Stígum saman inn í framtíðina í þjónustu við börn með alvarlegan geð- og þroskavanda Regína Ásvaldsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:00 Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun