Norðanáttir valdi því að júní verði kaldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2021 21:04 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við köldum júní. Vísir/Samsett Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við því að júnímánuður verði nokkuð kaldur hér á landi, sökum norðanáttar sem verði ríkjandi. „Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“ Veður Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
„Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“
Veður Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira