Fæðuöryggi á Íslandi í breyttu loftslagi og heimi Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2021 08:30 Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Matvælaframleiðsla Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hamfarir þessa sumars sýna mynd framtíðarinnar: fjölbreyttra skaða og annarra afleiðinga í kjölfarið, samtímis á mörgum löndum. Raunar er þessi mynd of bjartsýn, sökum þess að loftslagið mun hlýna enn meira, líklega að 1,5 gráðna mörkunum árið 2030 og hugsanlega 2 gráðna árið 2050. Við náðum 1,2 í fyrra. Vitaskuld er beinn skaði: dauðsföll og eignaspjöll, sýnileg í myndböndum. En við eigum að íhuga einnig áhrif á landbúnað af völdum hitabylgna, þurrviðris, flóða og annarra hamfara. Atburðir þessa árs hafa örugglega skemmt nokkuð matvælaframleiðslu og -dreifingu um heim, en líklega ekki nógu mikið til þess að við finnum fyrir því á Íslandi. Þetta getur breyst. Hamfarir geta versnað með komandi hlýnun loftslags, jafnvel að hætti sem kemur á óvart eins og hitabylgjan á Norður-Ameríku fyrir mánuði. Fæðuöryggi verður mikilvægara og enn mikilvægara Væru meiriháttar hitabylgjur og þurrviðri á Bandaríkjunum, Brasílíu og Suður Rússlandi, miklir vatnavextir í Gulafljóti og Jangtse í Kína og veikar monsúnrigningar á Indlandi -- í stærstu fimm kornframleiðendum heims -- yrðu líklega hækkanir matarverða á heimsvísu sem gætu haft áhrif hér, og verri áhrif á fátækari löndum. Rannsóknir eru í gangi um hugsanlegan skort á framleiðslu í helstu landbúnaðarsvæðum veraldar samtímis (e. Multiple Breadbasket Failure), en lítið er nú vitað. Á þessu ári hafa verið hitabylgja og þurrviðri á Norður-Ameríku og vatnavextir í Gulafljóti. 2 af 5. Þess má einnig geta að í svartsýnni sviðsmyndum geti þurrviðri orðið algeng eða varanleg, þ.e. að aðstæður á sumum helstu landbúnaðarsvæðum heims breytist þannig að þau verði ónýt, glatist. Utan þess er mannfjöldi heims enn að aukast hratt meðan nothæft land til landbúnaðar minnkar sakir loftslagsbreytinga, ofbeitar og annars tjóns. Þannig er raunsæislegt að matarverð hækki jafnvel án hamfara. Vitandi þetta, eigum við skyldu til að auka frumframleiðslu matar (hitaeininga og próteins) á Íslandi, ekki bara fyrir okkur landsmenn sjálfa til þess að fæða okkur meðan hugsanlegur matarskortur stendur, en einnig fyrir alla menn heims. Útflutningur frá Íslandi gæti bjargað mannslífum. Þess má líka geta að hátt matarverð myndi þýða hagnað fyrir matvælaframleiðendur -- "tækifæri" ef við viljum líta á málið þannig. Við þurfum að hefja skipulagningu strax Til þess að auka frumframleiðslu matar á Íslandi á að huga að því máli í aðlögunaráætlun við loftslagsbreytingum. Auðvitað breytist veðurfar á Íslandi líka meðan sjórinn hlýnar og súrnar með því að taka upp koltvísýring beint frá loftslagi. Af því getum við ekki reitt matvælaframleiðslu okkar á sjávarútveg og búfjárrækt. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti drög að loftslagsaðlögunarstefnu í Samráðsgáttinni í júní, sem kveður stuttum orðum á um fæðuöryggi, helst á síðu 44. og kafla 9.3. Drögin eru fín byrjun, og vonandi verður stefnan ítarlegri varðandi fæðuöryggi, því þetta er mikið þjóðaröryggismál. Píratar eiga líka loftslagsaðlögunarstefnu, samda og samþykkta í seinni helming ársins 2020. Hún kallar á að áætlanir miðast að bölsýnum sviðsmyndum (3-4 gráðna hlýnun, sem er alveg möguleg innan lífstíðar sumra okkar ef mannkyn breytir ekki ákveðið um stefnu) og leggur mikla áherslu á fæðuöryggi. Matarframleiðsla og -dreifing á Íslandi eigi að vera eins óháð innflutningi og mögulegt er. Hættulegt væri að vænta bara þess besta eða jafnvel miðlungssviðsmyndar, því teljandi líkur eru ennþá á mjög slæmri þróun í loftslagsmálum og við gætum reynst óheppnir -- og besta sviðsmynd krefur merkilegrar og stórtækrar samvinnu meðal þjóða heimsins, sem er alls ekki sjálfgefin. Við eigum að láta Ísland geta staðist verstu raunsæislegar aðstæðurnar. Og meðan við undirbúum kerfi okkar fyrir slæmar aðstæður ættum við að gera allt sem við getum til þess að forðast þær: minnka losun Íslands að núlli og hjálpa öðrum löndum til þess líka. Höfundur er forritari og í 17. sæti á lista Pírata í Reykjavík Norður.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun