Fótbolti

Roma skoraði tíu mörk í fyrsta leiknum undir stjórn Mourinhos

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho sá sína menn skora tíu mörk í gær.
José Mourinho sá sína menn skora tíu mörk í gær. getty/fabio rossi

Roma fer vel af stað undir stjórn Josés Mourinhos og skoraði tíu mörk í fyrsta leiknum undir hans stjórn.

Andstæðingurinn í fyrsta leik Roma á undirbúningstímabilinu var reyndar ekki sá sterkasti, D-deildarliðið Montecatini. 

Rómverjar sýndu samt sparihliðarnir og unnu 10-0 sigur. Borja Mayoral skoraði þrennu og Carles Perez, Gianluca Mancini, Riccardo Calafiori, Nicolo Zaniolo (víti), Nicola Zalewski og Amadou Diawara sitt markið hver. Þá gerði leikmaður Montecatini sjálfsmark.

Næsti leikur Roma er gegn B-deildarliði Ternana á sunnudaginn. Fyrsti leikur liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni er gegn Fiorentina 22. ágúst.

Roma endaði í 7. sæti ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili. Eftir það tók Mourinho við liðinu af landa sínum, Paolo Fonseca.

Mourinho þekkir ágætlega til á Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10. Undir hans stjórn vann liðið meðal annars þrennuna 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×