Enski boltinn

Eiður Smári meðal þeirra sem eru nefndir til sögunnar hjá Swan­sea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari íslenska karla landsliðsins í knattspyrnu.
Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari íslenska karla landsliðsins í knattspyrnu. Getty/Marc Atkins

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er meðal þeirra sem er orðaður við stjórastöðuna hjá Swansea City sem spilar í ensku B-deildinni.

Swansea City – sem er staðsett í Wales – var ekki langt frá því að vinna sér inn sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðið endaði í 4. sæti Championship-deildarinnar en alls eru 24 lið í deildinni. 

Liðið fór alla leið í úrslit umspilsins þar sem það beið lægri hlut fyrir Brentford sem er nú í óðaönn að undirbúa sig fyrir sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Steve Cooper stýrði liðinu í fyrra en hann var óvænt látinn fara aðeins 17 dögum fyrir mót eins og Vísir greindi frá. Á vefsíðunni Sky Bet má finna líklega arftaka og er Eiður Smári þar á meðal.

Eddie Howie og Frank Lampard eru taldir líklegastir til að taka við liðinu. Þar á eftir koma Andy Scott og Jody Morris áður en Eiður Smári og Chris Wilder eru nefndir í sömu andrá.

Aðeins er um getgátur að ræða en það er ljóst að nafn Eiðs er strax komið í umræðuna þrátt fyrir stuttan tíma í þjálfun. 

Hann spilaði við góðan orðstír á Englandi lengi vel en Eiður lék þar með Bolton Wanderers og Chelsea á hátindi ferilsins og svo Tottenham Hotspur, Stoke City, Fulham og Bolton aftur þegar líða tók á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×