Að bjóða ómöguleika Linda Björk Markúsdóttir skrifar 16. júní 2021 14:00 Á Íslandi öllu eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi, um það bil einn á hverja 2.500 íbúa. Málþroskaröskun er með algengustu þroskaröskunum og ætla má að 7-8% barna á öllum skólastigum séu haldin henni, eða 1-2 börn í hverjum 20 manna bekk. Þá er ótalið allt annað sem getur krafist inngrips talmeinafræðings, svo sem framburðarfrávik, málstol, raddtruflanir, stam og kyngingarerfiðleikar. En hvernig gengur þessi stærðfræði upp? Hvernig geta 144 talmeinafræðingar sinnt þessu öllu saman? Stutta svarið er að þeir geta það ekki og á biðlistum eftir þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga á landsvísu eru hundruð barna, unglinga og fullorðinna sem geta átt von á því að dúsa á þessum listum mánuðum og jafnvel árum saman. Við erum ekki eina fámenna stéttin hérlendis og þið veltið því kannski fyrir ykkur hvaða harmavæl þetta sé. Jú, haldið ykkur nú fast. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar eru með gildandi rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem hefur ákveðið að þeir einir geti orðið aðilar að þessum samningi sem hafi tveggja ára starfsreynslu sem talmeinafræðingar. Það þýðir að þeir sem útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði geta ekki lagt sín lóð á biðlistavogarskálarnar fyrr en tveimur og hálfu ári eftir útskrift þar sem hálfs árs handleiðslu er krafist áður starfsleyfi fæst frá Landlæknisembættinu. Mikið hefur gengið á vegna þessa ákvæðis og SÍ hefur boðið stéttinni svokallaða fyrirtækjasamninga í stað núgildandi rammasamnings. Þá er samið við hverja starfsstöð fyrir sig og er myndin máluð þannig að ef nægilega margir innan starfsstöðvarinnar séu reynslumiklir megi ráða 1-2 nýtalmeinafræðinga. Frábært? Nei. Það eru sárafáar stofur talmeinafræðinga sem uppfylla skilyrði mögulegra fyrirtækjasamninga og einyrkjarnir sem starfa úti á landi fá ekki slíkan samning. Það vill svo merkilega til að málþroskaraskanir og aðrir tal- og málgallar hafa ekki hugmynd um þau eigi að halda sig innan höfuðborgarsvæðisins og því er þörfin síst minni á landsbyggðinni. Fyrirtækjasamningar leysa því engan vanda og eru líklegir til að valda óæskilegri samkeppni og sundrung innan stéttarinnar. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ber fyrir sig að fjárveitingar frá Alþingi til málaflokksins dugi ekki til. Fjármagnið sem málaflokkurinn þarfnast er smáaurar borið saman við þann samfélagslega ávinning sem hér gæti verið um að ræða. Ef peningar eru í raun öll ástæðan fyrir ákvæðinu biðlum við talmeinafræðingar, fyrir hönd allra sem bíða eftir þjónustu okkar, til ríkisstjórnarinnar og Alþingis alls að seilast örlítið dýpra í vasana og velta öllum ríkispullunum við. Látið okkur svo vita hvað þið finnið. Hver veit nema stéttin, kosningabærir skjólstæðingar hennar og allir aðstandendurnir finni þá flokksbókstafinn ykkar í komandi kosningum. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi öllu eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi, um það bil einn á hverja 2.500 íbúa. Málþroskaröskun er með algengustu þroskaröskunum og ætla má að 7-8% barna á öllum skólastigum séu haldin henni, eða 1-2 börn í hverjum 20 manna bekk. Þá er ótalið allt annað sem getur krafist inngrips talmeinafræðings, svo sem framburðarfrávik, málstol, raddtruflanir, stam og kyngingarerfiðleikar. En hvernig gengur þessi stærðfræði upp? Hvernig geta 144 talmeinafræðingar sinnt þessu öllu saman? Stutta svarið er að þeir geta það ekki og á biðlistum eftir þjónustu sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga á landsvísu eru hundruð barna, unglinga og fullorðinna sem geta átt von á því að dúsa á þessum listum mánuðum og jafnvel árum saman. Við erum ekki eina fámenna stéttin hérlendis og þið veltið því kannski fyrir ykkur hvaða harmavæl þetta sé. Jú, haldið ykkur nú fast. Sjálfstætt starfandi talmeinafræðingar eru með gildandi rammasamning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) sem hefur ákveðið að þeir einir geti orðið aðilar að þessum samningi sem hafi tveggja ára starfsreynslu sem talmeinafræðingar. Það þýðir að þeir sem útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði geta ekki lagt sín lóð á biðlistavogarskálarnar fyrr en tveimur og hálfu ári eftir útskrift þar sem hálfs árs handleiðslu er krafist áður starfsleyfi fæst frá Landlæknisembættinu. Mikið hefur gengið á vegna þessa ákvæðis og SÍ hefur boðið stéttinni svokallaða fyrirtækjasamninga í stað núgildandi rammasamnings. Þá er samið við hverja starfsstöð fyrir sig og er myndin máluð þannig að ef nægilega margir innan starfsstöðvarinnar séu reynslumiklir megi ráða 1-2 nýtalmeinafræðinga. Frábært? Nei. Það eru sárafáar stofur talmeinafræðinga sem uppfylla skilyrði mögulegra fyrirtækjasamninga og einyrkjarnir sem starfa úti á landi fá ekki slíkan samning. Það vill svo merkilega til að málþroskaraskanir og aðrir tal- og málgallar hafa ekki hugmynd um þau eigi að halda sig innan höfuðborgarsvæðisins og því er þörfin síst minni á landsbyggðinni. Fyrirtækjasamningar leysa því engan vanda og eru líklegir til að valda óæskilegri samkeppni og sundrung innan stéttarinnar. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, ber fyrir sig að fjárveitingar frá Alþingi til málaflokksins dugi ekki til. Fjármagnið sem málaflokkurinn þarfnast er smáaurar borið saman við þann samfélagslega ávinning sem hér gæti verið um að ræða. Ef peningar eru í raun öll ástæðan fyrir ákvæðinu biðlum við talmeinafræðingar, fyrir hönd allra sem bíða eftir þjónustu okkar, til ríkisstjórnarinnar og Alþingis alls að seilast örlítið dýpra í vasana og velta öllum ríkispullunum við. Látið okkur svo vita hvað þið finnið. Hver veit nema stéttin, kosningabærir skjólstæðingar hennar og allir aðstandendurnir finni þá flokksbókstafinn ykkar í komandi kosningum. Höfundur er talmeinafræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun