Komdu út að hjóla... Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 7. september 2021 10:30 Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku. Fyrir hálfu ári byrjaði ég að hjóla um á rafmagnshjóli, til vinnu, innan hverfis með börnum á leið til tómstunda, viðra fjölskylduna og hjóla til heilsubótar. Á þessu hálfa ári er búið að hjóla rúma 800 kílómetra sem annars hefðu alla jafna verið eknir á bíl. Vegalengdin kemur óvart enda stutt tímabil að ræða og ég venjuleg kona í Breiðholti en ekki afrekskona í íþróttum sem tók ákvörðun um að vilja ferðast á öðru en bíl þegar þess var kostur. 40% vilja ferðast á öðru en bíl til vinnu Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera voru lagðar fram tvær spurningar. Hvernig ferðast þú oftast til og frá vinnu? Hvernig værir þú helst til að ferðast í vinnuna? Samkvæmt könnuninni ferðast 74,7% til vinnu á einkabíl sem bílstjórar. Þegar sami hópur svarar því hvernig hann helst vildi helst ferðast til vinnu sögðust aðeins 46,3% velja það að fara akandi sem bílstjóri til vinnu sem fyrsta val. Það þýðir að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Innan við helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem segist myndi velja einkabílinn sem fyrsta valkost, eða 46% á höfuðborgarsvæðinu og ef tölur eru rýndar nánar sést að hlutfallið er enn lægra meðal Reykvíkinga eða 44,8%. Áframhaldandi uppbygging innviða Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo var samþykkt ný hjólreiðaáætlun 2021-2025 í sumar. Mun áframhaldandi uppbygging hjólastíga í borginni verða tryggð í samþykktu aðalskipulagi borgarinnar. Einn dagur í viku verða fljótt tveir Til þessara 40% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem aka til vinnu en vildu ferðast til vinnu á öðrum fararskjótum en einkabílnum vil ég segja „Komið út að hjóla“. Byrjið rólega, takið einn dag í viku sem fljótlega verða að tveimur. Ég þekki það á eigin skinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldubílinn eftir heima og fimm manna fjölskylda hjólar inn í hversdaginn. Vinnustaðir, stofnanir og atvinnurekendur - hyglið ykkar fólki sem velur aðrar leiðir en einkabílinn, skapið umgjörð á vinnustaðnum þannig að starfsfólk geti geymt hjólin á öruggum og þurrum stað. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Sjáumst á hjólandi glöð Höfundur er hjólari, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og móðir þriggja hjólandi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku. Fyrir hálfu ári byrjaði ég að hjóla um á rafmagnshjóli, til vinnu, innan hverfis með börnum á leið til tómstunda, viðra fjölskylduna og hjóla til heilsubótar. Á þessu hálfa ári er búið að hjóla rúma 800 kílómetra sem annars hefðu alla jafna verið eknir á bíl. Vegalengdin kemur óvart enda stutt tímabil að ræða og ég venjuleg kona í Breiðholti en ekki afrekskona í íþróttum sem tók ákvörðun um að vilja ferðast á öðru en bíl þegar þess var kostur. 40% vilja ferðast á öðru en bíl til vinnu Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera voru lagðar fram tvær spurningar. Hvernig ferðast þú oftast til og frá vinnu? Hvernig værir þú helst til að ferðast í vinnuna? Samkvæmt könnuninni ferðast 74,7% til vinnu á einkabíl sem bílstjórar. Þegar sami hópur svarar því hvernig hann helst vildi helst ferðast til vinnu sögðust aðeins 46,3% velja það að fara akandi sem bílstjóri til vinnu sem fyrsta val. Það þýðir að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Innan við helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem segist myndi velja einkabílinn sem fyrsta valkost, eða 46% á höfuðborgarsvæðinu og ef tölur eru rýndar nánar sést að hlutfallið er enn lægra meðal Reykvíkinga eða 44,8%. Áframhaldandi uppbygging innviða Á síðustu tíu árum hefur orðið umbreyting á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Á síðasta kjörtímabili var tekin pólitísk ákvörðun í ráðhúsinu, undir forystu Samfylkingar, að forgangsraða fjármunum í hjólreiðainnviði fyrir fjölbreytta vistvæna ferðamáta fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo var samþykkt ný hjólreiðaáætlun 2021-2025 í sumar. Mun áframhaldandi uppbygging hjólastíga í borginni verða tryggð í samþykktu aðalskipulagi borgarinnar. Einn dagur í viku verða fljótt tveir Til þessara 40% íbúa höfuðborgarsvæðisins sem aka til vinnu en vildu ferðast til vinnu á öðrum fararskjótum en einkabílnum vil ég segja „Komið út að hjóla“. Byrjið rólega, takið einn dag í viku sem fljótlega verða að tveimur. Ég þekki það á eigin skinni. Það er góð tilfinning að skilja fjölskyldubílinn eftir heima og fimm manna fjölskylda hjólar inn í hversdaginn. Vinnustaðir, stofnanir og atvinnurekendur - hyglið ykkar fólki sem velur aðrar leiðir en einkabílinn, skapið umgjörð á vinnustaðnum þannig að starfsfólk geti geymt hjólin á öruggum og þurrum stað. Við erum öll í sama liðinu enda ávinningurinn mikill, betri loftgæði, minni útblástur, fjármunir sparast, ferðatími nýttur til hreyfingar og við verðum mikilvægar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóð. Sjáumst á hjólandi glöð Höfundur er hjólari, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og móðir þriggja hjólandi barna.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun