Biden styður að fella niður einkaleyfi á bóluefnum Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 20:34 Katherine Tai, sendiherra Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni tilkynnti ákvörðun ríkisstjórnar Bidens í kvöld. AP/Sarah Silbiger Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að styðja viðleitni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um að fella niður einkaleyfi á bóluefnum gegn Covid-19. Markmiðið er að gera öðrum ríkjum kleift að framleiða meira af bóluefnum og hraða bólusetningum á heimsvísu. Katherine Tai, sendiherra Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, tilkynnti þessa ákvörðun í kvöld. Undanfarna daga hafa staðið yfir viðræður innan veggja stofnunarinnar um það að fella niður viðskiptareglur til að auka framleiðslu bóluefna. Í tilkynningunni segir hún að frekari viðræður þurfi að eiga sér stað og þær gæti tekið einhvern tíma, áður en önnur ríki geti farið að framleiða bóluefnin. Viðræðurnar hafa snúist um að fella tímabundið niður einkaleyfi á bóluefnum svo hægt væri að framleiða meira af þeim á heimsvísu. AP fréttaveitan segir að til standi að funda aftur um málið í byrjun júní. Tai sagði faraldur Covid-19 vera hnattrænt neyðarástand og það fordæmalausa ástand sem hefði myndast í heiminum, kallaði á fordæmalausar aðgerðir. These extraordinary times and circumstances of call for extraordinary measures. The US supports the waiver of IP protections on COVID-19 vaccines to help end the pandemic and we ll actively participate in @WTO negotiations to make that happen. pic.twitter.com/96ERlboZS8— Ambassador Katherine Tai (@AmbassadorTai) May 5, 2021 Meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum eru Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann hefur meðal annars bent á að tólin til tímabundinnar niðurfellingar eru í verkfærakistu WTO og ekki sé betri tími til að beita þeim tólum en nú. Gegn heimsfaraldri sem hafi leitt til minnst 3,2 milljóna dauðsfalla og smitað 437 milljónir manna. Leiðtogar rúmlega hundrað ríkja hafa lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir. Andstæðingar þeirra segja málið flóknara en fólk átti sig á. Framleiðsla bóluefna sé flókin og hún aukist ekki af sjálfu sér við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum. Þá óttast þeir að aðgerðirnar muni koma niður á nýsköpun í framtíðinni. Bandaríkin Bólusetningar Joe Biden Tengdar fréttir Börn niður í tólf ára fá bóluefni Pfizer Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. 5. maí 2021 17:45 Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5. maí 2021 07:46 Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. 5. maí 2021 07:01 Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Katherine Tai, sendiherra Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, tilkynnti þessa ákvörðun í kvöld. Undanfarna daga hafa staðið yfir viðræður innan veggja stofnunarinnar um það að fella niður viðskiptareglur til að auka framleiðslu bóluefna. Í tilkynningunni segir hún að frekari viðræður þurfi að eiga sér stað og þær gæti tekið einhvern tíma, áður en önnur ríki geti farið að framleiða bóluefnin. Viðræðurnar hafa snúist um að fella tímabundið niður einkaleyfi á bóluefnum svo hægt væri að framleiða meira af þeim á heimsvísu. AP fréttaveitan segir að til standi að funda aftur um málið í byrjun júní. Tai sagði faraldur Covid-19 vera hnattrænt neyðarástand og það fordæmalausa ástand sem hefði myndast í heiminum, kallaði á fordæmalausar aðgerðir. These extraordinary times and circumstances of call for extraordinary measures. The US supports the waiver of IP protections on COVID-19 vaccines to help end the pandemic and we ll actively participate in @WTO negotiations to make that happen. pic.twitter.com/96ERlboZS8— Ambassador Katherine Tai (@AmbassadorTai) May 5, 2021 Meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum eru Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann hefur meðal annars bent á að tólin til tímabundinnar niðurfellingar eru í verkfærakistu WTO og ekki sé betri tími til að beita þeim tólum en nú. Gegn heimsfaraldri sem hafi leitt til minnst 3,2 milljóna dauðsfalla og smitað 437 milljónir manna. Leiðtogar rúmlega hundrað ríkja hafa lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir. Andstæðingar þeirra segja málið flóknara en fólk átti sig á. Framleiðsla bóluefna sé flókin og hún aukist ekki af sjálfu sér við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum. Þá óttast þeir að aðgerðirnar muni koma niður á nýsköpun í framtíðinni.
Bandaríkin Bólusetningar Joe Biden Tengdar fréttir Börn niður í tólf ára fá bóluefni Pfizer Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. 5. maí 2021 17:45 Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5. maí 2021 07:46 Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. 5. maí 2021 07:01 Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Börn niður í tólf ára fá bóluefni Pfizer Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. 5. maí 2021 17:45
Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5. maí 2021 07:46
Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. 5. maí 2021 07:01
Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45
Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57