Hvað eru 3 ár í lífi barns? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 10. júní 2021 08:30 Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Helsta arfleið ríkisstjórninnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlag sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Það er eins og ríkisstjórnin hafi innleitt 11. boðorðið um að heiðra skuli miðstýringu alla daga. Afleiðing miðstýringarinnar er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Þrjú ár í lífi barns er drjúgur hluti æsku þess. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar mikilvæg þjónusta á borð við þessa er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er einfaldlega skammarleg staða, enda fátt sem skilgreinir samfélög meira en hvernig þau koma fram við börn. Biðlistar barna Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist stöðugt en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Á listanum hefur fjölgað um fjórðung. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og búa við óvissu og álag vegna þessarar þungu biðar. Um helmingi fleiri eru á biðlista eftir hnéaðgerðum og hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Um mjaðmaaðgerðir er staðan sú að 37% aukning er í hópi þeirra sem hafa beðið þrjá mánuði eða lengur eftir að aðgerð. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Biðlistar eru því miður ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. Sú stefna að lengja biðista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Stjórnin vinnur eftir hugmyndafræði sem gengur út á það að hafna framlagi sjálfstæðra sérfræðinga sem gætu veitt fólki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á skýlaust að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Það er algjört grundvallaratriði og óumdeilt. Það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Nauðsynleg þjónusta barna ekki í boði En að þessum leikreglum gefnum á ekki öllu máli að skipta hvar sálfræðingurinn eða talmeinafræðingurinn starfar. Foreldrar barna sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu í stað þess að þurfa að greiða um 18.000 kr. fyrir tímann hjá sálfræðingi. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Fólk vill heldur ekki frekar fljúga til Svíþjóðar til að fara í liðskiptaaðgerð á sænskri einkastofu, frekar en á íslenskri. Ferðirnar til Svíþjóðar eru allt að þrisvar sinnum dýrari en að láta framkvæma þessar aðgerðir hér heima. Þessi útgjöld samþykkir fjármálaráðherra og ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti í þessu máli allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn bæði Sjálfstæðissflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu og orð um annað núna er afvegaleiðing. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lærdómur heimsfaraldurs er að saman vegnar okkur betur. Samstaða og samkennd einkenndu viðbrögð þjóðar í upphafi heimsfaraldurs og ríkir enn í baráttunni við heimsfaraldurinn. Í því farsæla samstarfi sem Þórólfur, Alma og þeirra teymi átti við Kára og allt hans teymi truflaði það ekki ríkisstjórnina að fulltrúar opinbera kerfisins og fulltrúar einkaframtaksins unnu saman að því verkefni að verja heilbrigði þjóðarinnar. Helsta arfleið ríkisstjórninnar í heilbrigðismálunum er engu að síður að hafa keyrt harða stefnu þar sem framlag sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu er hafnað. Það er eins og ríkisstjórnin hafi innleitt 11. boðorðið um að heiðra skuli miðstýringu alla daga. Afleiðing miðstýringarinnar er Íslandsmet í biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu. Á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins voru um 350 börn í byrjun ársins, þar sem um 2 ára bið er núna. Um 900 börn bíða þjónustu talmeinafræðinga. Biðin eftir þeirri þjónustu er frá 17 mánuðum og upp í 36 mánuði. Þrjú ár í lífi barns er drjúgur hluti æsku þess. Allir geta séð hvaða afleiðingar það hefur á barn og fjölskyldu þess þegar mikilvæg þjónusta á borð við þessa er ekki aðgengileg mánuðum og árum saman. Það er einfaldlega skammarleg staða, enda fátt sem skilgreinir samfélög meira en hvernig þau koma fram við börn. Biðlistar barna Börn jafnt sem aldraðir bíða á vakt ríkisstjórnarinnar. Biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum lengist stöðugt en um 450 manns biðu í upphafi ársins. Á listanum hefur fjölgað um fjórðung. Allt það fólk á fjölskyldu sem bíður með þeim og búa við óvissu og álag vegna þessarar þungu biðar. Um helmingi fleiri eru á biðlista eftir hnéaðgerðum og hafa beðið lengur en í þrjá mánuði. Um mjaðmaaðgerðir er staðan sú að 37% aukning er í hópi þeirra sem hafa beðið þrjá mánuði eða lengur eftir að aðgerð. Biðlistar eru eftir sjúkraþjálfurum, sálfræðingum og talmeinafræðingum. Og biðlistar eru sérstaklega langir á landsbyggðunum. Biðlistar eru því miður ekki nýtt vandamál og tilvist þeirra verður ekki alfarið skrifuð á ríkisstjórnina. Sú stefna að lengja biðista eftir heilbrigðisþjónustu skrifast hins vegar á þessa stjórn. Stjórnin er nefnilega markviss í aðgerðum sem vitað er að hægja á kerfinu. Stjórnin vinnur eftir hugmyndafræði sem gengur út á það að hafna framlagi sjálfstæðra sérfræðinga sem gætu veitt fólki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á skýlaust að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Það er algjört grundvallaratriði og óumdeilt. Það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla. Við höfum í gegnum tíðina átt býsna gott kerfi sem byggist á norrænni hugmyndafræði, þar sem jafnt aðgengi og þjónusta er leiðarstefið. Svo þarf að vera áfram. Nauðsynleg þjónusta barna ekki í boði En að þessum leikreglum gefnum á ekki öllu máli að skipta hvar sálfræðingurinn eða talmeinafræðingurinn starfar. Foreldrar barna sem bíða eftir talmeinafræðingi eða sálfræðingi, sjá það alveg örugglega ekki sem stóra svarið hvort sálfræðingurinn sé ríkisstarfsmaður. Það sem skiptir foreldrana máli er að þjónusta barnsins sé góð, aðgengileg og niðurgreidd af ríkinu. Í dag er svo ekki, enda hefur heilbrigðisráðherra dregið lappirnar um að tryggja fjármögnun sem getur veitt fjölskyldum þá þjónustu í stað þess að þurfa að greiða um 18.000 kr. fyrir tímann hjá sálfræðingi. Þrátt fyrir að sálfræðifrumvarp Viðreisnar hafi verið samþykkt og sé orðið að lögum, með heimild til þess að gera samning við sálfræðinga, þá dugar það ekki til því ríkisstjórnin er í stríði við sjálfstætt starfandi fagaðila í heilbrigðisþjónustu. Fólk vill heldur ekki frekar fljúga til Svíþjóðar til að fara í liðskiptaaðgerð á sænskri einkastofu, frekar en á íslenskri. Ferðirnar til Svíþjóðar eru allt að þrisvar sinnum dýrari en að láta framkvæma þessar aðgerðir hér heima. Þessi útgjöld samþykkir fjármálaráðherra og ríkisstjórnarflokkarnir hafa gengið í takti í þessu máli allt kjörtímabilið. Allt þetta kjörtímabil hafa þingmenn bæði Sjálfstæðissflokks og Framsóknarflokks stutt þessa stefnu og orð um annað núna er afvegaleiðing. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun