Hvar eru múturnar? Annar hluti Gunnar Smári Egilsson skrifar 23. ágúst 2021 06:45 Ég skrifaði grein hér á Vísi fyrir helgi sem kallaðist Hvar eru múturnar? Tilefni spurningarinnar var hvernig stjórnmálastéttin hefur linnulaust dælt völdum, auðlindum og fé fjöldans til hinna fáu ríku. Svo gegndarlaust að ef við fréttum af einhverju viðlíka í öðru landi myndum við strax spyrja: Hvar eru múturnar? Já, hvar eru múturnar? Getur það virkilega verið að íslenskir stjórnmálamenn veiti auðfólki sambærilega þjónustu ókeypis og auðfólk þarf að kaupa alls staðar annars staðar dýrum dómum? Í greininni tók ég nokkur dæmi af því hvernig stjórnmálafólk hefur fært auðlindir, aðstöðu og fé almenning til auðfólks, en sagði að dæmin væru auðvitað miklu fleiri. Mig langar að bæta nokkrum veigamiklum dæmum við. Hvar eru múturnar? Árið 1997 var lögum breytt þannig að heimilt var að veðsetja kvóta. Og bang … þá varð skyndilega til um 600 milljarðar króna auður á núvirði sem ekki hafði verið til áður. Stuttu áður en Ísland féll árið 2008 benti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjuklíkunnar í Sjálfstæðisflokknum, á að þessi ákvörðun, að búa til þennan auð, hefði verið mesta gæfuspor landsmanna. Fyrir þennan tíma var fjárhagslegt afl fyrst og fremst innan hins opinbera. En þarna varð til á einni nóttu auðfólk sem gat orðið öflugur bakhjarl komandi byltingar nýfrjálshyggjunnar. Hannes notaði ekki alveg þessi orð, en þetta var meiningin meira og minna. Um 600 milljarðar króna. Það er mikið fé. Ef við ímyndun okkar að ein milljón sé einn dagur þá eru 600 milljarðar 1644 ár. Með ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar voru þessi peningar búnir til og færðir stærstu kvótagreifunum, sem í dag eru auðugasta fólk landsins, auðugra en nokkrir Íslendingar hafa nokkru sinni verið. Þessu fólki var heimilt að veðsetja ætlaða kvótaútdeilingu næstu ára og áratuga, gátu veðsett úthlutun úr auðlindum almennings. Auðvitað hafa kvótagreifarnir launað þessum flokkum greiðann. Þeir alda t.d. úti Morgunblaðinu til að reka áróður fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn, þar sem nefndur Davíð skrifar leiðara og Staksteina á ofurlaunum. En í samanburði við þann óheyrilega auð sem þessir flokkar færðu örfáum fjölskyldum þá er þetta endurgjald hlægilega lítið. Kvótagreifunum munar ekkert um að tapa 200-500 milljónum á ári við að gefa út Morgunblaðið. Síðasta árið hefur Samherji auðgast um 18.000 milljónir bara af eign sinni í Eimskip. Og þá er gróði þeirrar fjölskyldu af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar eftir. Ef okkur væri sögð þessi saga frá Indlandi eða Kólumbíu væri okkur fyrirmunað að skilja að stjórnmálafólkið hafi búið til þennan óheyrilega auð án þess að fá nokkuð í sinn hlut. Þess vegna er þessi spurning hrópandi: Hvar eru múturnar? Já, hvar eru múturnar? Á þessum árum, þegar ríkisstjórn Halldórs og Davíðs bjó til auð útgerðaraðalsins, svo hann gæti orðið fjárhagslegur bakhjarl byltingar nýfrjálshyggjunnar, voru stærstu skref þessarar byltingar stigin með skattalækkunum. Fyrst var tekjuskattur fyrirtækja lækkaður svo þau gætu borgað eigendum meiri arð. Þá var fjármagnstekjuskattur lækkaður svo eigendurnir þyrftu að borga minni skatta af arðinum. Svo var eignaskatturinn aflagður svo eigendurnir þyrftu ekki að borga skatta af uppsöfnuðum auð sínum. Og svo var erfðafjárskattur lækkaður svo hægt væri að flytja auðinn svo til óskertan milli kynslóða. Tilgangurinn var sá sami og þegar veðsetning kvótans var heimiluð; að búa til auðstétt á Íslandi. Í bók Stefáns Ólafssonar og Arnalds Sölva Kristjánssonar Ójöfnuður á Íslandi kemur fram að um 2/3 hlutar af þeim auð sem safnaðist upp á nýfrjálshyggjuárunum fyrir Hrun mátti rekja til þessara skattalækkana. Restin varð til vegna söluhagnaðar og endurmats á eignum, sem auðvitað má aftur rekja til þess að eignir urðu verðmætari vegna skattalækkananna. Með öðrum orðum: Auðfólkið sótti auð sinn í sameiginlega sjóði landsmanna. Það bjó ekkert til. Það eina sem það gerði var að lækka skattana á sjálfan sig (og hækka þá síðar á allan almenning) svo skattkerfið hætti að virka til jöfnuður og auðurinn hlóðst upp hjá hinum ríku. Verðmæti skattalækkana nýfrjálshyggjuáranna er líklega um 60-80 milljarðar króna árlega. Ef tekjur fyrirtækja, fjármagnstekjur, eignir og erfðir væru skattlagðar í dag með saman hætti og fyrir þrjátíu árum þyrftu hin ríku að borga þetta mikið meira í skatta. Á hverju ári. Þetta er rosaleg upphæð. Og megnið af henni rennur til tiltölulega fárra fjölskyldna, þeirra sömu og stjórna Samtökum atvinnulífsins, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Viðskiptaráði og öðrum samtökum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda og þar með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn og þar með Íslandi öllu. Stjórnmálafólkið færðu þessu fólki því ekki aðeins óheyrilegan auð heldur bjuggu til afl sem hafði styrk til að sveigja allt samfélagið undir sig. Stjórnmálafólkið færði örfáum fjölskyldum Ísland að gjöf. Og eigum við að trúa að þetta stjórnmálafólk hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð? Ekki einu sinni snúð? Nei, ekki reyna að halda því fram. Það er kominn tími til að við spyrjum réttu spurninganna: Hvar eru múturnar? Já, einhver fær múturnar? Það sorglega er að við vitum að ég get haldið áfram á þylja upp fleiri dæmi. Um leið og við byrjum að rekja seinni tíma sögu Íslands þá byrjar þessi spurning að óma: Já, en hvar eru múturnar? Síðustu ár og áratugi hefur margsinnis verið bent á augljós dæmi þess að útgerðarmenn svindla á sjómönnum, skattinum, höfnum og samfélaginu öllu með því að selja sjálfum sér aflann á undirverði og taka mest af hagnaðinum út í eigin sölufélögum í útlöndum. Miðað við gögn nema þessi svik tugum milljarða króna árlega. Vísbendingar um þessi svik eru sterkar vísbendingar um stærstu fjársvik sögunnar. Og hvað er gert? Ekki neitt. Bara akkúrat ekki neitt. Það skiptir engu þótt birtar séu upplýsingar um skip sem selja afla á Íslandi á aðeins hálfvirði þess sem hægt er að fá í Noregi, hjá fyrirtæki sem mun selja afurðirnar á sama markaði fyrir sambærilegt verð og það íslenska sem borgar helmingi minna fyrir hráefnið. Það er ekkert gert. Fiskistofa hefur ekki áhuga, lögreglan og saksóknari hefur ekki áhuga, sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki áhuga, ríkisstjórnin hefur ekki áhuga, Alþingi hefur ekki áhuga, fjölmiðlarnir hafa ekki áhuga … Og ætlið þið að halda því fram að öll þess lamandi þögn sé ókeypis? Að sægreifarnir komist upp með þetta ár eftir ár vegna þess að allt fólk á Íslandi séu asnar sem fatti ekki neitt, ekki einu sinni það augljósa og það sem margsinnis er bent á? Nei auðvitað er það ekki þannig. Þau sem ekki þegja, þeim er refsað. Og þau sem þegja fá verðlaun. Og það hlýtur að vera svo að mörg þeirra sem þegja, þau sem þykjast ekki sjá eða heyra, þau sem ekkert gera, að þau fái borgað vel, oft og reglulega. Hvar eru múturnar? Á nýfrjálshyggjuárunum var Íslandi rænt. Þetta er kallað óligarkismi, þegar auðfólkið rænir almenning af völdum, auðlindum og fé. Því miður er þetta ríkjandi ástand í mörgum löndum, ekkert síður en hér. Þetta ástand er óhjákvæmileg afleiðing nýfrjálshyggjunnar, sem er bylting hinna ríku og miðast að því að ræna almenning. Eftir Hrunið 2008 blasti þessi staða við. Og þetta hefur enn frekast afhjúpast í cóvid, þegar auður hinna ríku hefur magnast á sama tíma og hin fátækustu hafa orðið fyrir fjárhagslegu áfalli, gengið á sparnað sinn, sokkið dýpra í fátækt og bjargarleysi. Leiðin út úr þessu ástandi er endurreisa það fyrsta sem bylting hinna ríku eyðilagði; stjórnmál sem byggja upp almannavald sem hefur styrkt til að hemja auðvaldið og tryggja afkomu, réttindi og lífsgæði fjöldans. Um þetta þurfa kosningarnar í haust að snúast. Við þurfum að varpa af okkur þeim stjórnmálum sem sviku almenning, hvort sem það var gert ókeypis eða fyrir gjald. Þessi stjórnmál eru vandinn. Vandinn er ekki græðgi hinna ríku, hún hefur alltaf verið til staðar. Vandinn er fulltrúar almennings sem svíkja umboð sitt til að þjóna hinum ríku. Frumskilyrði endurreisnar samfélagsins, uppbyggingar þess og eðlilegrar þróunar í framhaldinu, er að losa okkur við þetta stjórnmálafólk og þessa stjórnmálaflokka. Sósíalistaflokkur Íslands vill verða farvegur fyrir stjórnmálin eftir fall nýfrjálshyggjunnar, stjórnmál sem þjóna fjöldanum en hinum ríku akkúrat ekki neitt. Þau hafa fyrir löngu fengið nóg. Það er kominn tími til að endurheimta það sem þau tóku. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein hér á Vísi fyrir helgi sem kallaðist Hvar eru múturnar? Tilefni spurningarinnar var hvernig stjórnmálastéttin hefur linnulaust dælt völdum, auðlindum og fé fjöldans til hinna fáu ríku. Svo gegndarlaust að ef við fréttum af einhverju viðlíka í öðru landi myndum við strax spyrja: Hvar eru múturnar? Já, hvar eru múturnar? Getur það virkilega verið að íslenskir stjórnmálamenn veiti auðfólki sambærilega þjónustu ókeypis og auðfólk þarf að kaupa alls staðar annars staðar dýrum dómum? Í greininni tók ég nokkur dæmi af því hvernig stjórnmálafólk hefur fært auðlindir, aðstöðu og fé almenning til auðfólks, en sagði að dæmin væru auðvitað miklu fleiri. Mig langar að bæta nokkrum veigamiklum dæmum við. Hvar eru múturnar? Árið 1997 var lögum breytt þannig að heimilt var að veðsetja kvóta. Og bang … þá varð skyndilega til um 600 milljarðar króna auður á núvirði sem ekki hafði verið til áður. Stuttu áður en Ísland féll árið 2008 benti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjuklíkunnar í Sjálfstæðisflokknum, á að þessi ákvörðun, að búa til þennan auð, hefði verið mesta gæfuspor landsmanna. Fyrir þennan tíma var fjárhagslegt afl fyrst og fremst innan hins opinbera. En þarna varð til á einni nóttu auðfólk sem gat orðið öflugur bakhjarl komandi byltingar nýfrjálshyggjunnar. Hannes notaði ekki alveg þessi orð, en þetta var meiningin meira og minna. Um 600 milljarðar króna. Það er mikið fé. Ef við ímyndun okkar að ein milljón sé einn dagur þá eru 600 milljarðar 1644 ár. Með ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar voru þessi peningar búnir til og færðir stærstu kvótagreifunum, sem í dag eru auðugasta fólk landsins, auðugra en nokkrir Íslendingar hafa nokkru sinni verið. Þessu fólki var heimilt að veðsetja ætlaða kvótaútdeilingu næstu ára og áratuga, gátu veðsett úthlutun úr auðlindum almennings. Auðvitað hafa kvótagreifarnir launað þessum flokkum greiðann. Þeir alda t.d. úti Morgunblaðinu til að reka áróður fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn, þar sem nefndur Davíð skrifar leiðara og Staksteina á ofurlaunum. En í samanburði við þann óheyrilega auð sem þessir flokkar færðu örfáum fjölskyldum þá er þetta endurgjald hlægilega lítið. Kvótagreifunum munar ekkert um að tapa 200-500 milljónum á ári við að gefa út Morgunblaðið. Síðasta árið hefur Samherji auðgast um 18.000 milljónir bara af eign sinni í Eimskip. Og þá er gróði þeirrar fjölskyldu af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar eftir. Ef okkur væri sögð þessi saga frá Indlandi eða Kólumbíu væri okkur fyrirmunað að skilja að stjórnmálafólkið hafi búið til þennan óheyrilega auð án þess að fá nokkuð í sinn hlut. Þess vegna er þessi spurning hrópandi: Hvar eru múturnar? Já, hvar eru múturnar? Á þessum árum, þegar ríkisstjórn Halldórs og Davíðs bjó til auð útgerðaraðalsins, svo hann gæti orðið fjárhagslegur bakhjarl byltingar nýfrjálshyggjunnar, voru stærstu skref þessarar byltingar stigin með skattalækkunum. Fyrst var tekjuskattur fyrirtækja lækkaður svo þau gætu borgað eigendum meiri arð. Þá var fjármagnstekjuskattur lækkaður svo eigendurnir þyrftu að borga minni skatta af arðinum. Svo var eignaskatturinn aflagður svo eigendurnir þyrftu ekki að borga skatta af uppsöfnuðum auð sínum. Og svo var erfðafjárskattur lækkaður svo hægt væri að flytja auðinn svo til óskertan milli kynslóða. Tilgangurinn var sá sami og þegar veðsetning kvótans var heimiluð; að búa til auðstétt á Íslandi. Í bók Stefáns Ólafssonar og Arnalds Sölva Kristjánssonar Ójöfnuður á Íslandi kemur fram að um 2/3 hlutar af þeim auð sem safnaðist upp á nýfrjálshyggjuárunum fyrir Hrun mátti rekja til þessara skattalækkana. Restin varð til vegna söluhagnaðar og endurmats á eignum, sem auðvitað má aftur rekja til þess að eignir urðu verðmætari vegna skattalækkananna. Með öðrum orðum: Auðfólkið sótti auð sinn í sameiginlega sjóði landsmanna. Það bjó ekkert til. Það eina sem það gerði var að lækka skattana á sjálfan sig (og hækka þá síðar á allan almenning) svo skattkerfið hætti að virka til jöfnuður og auðurinn hlóðst upp hjá hinum ríku. Verðmæti skattalækkana nýfrjálshyggjuáranna er líklega um 60-80 milljarðar króna árlega. Ef tekjur fyrirtækja, fjármagnstekjur, eignir og erfðir væru skattlagðar í dag með saman hætti og fyrir þrjátíu árum þyrftu hin ríku að borga þetta mikið meira í skatta. Á hverju ári. Þetta er rosaleg upphæð. Og megnið af henni rennur til tiltölulega fárra fjölskyldna, þeirra sömu og stjórna Samtökum atvinnulífsins, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Viðskiptaráði og öðrum samtökum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda og þar með Sjálfstæðisflokknum og Framsókn og þar með Íslandi öllu. Stjórnmálafólkið færðu þessu fólki því ekki aðeins óheyrilegan auð heldur bjuggu til afl sem hafði styrk til að sveigja allt samfélagið undir sig. Stjórnmálafólkið færði örfáum fjölskyldum Ísland að gjöf. Og eigum við að trúa að þetta stjórnmálafólk hafi ekkert fengið fyrir sinn snúð? Ekki einu sinni snúð? Nei, ekki reyna að halda því fram. Það er kominn tími til að við spyrjum réttu spurninganna: Hvar eru múturnar? Já, einhver fær múturnar? Það sorglega er að við vitum að ég get haldið áfram á þylja upp fleiri dæmi. Um leið og við byrjum að rekja seinni tíma sögu Íslands þá byrjar þessi spurning að óma: Já, en hvar eru múturnar? Síðustu ár og áratugi hefur margsinnis verið bent á augljós dæmi þess að útgerðarmenn svindla á sjómönnum, skattinum, höfnum og samfélaginu öllu með því að selja sjálfum sér aflann á undirverði og taka mest af hagnaðinum út í eigin sölufélögum í útlöndum. Miðað við gögn nema þessi svik tugum milljarða króna árlega. Vísbendingar um þessi svik eru sterkar vísbendingar um stærstu fjársvik sögunnar. Og hvað er gert? Ekki neitt. Bara akkúrat ekki neitt. Það skiptir engu þótt birtar séu upplýsingar um skip sem selja afla á Íslandi á aðeins hálfvirði þess sem hægt er að fá í Noregi, hjá fyrirtæki sem mun selja afurðirnar á sama markaði fyrir sambærilegt verð og það íslenska sem borgar helmingi minna fyrir hráefnið. Það er ekkert gert. Fiskistofa hefur ekki áhuga, lögreglan og saksóknari hefur ekki áhuga, sjávarútvegsráðuneytið hefur ekki áhuga, ríkisstjórnin hefur ekki áhuga, Alþingi hefur ekki áhuga, fjölmiðlarnir hafa ekki áhuga … Og ætlið þið að halda því fram að öll þess lamandi þögn sé ókeypis? Að sægreifarnir komist upp með þetta ár eftir ár vegna þess að allt fólk á Íslandi séu asnar sem fatti ekki neitt, ekki einu sinni það augljósa og það sem margsinnis er bent á? Nei auðvitað er það ekki þannig. Þau sem ekki þegja, þeim er refsað. Og þau sem þegja fá verðlaun. Og það hlýtur að vera svo að mörg þeirra sem þegja, þau sem þykjast ekki sjá eða heyra, þau sem ekkert gera, að þau fái borgað vel, oft og reglulega. Hvar eru múturnar? Á nýfrjálshyggjuárunum var Íslandi rænt. Þetta er kallað óligarkismi, þegar auðfólkið rænir almenning af völdum, auðlindum og fé. Því miður er þetta ríkjandi ástand í mörgum löndum, ekkert síður en hér. Þetta ástand er óhjákvæmileg afleiðing nýfrjálshyggjunnar, sem er bylting hinna ríku og miðast að því að ræna almenning. Eftir Hrunið 2008 blasti þessi staða við. Og þetta hefur enn frekast afhjúpast í cóvid, þegar auður hinna ríku hefur magnast á sama tíma og hin fátækustu hafa orðið fyrir fjárhagslegu áfalli, gengið á sparnað sinn, sokkið dýpra í fátækt og bjargarleysi. Leiðin út úr þessu ástandi er endurreisa það fyrsta sem bylting hinna ríku eyðilagði; stjórnmál sem byggja upp almannavald sem hefur styrkt til að hemja auðvaldið og tryggja afkomu, réttindi og lífsgæði fjöldans. Um þetta þurfa kosningarnar í haust að snúast. Við þurfum að varpa af okkur þeim stjórnmálum sem sviku almenning, hvort sem það var gert ókeypis eða fyrir gjald. Þessi stjórnmál eru vandinn. Vandinn er ekki græðgi hinna ríku, hún hefur alltaf verið til staðar. Vandinn er fulltrúar almennings sem svíkja umboð sitt til að þjóna hinum ríku. Frumskilyrði endurreisnar samfélagsins, uppbyggingar þess og eðlilegrar þróunar í framhaldinu, er að losa okkur við þetta stjórnmálafólk og þessa stjórnmálaflokka. Sósíalistaflokkur Íslands vill verða farvegur fyrir stjórnmálin eftir fall nýfrjálshyggjunnar, stjórnmál sem þjóna fjöldanum en hinum ríku akkúrat ekki neitt. Þau hafa fyrir löngu fengið nóg. Það er kominn tími til að endurheimta það sem þau tóku. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun