NBA dagsins: Aðeins einn afrekað það sama og George þegar hann gaf Clippers líflínu Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2021 15:00 Paul George átti draumaleik þegar mest lá við í nótt en þarf að eiga fleiri frábæra leiki til að LA Clippers komist í úrslitin. AP/Matt York Það veltur að miklu leyti á Paul George hvort að LA Clippers kemst í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann stóð undir væntingum í nótt þegar Clippers unnu Phoenix Suns 116-102. Úrslitaeinvígi vesturdeildarinnar er því ekki lokið en Phoenix er 3-2 yfir fyrir sjötta leikinn sem fram fer í Los Angeles annað kvöld. Svipmyndir og helstu tilþrif úr leiknum í nótt má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 29. júní Kawhi Leonard hefur misst af öllu einvíginu til þessa, og sjö leikjum í röð í úrslitakeppninni, eftir að hann meiddist í leik gegn Utah Jazz. Óvissa ríkir um meiðsli hans en Clippers hafa ekki útilokað að Leonard taki þátt í leiknum á morgun. Án Leonards þurfa Clippers enn frekar en ella að treysta á Paul George sem skoraði 41 stig í nótt, þar af tuttugu í þriðja leikhluta. Það sem meira er þá hitti hann úr 15 af 20 skotum sínum úr opnum leik. Hann tók auk þess 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að leikmaður skori 40 stig, með 75% nýtingu, taki 10 fráköst og gefi fimm stoðsendingar í leik í úrslitakeppni. Það afrekaði New York Knicks goðsögnin Patrick Ewing. Context for Clippers win vs Suns in Game 5:Clippers now have 7 wins when trailing in a playoff series, the most in a single postseason in NBA historyPaul George is the 2nd player with 40 points, 10 rebounds, 5 assists and 75% shooting in a playoff game, joining Patrick Ewing. pic.twitter.com/Rb5k00pgpB— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2021 George hefur skorað að minnsta kosti 20 stig í öllum 18 leikjum Clippers í úrslitakeppninni til þessa og þannig komist í hóp með Michael Jordan, Kevin Durant og Kobe Bryant. Paul George has 20 points in all 18 games this postseason.He's the 4th player to open a postseason with a streak that long:Michael Jordan (1992, 1997-98)Kevin Durant (2012, 2018)Kobe Bryant (2008)Paul George (2021) pic.twitter.com/YGQwA6K6T8— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2021 NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Úrslitaeinvígi vesturdeildarinnar er því ekki lokið en Phoenix er 3-2 yfir fyrir sjötta leikinn sem fram fer í Los Angeles annað kvöld. Svipmyndir og helstu tilþrif úr leiknum í nótt má sjá í NBA dagsins hér að neðan. Klippa: NBA dagsins 29. júní Kawhi Leonard hefur misst af öllu einvíginu til þessa, og sjö leikjum í röð í úrslitakeppninni, eftir að hann meiddist í leik gegn Utah Jazz. Óvissa ríkir um meiðsli hans en Clippers hafa ekki útilokað að Leonard taki þátt í leiknum á morgun. Án Leonards þurfa Clippers enn frekar en ella að treysta á Paul George sem skoraði 41 stig í nótt, þar af tuttugu í þriðja leikhluta. Það sem meira er þá hitti hann úr 15 af 20 skotum sínum úr opnum leik. Hann tók auk þess 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að leikmaður skori 40 stig, með 75% nýtingu, taki 10 fráköst og gefi fimm stoðsendingar í leik í úrslitakeppni. Það afrekaði New York Knicks goðsögnin Patrick Ewing. Context for Clippers win vs Suns in Game 5:Clippers now have 7 wins when trailing in a playoff series, the most in a single postseason in NBA historyPaul George is the 2nd player with 40 points, 10 rebounds, 5 assists and 75% shooting in a playoff game, joining Patrick Ewing. pic.twitter.com/Rb5k00pgpB— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2021 George hefur skorað að minnsta kosti 20 stig í öllum 18 leikjum Clippers í úrslitakeppninni til þessa og þannig komist í hóp með Michael Jordan, Kevin Durant og Kobe Bryant. Paul George has 20 points in all 18 games this postseason.He's the 4th player to open a postseason with a streak that long:Michael Jordan (1992, 1997-98)Kevin Durant (2012, 2018)Kobe Bryant (2008)Paul George (2021) pic.twitter.com/YGQwA6K6T8— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 29, 2021
NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum