Körfubolti

NBA dagsins: Magnaður Tatum hóg­vær eftir að skora 50 stig ás­amt því helsta úr leikjunum í nótt

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tatum í baráttunni við Blake Griffin í nótt.
Tatum í baráttunni við Blake Griffin í nótt. EPA-EFE/CJ GUNTHER

Jayson Tatum skoraði 50 stig er Boston Celtics hélt sér á lífi í einvígi liðsins gegn Brooklyn Nets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þá komst Atlanta Hawks í 2-1 gegn New York Knicks og Los Angeles Clippers minnkuðu muninn í 2-1 gegn Dallas Mavericks

Þá komst Atlanta Hawks í 2-1 gegn New York Knicks og Los Angeles Clippers minnkuðu muninn í 2-1 gegn Dallas Mavericks.

Luka Dončić átti einnig stórleik fyrir Dallas en það dugði ekki til að landa þriðja sigrinum í röð gegn Clippers. Þá hefndi Trae Young fyrir hrákuna sem hann fékk á sig er Hawks töpuðu í Garðinum í New York á dögunum.

„Bara að gefa allt sem við áttum í leikinn. Það var gaman að spila leik í úrslitakeppninni í TD Garden [heimavelli Boston], það er langt síðan síðast. Það var frábært að spila fyrir framan stuðningsfólk okkar og verja okkar heimavöll,“ sagði sigurreifur Tatum að leik loknum.

Tatum varð í nótt þriðji yngsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að skora 50 stig í úrslitakeppninni. Hann var spurður út í það afrek.

„Ég reyndi bara að vera betri. Ég átti erfitt kvöld í fyrsta leik og spilaði ekki mikið í leik tvö svo reynum við einfaldlega að gera allt sem við getum til að vinna,“ sagði Tatum áður en hann var truflaður þar sem strákurinn hans stakk af.

„Ég get ekki beðið. Það hefur verið langt síðan við vorum með fullt hús. Ég sakna þeirra og þau sakna þess eflaust að sjá okkur spila með berum augum. Við þurfum bara að einbeita okkur að næsta leik núna,“ sagði Tatum að lokum áður en hann reyndi að hafa upp á syni sínum.

Celtics mæta Nets að nýju á heimavelli á sunnudagskvöld. Þar fá heimamenn í Boston tækifæri til að jafna seríuna í 2-2

Hér að neðan má sjá allt það helsta úr leikjum kvöldsins, þar á meðal viðtalið við Tatum í heild sinni.

Klippa: NBA dagsins

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×