Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2021 12:47 Gervihnöttum á sporbraut hefur fjölgað mjög á undanförnum áratugum og ruslið samhliða því. Ástandið mun líklegast versna mjög á næstu árum. ESA Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. Rusl þetta skapar mikla hættu fyrir geimför og geimfara og ástandið mun að öllum líkindum einungis versna á komandi árum. Haldi þessi þróun áfram verður á endanum ekki hægt að skjóta geimförum frá jörðinni lengur. Aðgerða er þörf og vísindamenn víða um heim vinna að mögulegum lausnum á geimruslsvandanum. Hröð fjölgun Frá 1957 hefur mannkynið skotið um það bil 6.050 eldflaugum út í geim, samkvæmt tölfræði frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Þessar eldflaugar hafa borið um það bil 11.370 gervihnetti á sporbraut um jörðu. Þó einungis um fjögur þúsund þeirra gervihnatta séu enn virkir eru um 6.900 þeirra enn á sporbraut. Sumar eldflauganna sem fluttu þessa gervihnetti á sporbraut eru þar einnig og aðrir hlutir úr þeim eldflaugum. Geimrusl, í formi kínverksrar eldflaugar, vakti mikla athygli fyrir og um helgi. Áætlað er að rúmlega 560 atvik hafi orðið þar sem gervihnettir og annað hafa skollið saman og/eða brotnað upp í smærri hluta á sporbraut. Til samhengis má benda á tvö atvik. Þegar Kínverjar gerðu tilraun með því að skjóta eldflaug í óvirkan gervihnött árið 2007 og þegar Cosmos 2251, óvirkur rússneskur gervihnöttur, skall saman við virkan samskiptagervihnött í eigu bandaríska fyrirtækisins Iridium Satellite LLC árið 2009. Þessi tvö atvik eru talin hafa aukið geimrusl á lágri sporbraut um sjötíu prósent, samkvæmt Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Smáir hlutir á gífurlegum hraða Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Það kann ef til vill að virðast mjög litlir hlutir en þeir eru á gífurlega miklum hraða. Í því samhengi, ímyndið ykkur að verða fyrir krónu á allt að 56 þúsund kílómetra hraða. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt. Vegna þessara hluta eru hundruð viðvarana á því að einn þeirra stefni mögulega á gervihnött í hverri viku og þarf að breyta sporbraut fjölmargra þeirra, með gífurlegum kostnaði. Til viðbótar við það eru nokkur fyrirtæki byrjuð að skjóta gífurlegum fjölda gervihnatta á braut um jörðu. Frægast eru líklegast Starlink-gervihnettir SpaceX. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja senda þúsundir smárra gervihnatta á braut um jörðu og nota þá til að dreifa interneti. Eins og komið hefur fram mynda árekstrar í geimnum mikið af rusli sem getur leitt til frekari árekstra og svo koll af kolli. Þessi gerivhnatta-net, ef svo má kalla, eru talin auka líkurnar á keðjuverkun árekstra mjög. Nauðsynlegt að breyta verkferlum og hegðun Sérfræðingar áætla að munum og braki á braut um jörðu og út í geimi muni fjölga gífurlega á næstu áratugum. Breyti geimvísindastofnanir og fyrirtæki ekki verkferlum, verði á endanum ekki lengur hægt að skjóta geimförum frá jörðinni án gífurlegrar hættu á árekstri við brak. Spútnik var ekki eingöngu fyrsti gervihnöttur mannkynsins, heldur einnig fyrsta geimruslið. Um þremur mánuðum eftir að gervihnettinum var skotið á braut um jörðu seig hann aftur niður í gufuhvolfið og brann þar upp. Eins og sjá má er gífurlega mikið af geimrusli á sporbraut. Oftar en ekki, þegar gervihnöttum og öðrum munum er skotið á sporbraut, halda þeir áfram að snúast um jörðina eftir að notkun þeirra er hætt. Gamlir gervihnettir hafa skollið saman og brotnað í hundruð eða jafnvel þúsundir hluta sem eru enn á sporbraut á miklum hraða. Gerist þetta oft er hætta á að keðjuverkun myndist sem gæti grandað stórum hluta gervihnatta heimsins og myndað net braks yfir jörðinni sem fátt kæmist í gegnum. Tími til aðgerða ESA hélt í síðasta mánuði ráðsetfnu um geimrusl sem bar titilinn „Tími til aðgerða“. Stofnunin hefur sett á laggirnar verkefni Clean Space og hefur til rannsóknar ýmsar leiðir til að taka á vandamálinu sem geimrusl er. The majority of #spacedebris fragments since the start of the space age came from explosions. New technologies developed by @ESACleanSpace and others mean this won't be the case in the future.Check out more of the work being done by the #CleanSpace team https://t.co/ORxqCTLVK2 pic.twitter.com/7U17ZNhlgZ— ESA Operations (@esaoperations) April 23, 2021 Meðal þess sem ESA er að skoða er að gera breytingar á gervihnöttum. Lengja líftíma þeirra, gera forðun árekstra sjálfvirka og hanna þá þannig að þeir brenni auðveldar upp í gufhvolfinu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er verið að skoða leiðir til að farga geimrusli með því að reyna að hægja á því svo það falli til jarðar og brenni upp í gufuhvolfinu eða með því að flytja það á hærri sporbraut, sem kennd er við kirkjugarða, þar sem minni hætta stafar af þeim. Hér má svo sjá heimildarmynd ESA um geimrusl sem gefin var út í tilefni áðurnefndrar ráðstefnu. Geimurinn Tækni Vísindi SpaceX Sovétríkin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Rusl þetta skapar mikla hættu fyrir geimför og geimfara og ástandið mun að öllum líkindum einungis versna á komandi árum. Haldi þessi þróun áfram verður á endanum ekki hægt að skjóta geimförum frá jörðinni lengur. Aðgerða er þörf og vísindamenn víða um heim vinna að mögulegum lausnum á geimruslsvandanum. Hröð fjölgun Frá 1957 hefur mannkynið skotið um það bil 6.050 eldflaugum út í geim, samkvæmt tölfræði frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA. Þessar eldflaugar hafa borið um það bil 11.370 gervihnetti á sporbraut um jörðu. Þó einungis um fjögur þúsund þeirra gervihnatta séu enn virkir eru um 6.900 þeirra enn á sporbraut. Sumar eldflauganna sem fluttu þessa gervihnetti á sporbraut eru þar einnig og aðrir hlutir úr þeim eldflaugum. Geimrusl, í formi kínverksrar eldflaugar, vakti mikla athygli fyrir og um helgi. Áætlað er að rúmlega 560 atvik hafi orðið þar sem gervihnettir og annað hafa skollið saman og/eða brotnað upp í smærri hluta á sporbraut. Til samhengis má benda á tvö atvik. Þegar Kínverjar gerðu tilraun með því að skjóta eldflaug í óvirkan gervihnött árið 2007 og þegar Cosmos 2251, óvirkur rússneskur gervihnöttur, skall saman við virkan samskiptagervihnött í eigu bandaríska fyrirtækisins Iridium Satellite LLC árið 2009. Þessi tvö atvik eru talin hafa aukið geimrusl á lágri sporbraut um sjötíu prósent, samkvæmt Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA. Smáir hlutir á gífurlegum hraða Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Það kann ef til vill að virðast mjög litlir hlutir en þeir eru á gífurlega miklum hraða. Í því samhengi, ímyndið ykkur að verða fyrir krónu á allt að 56 þúsund kílómetra hraða. Hér má sjá stutt myndband frá ESA þar sem geimrusl er útskýrt á myndrænan hátt. Vegna þessara hluta eru hundruð viðvarana á því að einn þeirra stefni mögulega á gervihnött í hverri viku og þarf að breyta sporbraut fjölmargra þeirra, með gífurlegum kostnaði. Til viðbótar við það eru nokkur fyrirtæki byrjuð að skjóta gífurlegum fjölda gervihnatta á braut um jörðu. Frægast eru líklegast Starlink-gervihnettir SpaceX. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja senda þúsundir smárra gervihnatta á braut um jörðu og nota þá til að dreifa interneti. Eins og komið hefur fram mynda árekstrar í geimnum mikið af rusli sem getur leitt til frekari árekstra og svo koll af kolli. Þessi gerivhnatta-net, ef svo má kalla, eru talin auka líkurnar á keðjuverkun árekstra mjög. Nauðsynlegt að breyta verkferlum og hegðun Sérfræðingar áætla að munum og braki á braut um jörðu og út í geimi muni fjölga gífurlega á næstu áratugum. Breyti geimvísindastofnanir og fyrirtæki ekki verkferlum, verði á endanum ekki lengur hægt að skjóta geimförum frá jörðinni án gífurlegrar hættu á árekstri við brak. Spútnik var ekki eingöngu fyrsti gervihnöttur mannkynsins, heldur einnig fyrsta geimruslið. Um þremur mánuðum eftir að gervihnettinum var skotið á braut um jörðu seig hann aftur niður í gufuhvolfið og brann þar upp. Eins og sjá má er gífurlega mikið af geimrusli á sporbraut. Oftar en ekki, þegar gervihnöttum og öðrum munum er skotið á sporbraut, halda þeir áfram að snúast um jörðina eftir að notkun þeirra er hætt. Gamlir gervihnettir hafa skollið saman og brotnað í hundruð eða jafnvel þúsundir hluta sem eru enn á sporbraut á miklum hraða. Gerist þetta oft er hætta á að keðjuverkun myndist sem gæti grandað stórum hluta gervihnatta heimsins og myndað net braks yfir jörðinni sem fátt kæmist í gegnum. Tími til aðgerða ESA hélt í síðasta mánuði ráðsetfnu um geimrusl sem bar titilinn „Tími til aðgerða“. Stofnunin hefur sett á laggirnar verkefni Clean Space og hefur til rannsóknar ýmsar leiðir til að taka á vandamálinu sem geimrusl er. The majority of #spacedebris fragments since the start of the space age came from explosions. New technologies developed by @ESACleanSpace and others mean this won't be the case in the future.Check out more of the work being done by the #CleanSpace team https://t.co/ORxqCTLVK2 pic.twitter.com/7U17ZNhlgZ— ESA Operations (@esaoperations) April 23, 2021 Meðal þess sem ESA er að skoða er að gera breytingar á gervihnöttum. Lengja líftíma þeirra, gera forðun árekstra sjálfvirka og hanna þá þannig að þeir brenni auðveldar upp í gufhvolfinu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er verið að skoða leiðir til að farga geimrusli með því að reyna að hægja á því svo það falli til jarðar og brenni upp í gufuhvolfinu eða með því að flytja það á hærri sporbraut, sem kennd er við kirkjugarða, þar sem minni hætta stafar af þeim. Hér má svo sjá heimildarmynd ESA um geimrusl sem gefin var út í tilefni áðurnefndrar ráðstefnu.
Geimurinn Tækni Vísindi SpaceX Sovétríkin Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira