Sögulegar kosningar í Þýskalandi Ívar Már Arthúrsson skrifar 7. september 2021 20:00 Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalandi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. Það hefur verið afskaplega spennandi fyrir alla sem hafa haft tök á því að fylgjast með kosningabaráttunni undanfarin misseri. Kosningarnar í ár marka ákveðin tímamót i þýskri sögu, þar sem þetta eru fyrsta kosningarnar í nánast 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, er ekki í framboði. Hún tók við því embætti árið 2005 og hefur þurft að glíma við margs konar áskoranir í valdatíð sinni. En það er ekki bara þess vegna sem þessar kosningar eru taldar sögulegar. Þetta eru einnig fyrstu kosningarnar í sögu landsins, þar sem Græningjaflokkurinn, sem leggur megináherslu á umhverfismál, gæti unnið og fengið kanslaraembættið. Annalena Baerbock heitir konan sem er annar formaður Græningjana og jafnframt kanslaraefni þeirra. Hún byrjaði sem eins konar vonarstjarna og upphaflega töldu menn líklegt að hún myndi vinna kosningarnar, en síðan hefur margt gerst. Til að mynda var hún harðlega gagrýnd fyrir að hafa reynt ad fegra ferilskrá sína. Mótframbjóðendur hennar um kanslaraembættið eru Olaf Scholz frá Jafnaðarmannaflokknum og Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata. Olaf Scholz þótti upphaflega ekki sigurstranglegur en það hefur heldur betur breyst og eins og er þykir hann líklegastur til að vinna og taka við af Angelu Merkel. Armin Laschet gekk ágætlega til ad byrja með, en flokkur hans mælist nú með minna fylgi en Jafnaðarmenn samkvæmt flestum könnunum. Þó að Olaf Scholz sé líklegastur til að verða næsti kanslari landsins þá er enn allt opið og því stefnir í afar spennandi kosningar. Samkvæmt nýjustu könnunum væri meirihluti í þýska þinginu (Bundestag), fyrir því að mynda vinstri stjórn. Í henni sætu Jafnaðarmenn, Græningjar og Róttæki vinstri flokkurinn, Die Linke. Kristilegir demókratar hafa ítrekað varað við þeim möguleika og telja að það gæti haft afar neikvæð áhrif á þýskt samfélag. Á móti hafa þeir verið sakaðir af þessum flokkum um að reka hræðsluáróður til að auka líkurnar á að þeir vinni kosningarnar. Einnig gætu samkvæmt tölunum Jafnaðarmenn og Græningjar myndað stjórn með flokki Frjálsra demókrata. Svo gætu flokkur Armin Laschets og Græningjar líka myndað stjórn með Frjálsum demókrötum. Það sem er þó ljóst er að enginn þessara flokka er tibúinn til að mynda stjórn með Róttæka hægri flokknum, Alternative für Deutschland. Sá flokkur fékk 12 prósent í síðustu kosningum og er því spáð að fylgi flokksins verði mjög svipað, þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Stærstu málin í þessari kosningabaráttu hafa verið umhverfismál, glíman við heimsfaraldurinn og staðan sem upp er komin í Afganistan. Þannig að þegar á allt er litið má sem sagt búast við afar spennandi kosningum í Þýskalandi í lok mánaðarins. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalandi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. Það hefur verið afskaplega spennandi fyrir alla sem hafa haft tök á því að fylgjast með kosningabaráttunni undanfarin misseri. Kosningarnar í ár marka ákveðin tímamót i þýskri sögu, þar sem þetta eru fyrsta kosningarnar í nánast 20 ár, þar sem Angela Merkel, kanslari landsins, er ekki í framboði. Hún tók við því embætti árið 2005 og hefur þurft að glíma við margs konar áskoranir í valdatíð sinni. En það er ekki bara þess vegna sem þessar kosningar eru taldar sögulegar. Þetta eru einnig fyrstu kosningarnar í sögu landsins, þar sem Græningjaflokkurinn, sem leggur megináherslu á umhverfismál, gæti unnið og fengið kanslaraembættið. Annalena Baerbock heitir konan sem er annar formaður Græningjana og jafnframt kanslaraefni þeirra. Hún byrjaði sem eins konar vonarstjarna og upphaflega töldu menn líklegt að hún myndi vinna kosningarnar, en síðan hefur margt gerst. Til að mynda var hún harðlega gagrýnd fyrir að hafa reynt ad fegra ferilskrá sína. Mótframbjóðendur hennar um kanslaraembættið eru Olaf Scholz frá Jafnaðarmannaflokknum og Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata. Olaf Scholz þótti upphaflega ekki sigurstranglegur en það hefur heldur betur breyst og eins og er þykir hann líklegastur til að vinna og taka við af Angelu Merkel. Armin Laschet gekk ágætlega til ad byrja með, en flokkur hans mælist nú með minna fylgi en Jafnaðarmenn samkvæmt flestum könnunum. Þó að Olaf Scholz sé líklegastur til að verða næsti kanslari landsins þá er enn allt opið og því stefnir í afar spennandi kosningar. Samkvæmt nýjustu könnunum væri meirihluti í þýska þinginu (Bundestag), fyrir því að mynda vinstri stjórn. Í henni sætu Jafnaðarmenn, Græningjar og Róttæki vinstri flokkurinn, Die Linke. Kristilegir demókratar hafa ítrekað varað við þeim möguleika og telja að það gæti haft afar neikvæð áhrif á þýskt samfélag. Á móti hafa þeir verið sakaðir af þessum flokkum um að reka hræðsluáróður til að auka líkurnar á að þeir vinni kosningarnar. Einnig gætu samkvæmt tölunum Jafnaðarmenn og Græningjar myndað stjórn með flokki Frjálsra demókrata. Svo gætu flokkur Armin Laschets og Græningjar líka myndað stjórn með Frjálsum demókrötum. Það sem er þó ljóst er að enginn þessara flokka er tibúinn til að mynda stjórn með Róttæka hægri flokknum, Alternative für Deutschland. Sá flokkur fékk 12 prósent í síðustu kosningum og er því spáð að fylgi flokksins verði mjög svipað, þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum. Stærstu málin í þessari kosningabaráttu hafa verið umhverfismál, glíman við heimsfaraldurinn og staðan sem upp er komin í Afganistan. Þannig að þegar á allt er litið má sem sagt búast við afar spennandi kosningum í Þýskalandi í lok mánaðarins. Höfundur er nemi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun