Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid Gunnar Smári Egilsson skrifar 6. september 2021 07:00 Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun