkenndar og samhjálpar? Eða erum við á leið til aukinnar grimmdar, útilokunar, andúðar, sjálfshygli og upphafinnar einstaklingshyggju? Þetta eru spurningar sem ættu að vera viðfang stjórnmálanna alla daga, kvöld og morgna. Þetta ætti að vera leiðarljós okkar alla daga en ekki eitthvað sem við veltum upp í einangruðum ræðum á hátíðardögum. En hvernig eru stjórnmálin okkar og hið formlega samfélag sem þau hafa byggt upp? Erum þetta að bera okkur til kærleika eða grimmdar? Ég hef tiltekið hér grimmd, hræsni, snobb, svik og mannhatur eða andúð vegna þess að þetta eru þeir mannlegu brestir sem heimspekingurinn Judith Shklar fjallaði um í bók sinni um mannlega bresti sem kom út 1984. Ef við snúum stíl Páls postula upp á Shklar, þá má segja að hún hafi talið alla þessa bresti hættulega en af þeim væri grimmdin verst. Í meðförum Shklar er grimmdin eins og andstaðan við kærleikann, deyðandi afl eins og kærleikur þeirra Jesús og Páls er nærandi og skapandi. Hinir brestirnir eru ekki eins skaðlegir, nema hvað þeir búa til andrúm fyrir grimmdina. Og sú er einmitt hættan af stjórnmálakúltúr sem einkennist af snobbi, þar sem stjórnmálafólkið samsamar sig við hópa og klíkur sem þykja fínar og ná hægt og bítandi að yfirtaka stjórnmálaflokkana og breyta þessum fyrrum almannasamtökum í valdastöðvar elítustjórnmálafólks. Og samstaða stjórnmálafólksins með valdaklíkum veldur svikum gagnvart umbjóðendum þess, almenningi í landinu, sem að nafninu til hefur vald til að velja sér stjórnvöld en í reynd er neyddur til að velja á milli nokkurra klíkuhópa sem náð hafa völdum innan flokkanna, velja á milli valkosta sem í reynd eru allir meira og minna sami kosturinn, óbreytt ástand. Til að réttlæta þessa stöðu grípur stjórnmálafólkið til hræsninnar, þykist í orði vera að berjast fyrir fjöldann þegar það í reynd starfar aðeins fyrir hin fáu, auðvaldið og elítustjórnmálin sem þjóna valdinu en ekki fólkinu. Og þessi aðgreining milli almennings og þeirra sem eru verðug til valda, þeirra sem þykjast vita betur en almenningur hvert skal stefna, hvað sé mikilvægt og tímabært, verður jarðvegur fyrir andúð gagnvart þeim sem verða undir þessu kerfi auðvalds og elítu; fátækraandúð gagnvart bjargarlausu fólki, andúð gagnvart öldruðum og börnum, fötluðum og veikum, innflytjendum, leigjendur og öllum þeim sem elítan samsamar sig ekki við. Andúðin er réttlæting þess að elítan tekur af þessu fólki völd og getuna til að ákvarða sjálft eigin örlög og röddina sem þarf til að móta samfélagið eftir eigin hagsmunum, von og væntingum. Og í þessum pytti snobbs, svika, hræsni og andúðar grasserar grimmdin. Og það er grimmdin sem er mælikvarðinn, segir Judith Shklar. Ef stjórnmálin eru svo veik af mannlegum brestum að þau leiða okkur til grimmdar gagnvart hinum fátæku, veiku og bjargarlausu þá ber okkur að bregðast við. Og þar sem hinir brestirnir eru mannlegir og okkur öllum kunnugir; öll höfum við snobbað og svikið, beitt fyrir okkur hræsni og öll glímum við andúð sem þröngvað hefur verið upp á okkur innan samfélags óréttlætis og grimmdar; svo við erum þess ekki umkomin að dæma þau hart sem bera þessa sömu bresti. En þegar afleiðing er grimmd gagnvart saklausu fólki ber okkur að rísa upp og berjast. Vandinn er ekki persónulegir brestir elítufólksins í sjálfu sér, það er ekki raunhæft markmið að ætla að losa allt fólk við brestina með siðaumvöndunum eða útilokunum. Vandinn er grimmdin sem brestirnir geta af sér. Hún er það sem við berum ábyrgð á sameiginlega. Hún er það sem við eigum að hafna. Og best vopnið gegn grimmdinni er kærleikurinn. Við þurfum nýjan samfélagssáttmála sem byggir á kærleika til að forða okkur frá grimmdinni. Það er ekki hægt að skrúfa grimmdina niður í núll án þess að vita hvað það heitir sem er andhverfa hennar. Á sumardaginn fyrsta lagði Sósíalistaflokkur Íslands fram fyrsta tilboð sitt til kjósenda í tilefni af þingkosningunum næsta haust, kærleikshagkerfið. Þetta er framlag flokksins til umræðu um endurreisn stjórnmálanna og hins formlega samfélags. Áður en við tölum um viðspyrnu samfélagsins eftir kórónafaraldurinn verðum við að ræða kærleikann, sem er grunnur alls, um samkennd, samhjálp, samvinnu og annað sem bætir ekki bara samfélagið heldur okkur sjálf sem einstaklingar. Þú getur lesið nánar um kærleikshagkerfið hér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við ættum að leyfa okkur að tala um stærri hugmyndir í samfélagsumræðunni, endurlífga hana með kröfum um að kærleikurinn verði grunnstef alls þess sem stjórnmálin og hið formlega samfélag snýst um. Til hvers ættum við annars að stefna? Hættan er sú að ef við stefnum ekki að samkennd, samhjálp og mannvirðingu þá muni samfélag okkar markast af grimmd og öllu því sem henni fylgir. Tölum um þetta; kærleika og grimmd. Við búum yfir hvoru tveggja sem einstaklingar. Ef við fæðumst ekki með þetta innbyggt í huga okkar og anda, þá er þetta nokkuð sem við lærum með því að lifa innan mannfélagsins, samfélags breyskra. Og það sem er líklegast til að gera okkur að kærleiksríkum manneskjum er að lifa í kærleiksríku samfélagi. Og auðvitað er það svo að grimmdin innra með okkur nærist ef við sitjum föst í samfélagi grimmdar. Og slíkt samfélag ýtir undir mannlega bresti á borð við snobb, hræsni, svik og mannhatur, sem aftur næra grimmdina. Við erum þannig óaðskiljanlegur hluti af samfélaginu sem við lifum innan. Við getum reynt að einangra okkur frá samneyti við annað fólk, en við erum bæði svo háð samfélaginu efnahagslega að við getum það aldrei fullkomlega, fæst sem reyna ná því að nokkru ráði; og svo erum við félagsverur og stærsti hluti manneskjunnar er samspil hennar við annað fólk í samfélaginu. Þetta var helsta erindi Jesú Krists á sínum tíma, en hann var mikill talsmaður kærleikans; að við stækkum í samskiptum við annað fólk og mest þegar við þjónum þeim sem eru hjálpar þurfi. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, sagði Páll lærisveinn Jesú og lagði áhersluna á að við gætum ekki stólað á neitt annað sem grunn undir samfélag okkar. Við getum smíðað alls kyns stofnanir, reglur og kerfi en ef þetta þjónar ekki kærleikanum munu þessi kerfi snúast gegn okkur. Svona mikilvægur er kærleikurinn. Ef hann er ekki leiðarljósið þá rötum við í ógöngur. Þið þekkið það örugglega úr eigin lífi að þegar við erum föst í hópi sem ekki hefur háleit markmið, þá getur sá hópur ýtt undir alls kyns mannlega bresti. Það er eins og við þurfum háleit markmið til að hefja okkur upp úr brestunum. Ef við missum sjónar af þessum markmiðum, dofnar viljinn til að sækja fram og upp, og innan tíðar markast hópurinn af innri átökum, af klíkumyndun, af útilokun, kúgun og grimmd. Samfélag sem ekki byggir á kærleika sekkur niður í grimmd. Og erum við á þeirra leið? Erum við sem samfélag á leið til kærleika, samkenndar og samhjálpar? Eða erum við á leið til aukinnar grimmdar, útilokunar, andúðar, sjálfshygli og upphafinnar einstaklingshyggju? Þetta eru spurningar sem ættu að vera viðfang stjórnmálanna alla daga, kvöld og morgna. Þetta ætti að vera leiðarljós okkar alla daga en ekki eitthvað sem við veltum upp í einangruðum ræðum á hátíðardögum. En hvernig eru stjórnmálin okkar og hið formlega samfélag sem þau hafa byggt upp? Erum þetta að bera okkur til kærleika eða grimmdar? Ég hef tiltekið hér grimmd, hræsni, snobb, svik og mannhatur eða andúð vegna þess að þetta eru þeir mannlegu brestir sem heimspekingurinn Judith Shklar fjallaði um í bók sinni um mannlega bresti sem kom út 1984. Ef við snúum stíl Páls postula upp á Shklar, þá má segja að hún hafi talið alla þessa bresti hættulega en af þeim væri grimmdin verst. Í meðförum Shklar er grimmdin eins og andstaðan við kærleikann, deyðandi afl eins og kærleikur þeirra Jesús og Páls er nærandi og skapandi. Hinir brestirnir eru ekki eins skaðlegir, nema hvað þeir búa til andrúm fyrir grimmdina. Og sú er einmitt hættan af stjórnmálakúltúr sem einkennist af snobbi, þar sem stjórnmálafólkið samsamar sig við hópa og klíkur sem þykja fínar og ná hægt og bítandi að yfirtaka stjórnmálaflokkana og breyta þessum fyrrum almannasamtökum í valdastöðvar elítustjórnmálafólks. Og samstaða stjórnmálafólksins með valdaklíkum veldur svikum gagnvart umbjóðendum þess, almenningi í landinu, sem að nafninu til hefur vald til að velja sér stjórnvöld en í reynd er neyddur til að velja á milli nokkurra klíkuhópa sem náð hafa völdum innan flokkanna, velja á milli valkosta sem í reynd eru allir meira og minna sami kosturinn, óbreytt ástand. Til að réttlæta þessa stöðu grípur stjórnmálafólkið til hræsninnar, þykist í orði vera að berjast fyrir fjöldann þegar það í reynd starfar aðeins fyrir hin fáu, auðvaldið og elítustjórnmálin sem þjóna valdinu en ekki fólkinu. Og þessi aðgreining milli almennings og þeirra sem eru verðug til valda, þeirra sem þykjast vita betur en almenningur hvert skal stefna, hvað sé mikilvægt og tímabært, verður jarðvegur fyrir andúð gagnvart þeim sem verða undir þessu kerfi auðvalds og elítu; fátækraandúð gagnvart bjargarlausu fólki, andúð gagnvart öldruðum og börnum, fötluðum og veikum, innflytjendum, leigjendur og öllum þeim sem elítan samsamar sig ekki við. Andúðin er réttlæting þess að elítan tekur af þessu fólki völd og getuna til að ákvarða sjálft eigin örlög og röddina sem þarf til að móta samfélagið eftir eigin hagsmunum, von og væntingum. Og í þessum pytti snobbs, svika, hræsni og andúðar grasserar grimmdin. Og það er grimmdin sem er mælikvarðinn, segir Judith Shklar. Ef stjórnmálin eru svo veik af mannlegum brestum að þau leiða okkur til grimmdar gagnvart hinum fátæku, veiku og bjargarlausu þá ber okkur að bregðast við. Og þar sem hinir brestirnir eru mannlegir og okkur öllum kunnugir; öll höfum við snobbað og svikið, beitt fyrir okkur hræsni og öll glímum við andúð sem þröngvað hefur verið upp á okkur innan samfélags óréttlætis og grimmdar; svo við erum þess ekki umkomin að dæma þau hart sem bera þessa sömu bresti. En þegar afleiðing er grimmd gagnvart saklausu fólki ber okkur að rísa upp og berjast. Vandinn er ekki persónulegir brestir elítufólksins í sjálfu sér, það er ekki raunhæft markmið að ætla að losa allt fólk við brestina með siðaumvöndunum eða útilokunum. Vandinn er grimmdin sem brestirnir geta af sér. Hún er það sem við berum ábyrgð á sameiginlega. Hún er það sem við eigum að hafna. Og best vopnið gegn grimmdinni er kærleikurinn. Við þurfum nýjan samfélagssáttmála sem byggir á kærleika til að forða okkur frá grimmdinni. Það er ekki hægt að skrúfa grimmdina niður í núll án þess að vita hvað það heitir sem er andhverfa hennar. Á sumardaginn fyrsta lagði Sósíalistaflokkur Íslands fram fyrsta tilboð sitt til kjósenda í tilefni af þingkosningunum næsta haust, kærleikshagkerfið. Þetta er framlag flokksins til umræðu um endurreisn stjórnmálanna og hins formlega samfélags. Áður en við tölum um viðspyrnu samfélagsins eftir kórónafaraldurinn verðum við að ræða kærleikann, sem er grunnur alls, um samkennd, samhjálp, samvinnu og annað sem bætir ekki bara samfélagið heldur okkur sjálf sem einstaklingar. Þú getur lesið nánar um kærleikshagkerfið hér. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun