Er Viðreisn að boða víðtæka samþjöppun og gjaldþrot í sjávarútvegi? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 29. júní 2021 15:00 Ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi er fullkomið. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur hins vegar reynst vel og til þess er litið á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur hefur í senn skilað sjálfbærri, umhverfisvænni og ábyrgri nýtingu fiskistofna, hagkvæmni við veiðar og vinnslu og arðsemi. Allt þetta er staðfest í nýrri og yfirgripsmikilli skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi, sem Sveinn Agnarsson prófessor í viðskiptafræðideild HÍ ritstýrði. Síðustu daga hafa þeir Daði Már Kristófersson og Jón Ingi Hákonarson, fyrirsvarsmenn í Viðreisn, ritað greinar hér á Vísi þar sem talað er fyrir uppboði á aflaheimildum. Sú stefna er ekki ný, en óljóst er hins vegar hvernig eigi að útfæra þessa stefnu. Það kemur ekki á óvart, enda er mér ókunnugt um að uppboð aflaheimilda hafi tekist vel í þeim ríkjum sem reynt hafa. Í Færeyjum voru uppboð reynd. Eitt grundvallarmarkmið Færeyinga var að setja á laggirnar fiskveiðistjórnunarkerfi sem gæti skilað sambærilegum árangri og það íslenska. Við getum eðli máls samkvæmt tekið undir að slíkt markmið er skynsamlegt og gott. Færeyingar fóru hins vegar þá leið, sem þeir nú hafa látið af, að efna til uppboða á aflaheimildum. Rétt er því að huga að reynslu sem þar fékkst. Eitt markmiða færeysku uppboðanna var að fá hærri tekjur af sjávarútvegi. Bjóðendur buðu sannanlega há verð. Sá ljóður var hins vegar á niðurstöðunni, að langstærstur hlutir heimildanna féll í skaut nokkurra burðugra fyrirtækja. Sú niðurstaða var fyrirsjáanleg. Hinir minni og veikari sitja eftir. Og með tímanum eykst því samþjöppun. Á það hefur verið bent að hið háa verð uppboðanna geti ekki endurspeglað markaðsverð. Ætla má að með hinum háu tilboðum hafi hinir stærri verið að tryggja framtíðargrundvöll sinn, á kostnað hinna smærri. Þetta er þekktur galli uppboða. Verð á uppboði kann að skila hærri tekjum til ríkissjóðs til skemmri tíma en til lengri tíma hafa neikvæðu afleiðingar uppboða þau áhrif, fyrir utan hina augljósu samþjöppun, að tekjur, gæði og arðsemi minnka. Annað markmið Færeyinga var að nýta uppboð til að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Niðurstaða uppboðanna var sú að engir nýir aðilar keyptu aflaheimildir. Í uppboðum felst óvissa, sem leiðir til þess að fyrirtæki draga úr fjárfestingum og þar með hægir á allri framþróun og nýsköpun. Sem dæmi má nefna, að frá því að Færeyingar tilkynntu árið 2007 að gerðar yrðu gagngerar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir árið 2018, þar sem aflaheimildir yrðu innkallaðar og þær síðan boðnar út, kom ekkert nýtt skip í færeyska fiskiskipaflotann. Stéttarfélög sjómanna í Færeyjum voru mótfallin uppboðum á aflaheimildum, enda töldu þau að atvinnuöryggi félagsmanna sinna yrði ógnað verulega með fyrirvaralausum tilfærslum aflaheimilda í kjölfar uppboða. Af fyrrgreindu leiðir að óskynsamlegt er að auka á óvissu hér á landi í atvinnugrein sem þegar skilar arðsemi. Þá skal nefnt að bæði Rússland og Eistland gerðu tilraunir með uppboð aflaheimilda á árunum 2001-2003. Bæði ríki hurfu frá uppboðum, að verulegu leyti á grundvelli sömu sjónarmiða og hér hafa verið reifuð. Rússar hófu svo nýverið uppboð á aflaheimildum í krabba, en umræðan um ágalla þeirra er engu minni. Þeir sem skuldbinda sig til að fjárfesta í smíði á skipum hjá rússneskum skipasmíðastöðvum geta boðið í aflaheimildir í krabba. Nokkuð fyrirséð má telja að ein ósjálfbær aðgerð verður ekki plástruð með annarri ósjálfbærri aðgerð. Fyrirkomulagið, sé eftir leikreglum spilað, er dæmt til að mistakast. Innlendir og erlendir sérfræðingar í auðlindanýtingu hafa jafnframt varað Íslendinga við því að breyta arðbæru fiskveiðistjórnunarkerfi sem gefst vel. Að öðrum ólöstuðum má þar helst nefna Gary Libecap, prófessor í hagfræði í Koliforníuháskóla í Santa Barbara og einn þekktasta auðlindahagfræðing heims, og Charles Plott, prófessor í California Institute of Technology og sérfræðing í tilraunahagfræði og uppboðum. Báðir hafa þeir víðtæka reynslu af ráðgjöf til stjórnvalda víðsvegar um heiminn vegna uppboða í ýmsum atvinnugreinum. Í þeim greinum fyrirsvarmanna Viðreisnar sem vísað var til í upphafi er meðal annars spurt hvort ekki sé kominn tími til að prófa þessa leið. Í ljósi þess sem hér hefur meðal annars verið reifað, þurfa þeir aðilar sem vilja stunda tilraunastarfsemi með grundvallarþætti í verðmætasköpun sjávarútvegs, að svara því hver hin víðtækari áhrif uppboða kunni að verða á hin óburðugri sjávarútvegsfyrirtæki, byggðir landsins, fjárfestingar og arðsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Það mætti kannski komast nokkuð langt með því að rifja upp skýrslu annars þessara forsvarsmanna Viðreisnar frá árinu 2010 um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur útgerðarfyrirtækja. Á þeim tíma var það mat Daða Más að tilraunir sem þessar hefðu mjög mikil og neikvæð áhrif á rekstur og efnahag útgerðarfyrirtækja, auk þess sem svokallaður aðlögunarkostnaður fælist í óhjákvæmilegum gjaldþrotum í greininni. Út frá þessu leyfi ég mér að álykta, að verðmæti sjávarauðlindarinnar verður ekki hámarkað með uppboði aflaheimilda. Það má svo til viðbótar velta fyrir sér hversu margir lífdagar stefnu Viðreisnar í sjávarútvegi verða, ef stefnumál sama flokks um inngöngu Evrópusambandið kemst á rekspöl. Sú krafa er varla talin ósanngjörn, að stjórnmálaflokkar geri grein fyrir áhrifum þeirra hugmynda sem þeir setja á oddinn. Ábyrgðarlausar vangaveltur um hvort ekki eigi að prófa meiriháttar breytingar á sjávarútvegi, bera þess því miður vott að hlutaðeigandi skilja hvorki gangverk grunnatvinnuvegar né burðarstólpa hinna dreifðari byggða. Það er áhyggjuefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert fiskveiðistjórnunarkerfi er fullkomið. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið hefur hins vegar reynst vel og til þess er litið á alþjóðlegum vettvangi. Íslenskur sjávarútvegur hefur í senn skilað sjálfbærri, umhverfisvænni og ábyrgri nýtingu fiskistofna, hagkvæmni við veiðar og vinnslu og arðsemi. Allt þetta er staðfest í nýrri og yfirgripsmikilli skýrslu um stöðu og horfur í sjávarútvegi og fiskeldi, sem Sveinn Agnarsson prófessor í viðskiptafræðideild HÍ ritstýrði. Síðustu daga hafa þeir Daði Már Kristófersson og Jón Ingi Hákonarson, fyrirsvarsmenn í Viðreisn, ritað greinar hér á Vísi þar sem talað er fyrir uppboði á aflaheimildum. Sú stefna er ekki ný, en óljóst er hins vegar hvernig eigi að útfæra þessa stefnu. Það kemur ekki á óvart, enda er mér ókunnugt um að uppboð aflaheimilda hafi tekist vel í þeim ríkjum sem reynt hafa. Í Færeyjum voru uppboð reynd. Eitt grundvallarmarkmið Færeyinga var að setja á laggirnar fiskveiðistjórnunarkerfi sem gæti skilað sambærilegum árangri og það íslenska. Við getum eðli máls samkvæmt tekið undir að slíkt markmið er skynsamlegt og gott. Færeyingar fóru hins vegar þá leið, sem þeir nú hafa látið af, að efna til uppboða á aflaheimildum. Rétt er því að huga að reynslu sem þar fékkst. Eitt markmiða færeysku uppboðanna var að fá hærri tekjur af sjávarútvegi. Bjóðendur buðu sannanlega há verð. Sá ljóður var hins vegar á niðurstöðunni, að langstærstur hlutir heimildanna féll í skaut nokkurra burðugra fyrirtækja. Sú niðurstaða var fyrirsjáanleg. Hinir minni og veikari sitja eftir. Og með tímanum eykst því samþjöppun. Á það hefur verið bent að hið háa verð uppboðanna geti ekki endurspeglað markaðsverð. Ætla má að með hinum háu tilboðum hafi hinir stærri verið að tryggja framtíðargrundvöll sinn, á kostnað hinna smærri. Þetta er þekktur galli uppboða. Verð á uppboði kann að skila hærri tekjum til ríkissjóðs til skemmri tíma en til lengri tíma hafa neikvæðu afleiðingar uppboða þau áhrif, fyrir utan hina augljósu samþjöppun, að tekjur, gæði og arðsemi minnka. Annað markmið Færeyinga var að nýta uppboð til að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Niðurstaða uppboðanna var sú að engir nýir aðilar keyptu aflaheimildir. Í uppboðum felst óvissa, sem leiðir til þess að fyrirtæki draga úr fjárfestingum og þar með hægir á allri framþróun og nýsköpun. Sem dæmi má nefna, að frá því að Færeyingar tilkynntu árið 2007 að gerðar yrðu gagngerar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu fyrir árið 2018, þar sem aflaheimildir yrðu innkallaðar og þær síðan boðnar út, kom ekkert nýtt skip í færeyska fiskiskipaflotann. Stéttarfélög sjómanna í Færeyjum voru mótfallin uppboðum á aflaheimildum, enda töldu þau að atvinnuöryggi félagsmanna sinna yrði ógnað verulega með fyrirvaralausum tilfærslum aflaheimilda í kjölfar uppboða. Af fyrrgreindu leiðir að óskynsamlegt er að auka á óvissu hér á landi í atvinnugrein sem þegar skilar arðsemi. Þá skal nefnt að bæði Rússland og Eistland gerðu tilraunir með uppboð aflaheimilda á árunum 2001-2003. Bæði ríki hurfu frá uppboðum, að verulegu leyti á grundvelli sömu sjónarmiða og hér hafa verið reifuð. Rússar hófu svo nýverið uppboð á aflaheimildum í krabba, en umræðan um ágalla þeirra er engu minni. Þeir sem skuldbinda sig til að fjárfesta í smíði á skipum hjá rússneskum skipasmíðastöðvum geta boðið í aflaheimildir í krabba. Nokkuð fyrirséð má telja að ein ósjálfbær aðgerð verður ekki plástruð með annarri ósjálfbærri aðgerð. Fyrirkomulagið, sé eftir leikreglum spilað, er dæmt til að mistakast. Innlendir og erlendir sérfræðingar í auðlindanýtingu hafa jafnframt varað Íslendinga við því að breyta arðbæru fiskveiðistjórnunarkerfi sem gefst vel. Að öðrum ólöstuðum má þar helst nefna Gary Libecap, prófessor í hagfræði í Koliforníuháskóla í Santa Barbara og einn þekktasta auðlindahagfræðing heims, og Charles Plott, prófessor í California Institute of Technology og sérfræðing í tilraunahagfræði og uppboðum. Báðir hafa þeir víðtæka reynslu af ráðgjöf til stjórnvalda víðsvegar um heiminn vegna uppboða í ýmsum atvinnugreinum. Í þeim greinum fyrirsvarmanna Viðreisnar sem vísað var til í upphafi er meðal annars spurt hvort ekki sé kominn tími til að prófa þessa leið. Í ljósi þess sem hér hefur meðal annars verið reifað, þurfa þeir aðilar sem vilja stunda tilraunastarfsemi með grundvallarþætti í verðmætasköpun sjávarútvegs, að svara því hver hin víðtækari áhrif uppboða kunni að verða á hin óburðugri sjávarútvegsfyrirtæki, byggðir landsins, fjárfestingar og arðsemi, svo fátt eitt sé nefnt. Það mætti kannski komast nokkuð langt með því að rifja upp skýrslu annars þessara forsvarsmanna Viðreisnar frá árinu 2010 um áhrif fyrningarleiðar á afkomu og rekstur útgerðarfyrirtækja. Á þeim tíma var það mat Daða Más að tilraunir sem þessar hefðu mjög mikil og neikvæð áhrif á rekstur og efnahag útgerðarfyrirtækja, auk þess sem svokallaður aðlögunarkostnaður fælist í óhjákvæmilegum gjaldþrotum í greininni. Út frá þessu leyfi ég mér að álykta, að verðmæti sjávarauðlindarinnar verður ekki hámarkað með uppboði aflaheimilda. Það má svo til viðbótar velta fyrir sér hversu margir lífdagar stefnu Viðreisnar í sjávarútvegi verða, ef stefnumál sama flokks um inngöngu Evrópusambandið kemst á rekspöl. Sú krafa er varla talin ósanngjörn, að stjórnmálaflokkar geri grein fyrir áhrifum þeirra hugmynda sem þeir setja á oddinn. Ábyrgðarlausar vangaveltur um hvort ekki eigi að prófa meiriháttar breytingar á sjávarútvegi, bera þess því miður vott að hlutaðeigandi skilja hvorki gangverk grunnatvinnuvegar né burðarstólpa hinna dreifðari byggða. Það er áhyggjuefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun