Eldræða dúx um þungunarrof í Texas vakti gífurlega athygli Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2021 22:16 Paxton Smith í pontu á útskriftarafhöfn hennar á sunnudaginn. Paxton Smith, dúx Lake Highlands skólans í Texas, hætti við að halda þá ræðu sem skólastjórnendur höfðu samþykkt og hélt þess í stað ræðu um lög um þungunarrof í ríkinu íhaldssama. Eldræða hennar, þar sem hún talaði um „stríð gegn líkömum og réttindum“ hennar og annarra stúlkna og kvenna, hefur náð gífurlegri dreifingu á netinu. Upprunalega ætlaði Smith að tala um fjölmiðla í ræðu sinni á sunnudaginn en þess í stað talaði hún um ný lög í Texas og sagði ókunnuga menn hafa tekið ákvörðun sem breytti lífum hennar og annarra kvenna. „Ég á mér drauma, vonir og metnað. Það sama á við hverja stúlku sem er að útskrifast í dag,“ sagði Smith. „Við höfum unnið hörðum höndum að framtíð okkar og án aðkomu okkar eða samþykkis höfum við verið sviptar stjórn yfir framtíðinni.“ Hún sagðist lafandi hrædd við það að getnaðarvarnir virkuðu ekki sem skyldi eða henni yrði nauðgað. Þá skiptu draumar hennar, vonir og metnaður ekki lengur máli. Hlusta má á ræðu Smith í spilaranum hér að neðan. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, skrifaði nýverið undir umdeilt lagafrumvarp Repúblikana í Texas, sem snýr að því að banna þungunarrof eftir sex vikna óléttu. Flestar konur vita ekki að þær séu óléttar innan sex vikna og í lögunum er engin undanþága gefin vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þessi lög eru kölluð hjartsláttar-lögin þar sem hægt er að nota háþróaða tækni til að greina rafbylgjur frá fósturvísum eftir sex vikur, jafnvel þó fósturvísir sé ekki skilgreindur sem fóstur fyrr en í upphafi elleftu viku óléttu. Lögin, sem eiga að taka gildi í september, eru með þeim ströngustu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt New York Times. Þau eru sömuleiðis einstök að því leyti að samkvæmt þeim má hver sem er höfða mál gegn einhverjum sem á að hafa framkvæmt eða aðstoðað við þungunarrof. Gagnrýnendur þeirra segja að andstæðingar þungunarrofs muni geta notað réttarkerfið til að láta lögsóknum rigna yfir lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúklinga og jafnvel vini sem keyra konur í þungunarrof eða foreldra sem greiða fyrir slíka aðgerð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Féll ekki í kramið hjá öllum Ræðan hefur eins og áður segir vakið mikla athygli og hefur verið fjallað um hana í stærstu fjölmiðlum vestanhafs. Eðli málsins samkvæmt hefur ræða Smith ekki fallið í kramið hjá öllum en samkvæmt AP fréttaveitunni ætla embættismenn sem stýra skólakerfi Lake Higlands að endurskoða reglurnar og framkvæmd ræðu þess sem verður dúx næsta árs. Smith sagðist í samtali við AP ekki hafa getað flutt sína upprunalegu ræðu. Hún hafi verið að reyna að klára ákveðið verkefni í aðdraganda útskriftarhátíðarinnar en ekki getað hætt að hugsa um lögin nýju. Þá sagðist hún hafa óttast að slökkt yrði á hljóðnema hennar og að henni yrði mögulega ekki afhent prófskírteini hennar. Ekki var slökkt á hljóðnemanum en henni var tilkynnt að forsvarsmenn skólans hefðu rætt sín á milli um að afhenda henni ekki prófskírteinið. Þá sagði hún viðbrögðin við ræðunni hafa komið sér verulega á óvart. Henni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum og þar á meðal af Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðenda. This took guts. Thank you for not staying silent, Paxton. https://t.co/DlwEgmMRGN— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 2, 2021 Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp lög sem meina þungunarrof eftir sex vikur en alríkisdómstólar hafa að mestu komið í veg fyrir að þessi lög taki gildi. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti hins vegar nýverið að taka fyrir lög í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtán vikur. Verði niðurstaða Hæstaréttar í því máli í takt við andstæðinga þungunarrofs gæti það leitt til enn meiri takmarkana víðsvegar um Bandaríkin. Dómarar skipaðir af Repúblikönum eru í meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Hæstiréttur mun líklegast taka málið upp í haust og búist er við niðurstöðu næsta vor. Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Upprunalega ætlaði Smith að tala um fjölmiðla í ræðu sinni á sunnudaginn en þess í stað talaði hún um ný lög í Texas og sagði ókunnuga menn hafa tekið ákvörðun sem breytti lífum hennar og annarra kvenna. „Ég á mér drauma, vonir og metnað. Það sama á við hverja stúlku sem er að útskrifast í dag,“ sagði Smith. „Við höfum unnið hörðum höndum að framtíð okkar og án aðkomu okkar eða samþykkis höfum við verið sviptar stjórn yfir framtíðinni.“ Hún sagðist lafandi hrædd við það að getnaðarvarnir virkuðu ekki sem skyldi eða henni yrði nauðgað. Þá skiptu draumar hennar, vonir og metnaður ekki lengur máli. Hlusta má á ræðu Smith í spilaranum hér að neðan. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, skrifaði nýverið undir umdeilt lagafrumvarp Repúblikana í Texas, sem snýr að því að banna þungunarrof eftir sex vikna óléttu. Flestar konur vita ekki að þær séu óléttar innan sex vikna og í lögunum er engin undanþága gefin vegna nauðgunar eða sifjaspells. Þessi lög eru kölluð hjartsláttar-lögin þar sem hægt er að nota háþróaða tækni til að greina rafbylgjur frá fósturvísum eftir sex vikur, jafnvel þó fósturvísir sé ekki skilgreindur sem fóstur fyrr en í upphafi elleftu viku óléttu. Lögin, sem eiga að taka gildi í september, eru með þeim ströngustu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt New York Times. Þau eru sömuleiðis einstök að því leyti að samkvæmt þeim má hver sem er höfða mál gegn einhverjum sem á að hafa framkvæmt eða aðstoðað við þungunarrof. Gagnrýnendur þeirra segja að andstæðingar þungunarrofs muni geta notað réttarkerfið til að láta lögsóknum rigna yfir lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúklinga og jafnvel vini sem keyra konur í þungunarrof eða foreldra sem greiða fyrir slíka aðgerð, samkvæmt AP fréttaveitunni. Féll ekki í kramið hjá öllum Ræðan hefur eins og áður segir vakið mikla athygli og hefur verið fjallað um hana í stærstu fjölmiðlum vestanhafs. Eðli málsins samkvæmt hefur ræða Smith ekki fallið í kramið hjá öllum en samkvæmt AP fréttaveitunni ætla embættismenn sem stýra skólakerfi Lake Higlands að endurskoða reglurnar og framkvæmd ræðu þess sem verður dúx næsta árs. Smith sagðist í samtali við AP ekki hafa getað flutt sína upprunalegu ræðu. Hún hafi verið að reyna að klára ákveðið verkefni í aðdraganda útskriftarhátíðarinnar en ekki getað hætt að hugsa um lögin nýju. Þá sagðist hún hafa óttast að slökkt yrði á hljóðnema hennar og að henni yrði mögulega ekki afhent prófskírteini hennar. Ekki var slökkt á hljóðnemanum en henni var tilkynnt að forsvarsmenn skólans hefðu rætt sín á milli um að afhenda henni ekki prófskírteinið. Þá sagði hún viðbrögðin við ræðunni hafa komið sér verulega á óvart. Henni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum og þar á meðal af Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðenda. This took guts. Thank you for not staying silent, Paxton. https://t.co/DlwEgmMRGN— Hillary Clinton (@HillaryClinton) June 2, 2021 Nokkur önnur ríki Bandaríkjanna hafa tekið upp lög sem meina þungunarrof eftir sex vikur en alríkisdómstólar hafa að mestu komið í veg fyrir að þessi lög taki gildi. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti hins vegar nýverið að taka fyrir lög í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtán vikur. Verði niðurstaða Hæstaréttar í því máli í takt við andstæðinga þungunarrofs gæti það leitt til enn meiri takmarkana víðsvegar um Bandaríkin. Dómarar skipaðir af Repúblikönum eru í meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna. Sjá einnig: Tekur upp mál sem gæti takmarkað rétt kvenna til þungunarofs Hæstiréttur mun líklegast taka málið upp í haust og búist er við niðurstöðu næsta vor.
Bandaríkin Þungunarrof Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira