Fótbolti

Inter með níu fingur á titlinum eftir sigur gegn botnliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christian Eriksen skoraði fyrra mark liðsins í dag.
Christian Eriksen skoraði fyrra mark liðsins í dag. EPA-EFE/CIRO FUSCO

Inter Milan er nú með 14 stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-0 sigur gegn Crotone á útivelli. Atalanta er nú eina liðið sem getur náð þeim, en Atalanta getur mest fengið 15 stig í viðbót.

Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks, og raunar alveg fram á 69. mínútu þegar Christian Eriksen skoraði fyrir gestina eftir stoðsendingu frá Romelu Lukaku.

Lukaku hélt svo að hann hefði tryggt sigurinn á 83. mínútu, en mark hans dæmt af vegna rangstöðu.

Achraf Hakimi gerði svo út um leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Nicolo Barella.

Það þarf ansi mikið að fara úrskeiðis hjá liði Inter Milan til að þeir verði ekki ítalskir meistarar þetta tímabilið eftir sigur þeirra gegn Crotone. Inter hefur 14 stiga forskot á Atalanta sem situr í öðru sæti, en Atalanta á fimm leiki eftir og getur því mest fengið 15 stig í viðbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×