Er byggingareglugerð bara upp á punt? Ingveldur Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 14:30 Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Stjórnsýsla Húsnæðismál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun