Hver er þessi Olaf Scholz? Ívar Már Arthúrsson skrifar 13. september 2021 20:01 Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Í lok mánaðarins fara fram kosningar til þýska þingsins, Bundestag, og það er ansi margt sem bendir til þess að jafnaðarmannaflokkurinn, SPD, muni vinna þær og að Olaf Scholz, kanslaraefni flokksins, muni taka við af Angelu Merkel, í síðasta lagi á næsta ári. En hver er hann, þessi maður, sem er líklegur til að verða einn valdamesti stjórnmálamaður í Evrópu? Til að byrja með má nefna að hann er frá Hamborg, næststærstu borg Þýskalands, þar sem hann var borgarstjóri á árunum 2011 til 2018. Í valdatíð hans, í júlí 2017, fór fram í borginni leiðtogafundur 20 stærstu iðn- og þróunarríkja heims og af því tilefni brutust út hörð og fjölmenn mótmæli, sem ollu miklu tjóni. Hundruð manna særðust, og hópar öfgafullra vinstri manna frömdu fjölda skemmdarverka og réðust á lögreglumenn. Scholz var gagnrýndur fyrir að hafa sagt fyrir fundinn, að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af óeirðum, og sumir hvöttu hann meira að segja til að segja af sér vegna þessa máls. Árið 2018 lét hann síðan af störfum sem borgarstjóri til að taka við embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Angelu Merkel. Scholz var umdeildur fyrir að hafa sem ráðherra ekki tekið nógu hart á fjármálahneyskli, sem tengdist einkarekna bankanum Warburg & Co frá Hamborg. Árið 2019 ákvað hann síðan að bjóða sig fram til formennsku í flokknum, ásamt Klöru Geywitz, sem þá var þingkona á fylkisþinginu í Brandenburg. Þau töpuðu að vísu fyrir öðru tvíeyki, þeim Saskia Esken og Norbert Walter Borjans. Ástæðan er talin sú að flokkurinn hafi verið að færast til vinstri á undanförnum árum, og að Olaf og Klara hafi ekki þótt nógu róttæk til að taka við forystunni. Þrátt fyrir það var Scholz valinn kanslaraefni með yfir 96 prósent atkvæða á stafrænu flokksþingi í apríl síðastliðinum. Til að byrja með þótti hann alls ekki líklegur til að vinna kosningarnar og verða næsti kanslari Þýskalands, en það hefur heldur betur breyst. Nú er jafnaðarmannaflokkurinn sterkasti flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum og þykir mörgum líklegt að hann verði það líka, þegar búið verður að telja atkvæðin. Sem stendur er Olaf Scholz líka langvinsælastur af kanslaraefnunum þremur. Margir telja þó að vinsældir hans skýrist aðallega af því, hvað hin kanslaraefnin tvö, Armin Laschet frá flokki Kristilegra demókrata, og Annalena Baerbock, frá Græningjaflokknum, njóta lítilla vinsælda. Þetta hefur leitt til þess að Scholz og jafnaðarmenn eru orðnir mjög sigurstranglegir, því þótt Olaf Scholz sé vissulega ekki óumdeildur, þá hefur hann langa og mikla reynslu af stjórnmálum og mörgum finnst að bæði hin kanslaraefnin frá Græningjum og Kristilegum demókrötum hafi gert það alvarleg mistök í kosningabaráttuni, að það komi ekki annað til greina en að kjósa Scholz. Og þetta er einmitt það sem gæti á endanum gert Olaf Scholz að kanslara. Höfundur er nemi.
Sögulegar kosningar í Þýskalandi Eins og margir vita þá styttist i þingkosningar í Þýskalndi, en þær fara fram 26. september næstkomandi, daginn eftir alþingiskosningarnar hér á landi. 7. september 2021 20:00
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar