Fótbolti

Mourinho fer vel af stað í ítalska boltanum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mourinho fer vel af stað á Ítalíu.
Mourinho fer vel af stað á Ítalíu. vísir/Getty

Rómverjar hafa fengið fljúgandi start í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta undir stjórn hins litríka Jose Mourinho.

Í kvöld vann liðið 0-4 sigur á Salernitana í 2.umferð deildarinnar og er því með markatöluna 7-1 eftir fyrstu tvo leikina.

Tammy Abraham sem gekk í raðir AS Roma frá Chelsea fyrr í sumar skoraði eitt marka Roma en Lorenzo Pellegrini hlóð í tvennu og Jordan Veretout skoraði eitt mark.

Annar fyrrum sóknarmaður Chelsea var einnig á skotskónum í kvöld því Oliver Giroud gerði tvö mörk þegar AC Milan vann 4-1 sigur á Cagliari. AC Milan sömuleiðis með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Í ítölsku B-deildinni kom Mikael Egill Ellertsson, nýjasti landsliðsmaður Íslands, við sögu í 5-0 sigri á Pordenone Calcio en hann kom inn af bekknum eftir klukkutíma leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×