Vor að hörðum vetri loknum Kolbrún Birna Bjarnadóttir og Valur Ægisson skrifa 11. maí 2021 10:01 Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Valur Ægisson Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun