Markasúpa á Etihad er heimamenn skoruðu sex Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 20:55 Jack Grealish var frábær í kvöld. EPA-EFE/Andrew Yates Manchester City og RB Leipzig mættust í einhverjum ótrúlegasta leik síðari tíma í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 6-3 heimamönnum í vil í leik sem vart er hægt að finna lýsingarorð yfir. Hollenski varnarmaðurinn Nathan Aké kom heimamönnum yfir með góðum skalla eftir hornspyrnu Jack Grealish þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Þegar tæpur hálftími var liðinn var staðan svo orðinn 2-0. Kevin De Bruyne átti þá fyrirgjöf sem Nordi Mukiele stýrði í eigið net. Hollendingurinn hárprúði fagnar marki sínu í kvöld.EPA-EFE/Andrew Yates Cristopher Nkunku minnkaði muninn þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks með skallamarki eftir að Mukiele hafði fundið hann inn í vítateig City-manna. Adam var þó ekki lengi í paradís en heimamenn fengu vítaspyrnu örskömmu síðar. Lukas Klostermann handlék þá knöttinn inna teigs og vítaspyrna dæmd. Riyad Mahrez fór á punktinn og þrumaði tuðrunni í netið. Staðan því 3-1 í hálfleik. Leipzig minnkaði muninn í 3-2 snemma í síðari hálfleik. Aftur var það Nkunku sem skallaði boltann í netið. Að þessu sinni eftir fyrirgjöf Dani Olmo. Það tók heimamenn þó ekki langana tíma að ná aftur tveggja marka forystu. 2 - Jack Grealish is the first Englishman to both score and assist on his UEFA Champions League debut since Wayne Rooney versus Fenerbahçe in September 2004. Acclimatised. pic.twitter.com/Q05e8UAHxn— OptaJoe (@OptaJoe) September 15, 2021 Það gerði Grealish með góðu skoti eftir hafa sveigt framhjá manni og öðrum á leið sinni að markinu. Mark og stoðsending í fyrsta Meistaradeildarleiknum, ekki amalegt. Ferran Torres hélt svo að hann hefði skorað fimmta mark Manchester City en það var dæmt af vegna rangstöðu. Nkunku fullkomnaði þrennu sína og hélt vonum Leipzig á lífi með marki á 73. mínútu leiksins. Að þessu sinni notaði hann hægri fótinn en ekki höfuðið til að koma knettinum í netið. 3 - Christopher Nkunku, who is the first RB Leipzig player to score a UEFA Champions League hat-trick, is only the second player to score one against Man City in the competition after Lionel Messi in October 2016. Footsteps. pic.twitter.com/WWnM3a3HI5— OptaJoe (@OptaJoe) September 15, 2021 Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan hins vegar orðin 5-3 eftir að João Cancelo skoraði með fínu hægri fótar skoti eftir að hafa fengið sendingu frá İlkay Gündoğan. Til að slökkva alla von um endurkomu þá nældi Angeliño – vinstri bakvörður RB LEipzig – sér í sitt annað gula spjald þegar rúmlega tíu mínútur lifðu leik og gestirnir manni færri undir lok leiks. Gabriel Jesus skoraði svo sjötta mark heimamanna í þessum gufuruglaða leik, lokatölur 6-3 á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Manchester City og RB Leipzig mættust í einhverjum ótrúlegasta leik síðari tíma í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 6-3 heimamönnum í vil í leik sem vart er hægt að finna lýsingarorð yfir. Hollenski varnarmaðurinn Nathan Aké kom heimamönnum yfir með góðum skalla eftir hornspyrnu Jack Grealish þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn. Þegar tæpur hálftími var liðinn var staðan svo orðinn 2-0. Kevin De Bruyne átti þá fyrirgjöf sem Nordi Mukiele stýrði í eigið net. Hollendingurinn hárprúði fagnar marki sínu í kvöld.EPA-EFE/Andrew Yates Cristopher Nkunku minnkaði muninn þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks með skallamarki eftir að Mukiele hafði fundið hann inn í vítateig City-manna. Adam var þó ekki lengi í paradís en heimamenn fengu vítaspyrnu örskömmu síðar. Lukas Klostermann handlék þá knöttinn inna teigs og vítaspyrna dæmd. Riyad Mahrez fór á punktinn og þrumaði tuðrunni í netið. Staðan því 3-1 í hálfleik. Leipzig minnkaði muninn í 3-2 snemma í síðari hálfleik. Aftur var það Nkunku sem skallaði boltann í netið. Að þessu sinni eftir fyrirgjöf Dani Olmo. Það tók heimamenn þó ekki langana tíma að ná aftur tveggja marka forystu. 2 - Jack Grealish is the first Englishman to both score and assist on his UEFA Champions League debut since Wayne Rooney versus Fenerbahçe in September 2004. Acclimatised. pic.twitter.com/Q05e8UAHxn— OptaJoe (@OptaJoe) September 15, 2021 Það gerði Grealish með góðu skoti eftir hafa sveigt framhjá manni og öðrum á leið sinni að markinu. Mark og stoðsending í fyrsta Meistaradeildarleiknum, ekki amalegt. Ferran Torres hélt svo að hann hefði skorað fimmta mark Manchester City en það var dæmt af vegna rangstöðu. Nkunku fullkomnaði þrennu sína og hélt vonum Leipzig á lífi með marki á 73. mínútu leiksins. Að þessu sinni notaði hann hægri fótinn en ekki höfuðið til að koma knettinum í netið. 3 - Christopher Nkunku, who is the first RB Leipzig player to score a UEFA Champions League hat-trick, is only the second player to score one against Man City in the competition after Lionel Messi in October 2016. Footsteps. pic.twitter.com/WWnM3a3HI5— OptaJoe (@OptaJoe) September 15, 2021 Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan hins vegar orðin 5-3 eftir að João Cancelo skoraði með fínu hægri fótar skoti eftir að hafa fengið sendingu frá İlkay Gündoğan. Til að slökkva alla von um endurkomu þá nældi Angeliño – vinstri bakvörður RB LEipzig – sér í sitt annað gula spjald þegar rúmlega tíu mínútur lifðu leik og gestirnir manni færri undir lok leiks. Gabriel Jesus skoraði svo sjötta mark heimamanna í þessum gufuruglaða leik, lokatölur 6-3 á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti