Er byggingareglugerð bara upp á punt? Ingveldur Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 14:30 Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Stjórnsýsla Húsnæðismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun