Samstaða Kári Jónsson skrifar 6. maí 2021 10:31 Verkalýðshreyfingin telur 200.000 félaga, sem er í raun RISA-hersveit. Ekkert er mikilvægara en að þessi fjölmenna hersveit myndi samstöðu innan sinna vébanda. Þannig getum við saman flutt fjöll og náð fram betri kjarasamningum/lífskjörum fyrir launafólk. Við saman verðum að tryggja að stjórnvöld hverju sinni taki aldrei ákvarðanir um lífskjör okkar án samstarfs við verkalýðshreyfinguna. Þessum skilaboðum verður að koma skýrt til skila. Þar sem 1.maí er nýliðinn er sjálfsagt og eðlilegt að minna ríkisstjórn Katrínar-forsætis á þessa sanngjörnu kröfu. Samhliða verður verkalýðshreyfingin að tryggja að félagarnir séu ávallt upplýstir um stöðu og framgang einstakra mála og sameiginlega stefnu ASÍ-samtakanna og tryggja auðveldari þátttöku óbreyttra félaga að ákvarðanatöku. Það er einföld og skilvirk lýðræðisleg valdefling, sem beinlínis stuðlar að mikilvægri samstöðu á meðal launafólks. Einhver samræða hefur átt sér stað um hvort verkalýðshreyfingin eigi að eiga sinn eiginn fjölmiðil. Þroska þarf þessa samræðu og fá fleiri félaga að borðinu. Persónulega styð ég heilshugar að verkalýðshreyfingin eigi og reki sinn eiginn fjölmiðil. Óhjákvæmilega eru eftirlaunasjóðir okkar samtvinnaðir verkalýðsbaráttu okkar. Hinsvegar sætir furðu að hinn almenni sjóðsfélagi og eigandi þessara eftirlaunasjóða hafi litla eða enga aðkomu að því hverjir skipa stjórnir eftirlaunasjóðanna og að ennþá árið 2021 skipi handbendi atvinnurekanda stjórnir sjóðanna á móti okkar fulltrúum. Hvar sitja fulltrúar launafólks í stjórnum sjóða atvinnurekanda ? Myndu atvinnurekendur sætta sig við að fulltrúar launafólks hlutuðust til um hvernig atvinnurekendur fjárfestu sínum skyldusparnaði ? Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að öðrum ólöstuðum hefur opnað pandórubox spillingarinnar við lítinn fögnuð Samtaka atvinnulífsins, þessi spilling hefur fengið að grassera frá stofnun eftirlaunasjóðanna allar götur frá 1969. Af þessu tilefni er rétt að minna sjóðfélaga eftirlaunasjóðanna á Kveiks-þáttinn um hvernig eftirlaunum/félagsgjöldum okkar er í raun stolið, vegna útvistunar til þriðja aðila Init ehf, sem lætur þessa fjármuni renna til Init-reksturs ehf, sem hefur note bene engan rekstur. Rétt er að geta þess að um sömu einstaklinga er að ræða sem hættu við að Kveik viðtal þegar fyrir lág að um stórkostlega sjálftöku/þjófnað var að ræða. Þessir einstaklingar voru afhjúpaðir í besta falli um stórkostleg mistök og í versta falli þjófnað. Ég treysti því að allir stjórnarmenn eftirlaunasjóða og verkalýðsfélaga kæri þjófnaðinn til lögreglu. Tíu eftirlaunasjóðir eiga tölvukerfið sem heldur utan um sjóðsmyndun/réttindi okkar, sem var útvistað til Init ehf. Er það virkilega svo að þessir eftirlaunasjóðir hafi ekki mannskap sjálfir til að halda utan um þessa sjóðsmyndun/réttindi okkar ? VR heldur utan um sína félaga í sínu eigin tölvukerfi. Í viðtali Kveiks við Viðar Thorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar kom fram að Efling-stéttarfélag greiðir 70-80-milljónir fyrir þessa stórundarlegu þjónustu Init ehf. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Félagasamtök Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Verkalýðshreyfingin telur 200.000 félaga, sem er í raun RISA-hersveit. Ekkert er mikilvægara en að þessi fjölmenna hersveit myndi samstöðu innan sinna vébanda. Þannig getum við saman flutt fjöll og náð fram betri kjarasamningum/lífskjörum fyrir launafólk. Við saman verðum að tryggja að stjórnvöld hverju sinni taki aldrei ákvarðanir um lífskjör okkar án samstarfs við verkalýðshreyfinguna. Þessum skilaboðum verður að koma skýrt til skila. Þar sem 1.maí er nýliðinn er sjálfsagt og eðlilegt að minna ríkisstjórn Katrínar-forsætis á þessa sanngjörnu kröfu. Samhliða verður verkalýðshreyfingin að tryggja að félagarnir séu ávallt upplýstir um stöðu og framgang einstakra mála og sameiginlega stefnu ASÍ-samtakanna og tryggja auðveldari þátttöku óbreyttra félaga að ákvarðanatöku. Það er einföld og skilvirk lýðræðisleg valdefling, sem beinlínis stuðlar að mikilvægri samstöðu á meðal launafólks. Einhver samræða hefur átt sér stað um hvort verkalýðshreyfingin eigi að eiga sinn eiginn fjölmiðil. Þroska þarf þessa samræðu og fá fleiri félaga að borðinu. Persónulega styð ég heilshugar að verkalýðshreyfingin eigi og reki sinn eiginn fjölmiðil. Óhjákvæmilega eru eftirlaunasjóðir okkar samtvinnaðir verkalýðsbaráttu okkar. Hinsvegar sætir furðu að hinn almenni sjóðsfélagi og eigandi þessara eftirlaunasjóða hafi litla eða enga aðkomu að því hverjir skipa stjórnir eftirlaunasjóðanna og að ennþá árið 2021 skipi handbendi atvinnurekanda stjórnir sjóðanna á móti okkar fulltrúum. Hvar sitja fulltrúar launafólks í stjórnum sjóða atvinnurekanda ? Myndu atvinnurekendur sætta sig við að fulltrúar launafólks hlutuðust til um hvernig atvinnurekendur fjárfestu sínum skyldusparnaði ? Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að öðrum ólöstuðum hefur opnað pandórubox spillingarinnar við lítinn fögnuð Samtaka atvinnulífsins, þessi spilling hefur fengið að grassera frá stofnun eftirlaunasjóðanna allar götur frá 1969. Af þessu tilefni er rétt að minna sjóðfélaga eftirlaunasjóðanna á Kveiks-þáttinn um hvernig eftirlaunum/félagsgjöldum okkar er í raun stolið, vegna útvistunar til þriðja aðila Init ehf, sem lætur þessa fjármuni renna til Init-reksturs ehf, sem hefur note bene engan rekstur. Rétt er að geta þess að um sömu einstaklinga er að ræða sem hættu við að Kveik viðtal þegar fyrir lág að um stórkostlega sjálftöku/þjófnað var að ræða. Þessir einstaklingar voru afhjúpaðir í besta falli um stórkostleg mistök og í versta falli þjófnað. Ég treysti því að allir stjórnarmenn eftirlaunasjóða og verkalýðsfélaga kæri þjófnaðinn til lögreglu. Tíu eftirlaunasjóðir eiga tölvukerfið sem heldur utan um sjóðsmyndun/réttindi okkar, sem var útvistað til Init ehf. Er það virkilega svo að þessir eftirlaunasjóðir hafi ekki mannskap sjálfir til að halda utan um þessa sjóðsmyndun/réttindi okkar ? VR heldur utan um sína félaga í sínu eigin tölvukerfi. Í viðtali Kveiks við Viðar Thorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar kom fram að Efling-stéttarfélag greiðir 70-80-milljónir fyrir þessa stórundarlegu þjónustu Init ehf. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar