Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. september 2021 08:31 Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka. Það blasir við í íslensku samfélagi að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni færir þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra er of sterk gagnvart stjórnvöldum eins og dæmin sanna. Völd þeirra og áhrif geta verið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála unnið gegn almannahag. Oft er talað um að það þurfi að fara sáttarleið í sjávarútvegi. En við hverja á að gera sáttmála? Stórútgerðina eða þjóðina? Þeir sem fá nýtingarréttinn á auðlind þjóðarinnar fyrir slikk munu ekki samþykkja með sátt að láta forréttindin frá sér. Það er hitt sem skiptir máli og er áríðandi: að þjóðin verði sátt við meðferðina á sinni dýrmætu auðlind. Í ágúst síðastliðnum var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið Þjóðareign. Þar var spurt um hvort fólk styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77% aðspurðra voru fylgjandi því og einungis 7,1% andvígir slíkri kerfisbreytingu. Og krafan er skýr um sterkt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Þar liggur heil þjóðaratkvæðagreiðsla að baki með skýra niðurstöðu. Stefna Samfylkingarinnar Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það gegnsærra og réttlátara. Að bjóða út hæfilegan hluta kvótans ár hvert, fá fullt verð fyrir auðlindina og gefa möguleika á nýliðun. Á meðan slíkt er undirbúið ætti strax að hækka veiðigjöld á 20 stærstu útgerðirnar sem fara með 70% kvótans. Um leið þarf að skýra lagagreinar sem eiga að vinna gegn samþjöppun og að þeir stóru verði stærri og þeir geti farið í kringum lögin. Núverandi fyrirkomulag á úthlutunum aflaheimilda er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn safnast á æ færri hendur, erfist og helst innan fjölskyldna. Stórútgerðirnar mala gull, verða alltof valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Auðurinn verður óheilbrigt afl í samfélaginu. Við þetta bætist að eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er veikburða. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lögin eru óskýr og gölluð. Ekkert jafnræði er á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Pólitískur vilji er það eina sem þarf til að breyta kerfinu og fara að vilja meirihluta þjóðarinnar Við í Samfylkingunni ætlum að breyta kerfinu og efla eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Það er komið nóg af rótgrónu dekri við sérhagsmunaöflin. Það er komið að almenningi. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka. Það blasir við í íslensku samfélagi að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni færir þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra er of sterk gagnvart stjórnvöldum eins og dæmin sanna. Völd þeirra og áhrif geta verið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála unnið gegn almannahag. Oft er talað um að það þurfi að fara sáttarleið í sjávarútvegi. En við hverja á að gera sáttmála? Stórútgerðina eða þjóðina? Þeir sem fá nýtingarréttinn á auðlind þjóðarinnar fyrir slikk munu ekki samþykkja með sátt að láta forréttindin frá sér. Það er hitt sem skiptir máli og er áríðandi: að þjóðin verði sátt við meðferðina á sinni dýrmætu auðlind. Í ágúst síðastliðnum var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið Þjóðareign. Þar var spurt um hvort fólk styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77% aðspurðra voru fylgjandi því og einungis 7,1% andvígir slíkri kerfisbreytingu. Og krafan er skýr um sterkt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Þar liggur heil þjóðaratkvæðagreiðsla að baki með skýra niðurstöðu. Stefna Samfylkingarinnar Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það gegnsærra og réttlátara. Að bjóða út hæfilegan hluta kvótans ár hvert, fá fullt verð fyrir auðlindina og gefa möguleika á nýliðun. Á meðan slíkt er undirbúið ætti strax að hækka veiðigjöld á 20 stærstu útgerðirnar sem fara með 70% kvótans. Um leið þarf að skýra lagagreinar sem eiga að vinna gegn samþjöppun og að þeir stóru verði stærri og þeir geti farið í kringum lögin. Núverandi fyrirkomulag á úthlutunum aflaheimilda er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn safnast á æ færri hendur, erfist og helst innan fjölskyldna. Stórútgerðirnar mala gull, verða alltof valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Auðurinn verður óheilbrigt afl í samfélaginu. Við þetta bætist að eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er veikburða. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lögin eru óskýr og gölluð. Ekkert jafnræði er á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Pólitískur vilji er það eina sem þarf til að breyta kerfinu og fara að vilja meirihluta þjóðarinnar Við í Samfylkingunni ætlum að breyta kerfinu og efla eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Það er komið nóg af rótgrónu dekri við sérhagsmunaöflin. Það er komið að almenningi. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun