Vor að hörðum vetri loknum Kolbrún Birna Bjarnadóttir og Valur Ægisson skrifa 11. maí 2021 10:01 Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Valur Ægisson Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Í augum flestra var árið 2020 óhefðbundið. Það einkenndist af heimavinnu, Teams-hittingum og ferðalögum innanlands. Áhrif veirufaraldursins á hagkerfi heimsins voru mikil og hagvöxtur var neikvæður í fyrsta sinn síðan árið 2009. Alþjóðlegir orkumarkaðir og afurðamarkaðir stórnotenda fóru ekki varhluta af þessu og árið var sögulegt fyrir þær sakir að verð voru mjög lág og jafnvel lægri en nokkru sinni fyrr. Hinn fullkomni stormur Á evrópskum orkumörkuðum lækkuðu verð vegna minni eftirspurnar og hægagangs efnahagslífsins. Verð á þýska raforkumarkaðnum í apríl var það lægsta frá árinu 2000 eða tæpar 17 evrur á megawattstund. Það verð var þó hátt miðað við júlímánuð á Norðurlöndunum, en þá var verð á Nord Pool markaðnum 2 evrur á megawattstund, langlægsta verð frá stofnun markaðarins í lok síðustu aldar. Til samanburðar má nefna að meðalverð ársins 2019 á Norðurlöndunum og Þýskalandi var tæpar 40 evrur á megawattstund. Það má segja að hinn fullkomni stormur hafi myndast á Nord Pool á seinasta ári. Margir samverkandi þættir ollu því að tenging við aðra markaði rofnaði og raforkuverð náði lægstu lægðum. Auk áhrifa heimskreppunnar á eftirspurn var offramboð á raforku vegna hagfellds veðurfars og hraðrar þróunar vindorku. Nýtt framboð kom inn á markaðinn áður en samtengingar við nágrannalönd voru auknar með nýjum sæstrengjum. Þessi einstaka atburðarás gerði að verkum að raforkuverð á Norðurlöndunum lækkaði meira en ella. Lágt afurðaverð í heimsfaraldri Framleiðendur málma fóru ekki varhluta af minni eftirspurn og dæmi voru um að markaðir viðskiptavina lokuðust. Í heiminum utan Kína dróst eftirspurn áls saman um 13% frá fyrra ári og kísilmálms um 10%. Verð lækkuðu og fór álverð lægst í tæplega 1.500 dollara á tonnið síðasta vor og kísilverð í rúmlega 1.800 dollara á tonn. Ljóst er að rekstur ál- og kísilvera er erfiður þegar verð eru lág, en afurðaverðið hefur mest áhrif á fjárhagslega afkomu slíks reksturs. Til að koma til móts við krefjandi stöðu á mörkuðum viðskiptavina sinna ákvað Landsvirkjun að lækka verð tímabundið til þeirra viðskiptavina sem greiddu orkuverð yfir kostnaðarverði eða voru ekki með innbyggðar verðtengingar í samningum. Með því tókst að verja samkeppnishæfni þeirra og tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og nýtingu innviða sem Landsvirkjun og viðskiptavinir okkar hafa fjárfest í. Dagrenning á mörkuðum Eftir dimmviðri síðasta árs á mörkuðum hefur birt yfir á fyrstu mánuðum ársins 2021. Raforkuverð á evrópskum mörkuðum hefur hækkað og er í dag hærra en það var fyrir kórónuveirufaraldurinn, en meðalverð á Nord Pool það sem af er þessum mánuði er yfir 50 evrum á megawattstund. Jafnvægi hefur náðst á milli framboðs og eftirspurnar á norræna markaðnum. Eftirspurn er nú orðin svipuð því sem hún var árið 2019, framboð frá endurnýjanlegum orkugjöfum er í meðallagi og nýjar tengingar við nágrannalönd komnar í gagnið. Spurn eftir málmum hefur tekið við sér og náð fyrri styrk. Álverð hefur hækkað um 60% frá því það fór hvað lægst og stendur í dag í rúmlega 2.400 dollurum á tonn. Því til viðbótar hefur svokallað sérvöruálag (e. premium) hækkað umtalsvert. Sem dæmi hefur verð á álstöngum, sem er megin framleiðsluvara álvers Rio Tinto í Straumsvík, rúmlega þrefaldast á síðustu 12 mánuðum og fær álverið í dag samtals rúmlega 3.200 dollara á tonn fyrir framleiðsluvöru sína. Við í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun stöndum fyrir opnum fundi á morgun, miðvikudaginn 12. maí undir yfirskriftinni Dagrenning á mörkuðum, þar sem við og álsérfræðingur frá breska greiningarfyrirtækinu CRU förum yfir þróun á mörkuðum og áhrif þeirra hræringa á samkeppnisstöðu raforkugeirans á Íslandi. Fundurinn hefst kl. 9 og verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu Landsvirkjunar. Valur Ægisson er forstöðumaður viðskiptagreiningar og þróunar markaða hjá Landsvirkjun Kolbrún Birna Bjarnadóttir er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun