...en með ólögum eyða Katrín Atladóttir skrifar 26. júní 2021 16:00 Nefnd um eftirlit með lögreglu telur vísbendingar um að dagbókarfærsla lögreglu um meint sóttvarnabrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu hafi verið efnislega röng og ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af slíku tagi. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að ásetningur lögregluþjónanna hafi verið að skrifa æsilega dagbókarfærslu, sem fólk myndi lesa, sem átti sérstaklega að beinast að svokölluðum „Sjálfstæðis-framapoturum“ úr hópi kvenkyns sýningargesta. Því fer fjarri að ásetningur lögreglu og efnislega röng tilkynning sé það alvarlegasta við málið. Í niðurstöðunni nefndarinnar kemur einnig fram að lögregla átti við sönnunargögn áður en þau voru afhent. Þar sem ummæli lögregluþjóna reyndust óheppileg var hljóðið afmáð. Fram kemur að margar tilraunir hafi þurft til að nefndin fengi ósvikin sönnunargögn í hendur. Til hvers eru búkmyndavélar? Háttsemi embættisins vekur upp ýmsar spurningar. Hve oft hefur því bragði verið beitt að breyta einfaldlega sönnunargögnum sem eru lögreglunni ekki þóknanleg? Við smá eftirgrennslan kemur í ljós að áður hefur verið kvartað yfir seinagangi við afhendingu gagna og að hljóðið vanti í upptökurnar. Búkmyndavélar lögregluþjóna eiga ekki eingöngu að vernda hagsmuni lögreglunnar sjálfrar, heldur einnig borgarana. Við þekkjum dæmi erlendis frá þar sem slíkar vélar hafa komið upp um gróf mannréttindabrot. Það er því grafalvarlegt að átt sé við gögnin áður en þau eru afhent. Að standa undir traustinu Ekki er langt síðan að almenn lögregla vopnvæddist, þegar komið var fyrir byssum í lögreglubílum, án þess að það samtal hafi verið átt við borgarana. Lögreglan hefur lýst sig andsnúna frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta, sem kemur ekki á óvart því við vitum að lögreglan hefur farið frjálslega með líkamsleitarheimildir. Að auki hefur lögreglan lýst yfir ánægju með hugmyndir um banna notkun rafhlaupahjóla á helgarkvöldum og talað fyrir því að skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Lögreglan er mikilvæg stofnun, hún er hér til að þjóna landsmönnum og vernda þá. Lögreglan hefur einkarétt á valdbeitingu og þarf því að sýna hún er traustsins verð. Það er ekki gert með því að banna hluti sem fólk gerir sér til skemmtunar, segja ósatt í fréttatilkynningum eða eyða sönnunargögnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Ráðherra í Ásmundarsal Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nefnd um eftirlit með lögreglu telur vísbendingar um að dagbókarfærsla lögreglu um meint sóttvarnabrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu hafi verið efnislega röng og ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af slíku tagi. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að ásetningur lögregluþjónanna hafi verið að skrifa æsilega dagbókarfærslu, sem fólk myndi lesa, sem átti sérstaklega að beinast að svokölluðum „Sjálfstæðis-framapoturum“ úr hópi kvenkyns sýningargesta. Því fer fjarri að ásetningur lögreglu og efnislega röng tilkynning sé það alvarlegasta við málið. Í niðurstöðunni nefndarinnar kemur einnig fram að lögregla átti við sönnunargögn áður en þau voru afhent. Þar sem ummæli lögregluþjóna reyndust óheppileg var hljóðið afmáð. Fram kemur að margar tilraunir hafi þurft til að nefndin fengi ósvikin sönnunargögn í hendur. Til hvers eru búkmyndavélar? Háttsemi embættisins vekur upp ýmsar spurningar. Hve oft hefur því bragði verið beitt að breyta einfaldlega sönnunargögnum sem eru lögreglunni ekki þóknanleg? Við smá eftirgrennslan kemur í ljós að áður hefur verið kvartað yfir seinagangi við afhendingu gagna og að hljóðið vanti í upptökurnar. Búkmyndavélar lögregluþjóna eiga ekki eingöngu að vernda hagsmuni lögreglunnar sjálfrar, heldur einnig borgarana. Við þekkjum dæmi erlendis frá þar sem slíkar vélar hafa komið upp um gróf mannréttindabrot. Það er því grafalvarlegt að átt sé við gögnin áður en þau eru afhent. Að standa undir traustinu Ekki er langt síðan að almenn lögregla vopnvæddist, þegar komið var fyrir byssum í lögreglubílum, án þess að það samtal hafi verið átt við borgarana. Lögreglan hefur lýst sig andsnúna frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta, sem kemur ekki á óvart því við vitum að lögreglan hefur farið frjálslega með líkamsleitarheimildir. Að auki hefur lögreglan lýst yfir ánægju með hugmyndir um banna notkun rafhlaupahjóla á helgarkvöldum og talað fyrir því að skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Lögreglan er mikilvæg stofnun, hún er hér til að þjóna landsmönnum og vernda þá. Lögreglan hefur einkarétt á valdbeitingu og þarf því að sýna hún er traustsins verð. Það er ekki gert með því að banna hluti sem fólk gerir sér til skemmtunar, segja ósatt í fréttatilkynningum eða eyða sönnunargögnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun