Fótbolti

Ronaldo sendur snemma heim úr landsliðsverkefni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ronaldo fagnar markinu sem gerði hann að markahæsta landsliðsmanni sögunnar.
Ronaldo fagnar markinu sem gerði hann að markahæsta landsliðsmanni sögunnar. Stephen McCarthy/Sportsfile via Getty Images

Cristiano Ronaldo var í gær sendur snemma heim úr landsliðsverkefni Portúgal eftir að hann nældi sér í leikbann þegar hann fagnaði marki með því að fara úr treyjunni og fékk gult spjald að launum.

Markið sem að Ronaldo fagnaði var þó ekki bara enn eitt markið sem þessi 36 ára leikmaður skorar, heldur var þetta landsliðsmark númer 111 og sigurmark Portúgal gegn Írum á sjöttu mínútu uppbótartíma eftir að hafa lent undir rétt fyrir hálfleik.

Snemma leiks hafði Ronaldo klikkað á vítaspyrnu, en hann jafnaði metin fyrir Portúgal þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma. Það mark var landsliðsmark númer 110 og markið sem gerði það að verkum að hann er nú orðinn markahæsti landsliðsmaður sögunnar.

Prtúgal verður því án Ronaldo í seinni tveim leikjum í þessari landsleikjatörn, en liðið mætir Katar í æfingaleik á laugardaginn og Aserbaídsjan í A-riðli undankeppni HM 2022 þrem dögum síðar.

Ronaldu mun því geta mætt fyrr til æfinga með Manchester United en áæltað var, en hann gekk aftur í raðir rauðu djöflanna á dögunum eftir tólf ára fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×