Samstaða Kári Jónsson skrifar 6. maí 2021 10:31 Verkalýðshreyfingin telur 200.000 félaga, sem er í raun RISA-hersveit. Ekkert er mikilvægara en að þessi fjölmenna hersveit myndi samstöðu innan sinna vébanda. Þannig getum við saman flutt fjöll og náð fram betri kjarasamningum/lífskjörum fyrir launafólk. Við saman verðum að tryggja að stjórnvöld hverju sinni taki aldrei ákvarðanir um lífskjör okkar án samstarfs við verkalýðshreyfinguna. Þessum skilaboðum verður að koma skýrt til skila. Þar sem 1.maí er nýliðinn er sjálfsagt og eðlilegt að minna ríkisstjórn Katrínar-forsætis á þessa sanngjörnu kröfu. Samhliða verður verkalýðshreyfingin að tryggja að félagarnir séu ávallt upplýstir um stöðu og framgang einstakra mála og sameiginlega stefnu ASÍ-samtakanna og tryggja auðveldari þátttöku óbreyttra félaga að ákvarðanatöku. Það er einföld og skilvirk lýðræðisleg valdefling, sem beinlínis stuðlar að mikilvægri samstöðu á meðal launafólks. Einhver samræða hefur átt sér stað um hvort verkalýðshreyfingin eigi að eiga sinn eiginn fjölmiðil. Þroska þarf þessa samræðu og fá fleiri félaga að borðinu. Persónulega styð ég heilshugar að verkalýðshreyfingin eigi og reki sinn eiginn fjölmiðil. Óhjákvæmilega eru eftirlaunasjóðir okkar samtvinnaðir verkalýðsbaráttu okkar. Hinsvegar sætir furðu að hinn almenni sjóðsfélagi og eigandi þessara eftirlaunasjóða hafi litla eða enga aðkomu að því hverjir skipa stjórnir eftirlaunasjóðanna og að ennþá árið 2021 skipi handbendi atvinnurekanda stjórnir sjóðanna á móti okkar fulltrúum. Hvar sitja fulltrúar launafólks í stjórnum sjóða atvinnurekanda ? Myndu atvinnurekendur sætta sig við að fulltrúar launafólks hlutuðust til um hvernig atvinnurekendur fjárfestu sínum skyldusparnaði ? Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að öðrum ólöstuðum hefur opnað pandórubox spillingarinnar við lítinn fögnuð Samtaka atvinnulífsins, þessi spilling hefur fengið að grassera frá stofnun eftirlaunasjóðanna allar götur frá 1969. Af þessu tilefni er rétt að minna sjóðfélaga eftirlaunasjóðanna á Kveiks-þáttinn um hvernig eftirlaunum/félagsgjöldum okkar er í raun stolið, vegna útvistunar til þriðja aðila Init ehf, sem lætur þessa fjármuni renna til Init-reksturs ehf, sem hefur note bene engan rekstur. Rétt er að geta þess að um sömu einstaklinga er að ræða sem hættu við að Kveik viðtal þegar fyrir lág að um stórkostlega sjálftöku/þjófnað var að ræða. Þessir einstaklingar voru afhjúpaðir í besta falli um stórkostleg mistök og í versta falli þjófnað. Ég treysti því að allir stjórnarmenn eftirlaunasjóða og verkalýðsfélaga kæri þjófnaðinn til lögreglu. Tíu eftirlaunasjóðir eiga tölvukerfið sem heldur utan um sjóðsmyndun/réttindi okkar, sem var útvistað til Init ehf. Er það virkilega svo að þessir eftirlaunasjóðir hafi ekki mannskap sjálfir til að halda utan um þessa sjóðsmyndun/réttindi okkar ? VR heldur utan um sína félaga í sínu eigin tölvukerfi. Í viðtali Kveiks við Viðar Thorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar kom fram að Efling-stéttarfélag greiðir 70-80-milljónir fyrir þessa stórundarlegu þjónustu Init ehf. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Félagasamtök Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin telur 200.000 félaga, sem er í raun RISA-hersveit. Ekkert er mikilvægara en að þessi fjölmenna hersveit myndi samstöðu innan sinna vébanda. Þannig getum við saman flutt fjöll og náð fram betri kjarasamningum/lífskjörum fyrir launafólk. Við saman verðum að tryggja að stjórnvöld hverju sinni taki aldrei ákvarðanir um lífskjör okkar án samstarfs við verkalýðshreyfinguna. Þessum skilaboðum verður að koma skýrt til skila. Þar sem 1.maí er nýliðinn er sjálfsagt og eðlilegt að minna ríkisstjórn Katrínar-forsætis á þessa sanngjörnu kröfu. Samhliða verður verkalýðshreyfingin að tryggja að félagarnir séu ávallt upplýstir um stöðu og framgang einstakra mála og sameiginlega stefnu ASÍ-samtakanna og tryggja auðveldari þátttöku óbreyttra félaga að ákvarðanatöku. Það er einföld og skilvirk lýðræðisleg valdefling, sem beinlínis stuðlar að mikilvægri samstöðu á meðal launafólks. Einhver samræða hefur átt sér stað um hvort verkalýðshreyfingin eigi að eiga sinn eiginn fjölmiðil. Þroska þarf þessa samræðu og fá fleiri félaga að borðinu. Persónulega styð ég heilshugar að verkalýðshreyfingin eigi og reki sinn eiginn fjölmiðil. Óhjákvæmilega eru eftirlaunasjóðir okkar samtvinnaðir verkalýðsbaráttu okkar. Hinsvegar sætir furðu að hinn almenni sjóðsfélagi og eigandi þessara eftirlaunasjóða hafi litla eða enga aðkomu að því hverjir skipa stjórnir eftirlaunasjóðanna og að ennþá árið 2021 skipi handbendi atvinnurekanda stjórnir sjóðanna á móti okkar fulltrúum. Hvar sitja fulltrúar launafólks í stjórnum sjóða atvinnurekanda ? Myndu atvinnurekendur sætta sig við að fulltrúar launafólks hlutuðust til um hvernig atvinnurekendur fjárfestu sínum skyldusparnaði ? Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að öðrum ólöstuðum hefur opnað pandórubox spillingarinnar við lítinn fögnuð Samtaka atvinnulífsins, þessi spilling hefur fengið að grassera frá stofnun eftirlaunasjóðanna allar götur frá 1969. Af þessu tilefni er rétt að minna sjóðfélaga eftirlaunasjóðanna á Kveiks-þáttinn um hvernig eftirlaunum/félagsgjöldum okkar er í raun stolið, vegna útvistunar til þriðja aðila Init ehf, sem lætur þessa fjármuni renna til Init-reksturs ehf, sem hefur note bene engan rekstur. Rétt er að geta þess að um sömu einstaklinga er að ræða sem hættu við að Kveik viðtal þegar fyrir lág að um stórkostlega sjálftöku/þjófnað var að ræða. Þessir einstaklingar voru afhjúpaðir í besta falli um stórkostleg mistök og í versta falli þjófnað. Ég treysti því að allir stjórnarmenn eftirlaunasjóða og verkalýðsfélaga kæri þjófnaðinn til lögreglu. Tíu eftirlaunasjóðir eiga tölvukerfið sem heldur utan um sjóðsmyndun/réttindi okkar, sem var útvistað til Init ehf. Er það virkilega svo að þessir eftirlaunasjóðir hafi ekki mannskap sjálfir til að halda utan um þessa sjóðsmyndun/réttindi okkar ? VR heldur utan um sína félaga í sínu eigin tölvukerfi. Í viðtali Kveiks við Viðar Thorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar kom fram að Efling-stéttarfélag greiðir 70-80-milljónir fyrir þessa stórundarlegu þjónustu Init ehf. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun