Gífurlega mikið af upplýsingum um kynningu dagsins virðist hafa lekið á netið á undanförnum vikum. Því þykjast tækniblaðamenn ytra nokkuð vissir um hvaða tæki Samsung mun kynna.
Þar á meðal eru þriðju kynslóðir samlokusímans Galaxy Z Flip og langlokusímans Galazy Z Fold.
Sjá einnig: Kynna nýja samloku- og langlokusíma
Einnig er búist við því að fyrirtækið ný snjallúr og ný heyrnartól.
Kynning Samsung hefst klukkan tvö og má fylgjast með henni hér að neðan.